Skák - 15.04.1956, Page 4
víslega aðstoö við framkvæmd
mótsins.
Mánudaginn 26. marz s.l. hélt
Taflfélagið hóf i Þjóðleikhúskjall-
aranum, og voru þar afhent fern
verðlaun, sem samtals námu kr.
4.500.00. — Þátttökugjald í mót-
inu var kr. 200.00.
Jón Böövarsson.
Verðl a u ■■ :i si tli pntl i n þ.
Mánudagskvöldið 26. marz s.l.
bauð stjórn Taflfélags Reykjavík-
ur keppendum og starfsmönnum
Guðjóns-mótsins, auk blaðamanna
og fleiri gesta, til verðlaunaaf-
hendingar og skilnaðarhófs fyrir
Sovétskákmeistarana.
Veizlustjóri, Elís Ó. Guðmunds-
son, bauð gesti velkomna, en því
næst afhenti Guðmundur Arn-
laugsspn verðlaun til þeirra Frið-
riks Ólafssonar, Taimanov’s, Ili-
vitsky’s og Gunnars Gunnarsson-
ar, og ávarpaði þá um leið með
nokkrum orðum. Auk peninga-
verðlauna hlutu þeir Taimanov og
Ilivitsky bækur að gjöf. Einnig
hlutu þeir Baranov, túlkur skák-
meistaranna, og Ivanof, sendiráðs-
ritari, bækur að gjöf.
Ræður fluttu þeir Sigurður Jóns-
son, forseti Skáksambandsins, og
Guðm. S. Guðmundsson, formaður
T. R. Fluttu þeir Sovétskákmeist-
urunum þakkir fyrir komuna og
ánægjulega keppni. Kvaðst Guðm.
S. vona, að heimsókn þessi yrði
upphafið af frekari kynnum ís-
lenzkra og rússneskra skákmanna.
Stórmeistarinn Taimanov þakk-
aði fyrir hönd þeirra félaga með
ræðu, sem birtist hér á eftir.
Skemmtiatriði að loknum ræð-
um og veitingum, voru þessi: Ein-
leikur á Harmoniku, 11 ára dreng-
ur lék. —• Operusöngvarinn Guð-
mundur Jónsson söng nokkur lög
með undirleik Fritz Weisshappels.
Stórmeistarinn Taimanov lék ein-
Stórmeistarinn Mark Taimanov.
leik á píanó við mikla hrifningu
viðstaddra. — Einnig lék Eggert
Gilfer tvö lög á píanó.
Sátu menn þarna í góðum fagn-
aði fram eftir kvöldi, og þótti hóf-
ið takast mjög vel.
Hér birtist svo til gamans ræða
sú, er Taimanov flutti þetta kvöld,
þýdd af Gúðmundi Arnlaugssyni:
„Góðir tilheyrendur!
Við erum komin hér saman til
þess að samgleðjast við lok lítillar
en skemmtilegrar skákkeppni. —
Skákmót það, sem hér hefur farið
fram, er um margt ólíkt venjuleg-
um alþjóðamótum; þar er að jafn-
aði teflt um einhver réttindi, t. d.
í keppninni um heimsmeistara-
tignina, en í öðrum mótum um há
verðlaun og heiöur.
En þegar við skákmenn Sovét-
ríkjanna tókum yðar góða boði um
að heimsækja Reykjavík, var til-
gangurinn allt annar. Framar öllu
öðru lék okkur hugur á að kynn-
ast skákfélögum okkar á íslandi
og stofna til fastra samskipta við
þá. Okkur þykir vænt um að hafa
ekki einungis teflt við skemmtilega
andstæðinga, heldur einnig eign-
azt hér góða vini.
Skákmótið sýndi enn einu sinni,
að Friðrik Ólafsson er mjög góður
skákmaður. Þegar Friðrik teflir,
fylgjast landar hans með honum
með samúð og áhuga, og hann á
þann áhuga og hlýhug fyllilega
skilið. Afrek hans kemur okkur
engan veginn á óvart, við óskum
honum af öllu hjarta til hamingju
með sigurinn og samgleðjumst ís-
lenzku þjóðinni með að eiga slík-
an skákmann.
Ekki verður fram hjá því geng-
ið að vekja athygli á skemmtilegri
taflmennsku Benónýs Benedikts-
sonar, sem réði röð keppendanna
á mótinu. Hann kom okkur mjög
vel fyrir sjónir, er honum tókst
að halda skák sinni við mig í
fyrstu umferð, þrátt fyrir óhag-
stæða stöðu, en það álit breyttist
aö vísu dálitið, er hann tapaði
fyrir Friðrik, en hefði sennilega
átt að halda þeirri skák.
Mig langar að hrósa tveimur
ungum skákmönnum, þeim Gunn-
ari Gunnarssyni og Freysteini Þor-
bergssyni. Mér virðist að þeir muni
brátt geta keppt við snjöllustu
skákmenn íslendinga. Freysteinn
tefldi miklu betur en virðast mætti
eftir vinningafjölda hans.
Að lokum vil ég fyrir hönd okk-
ar félaganna láta í ljós þakklæti
okkar til Taflfélags Reykjavíkur
fyrir góða gestrisni, og einnig
þökkum við formanni félagsins,
Guðm. S. Guðmundssyni, og for-
manni Skáksambandsins, Sigurði
Jónssyni, og öðrum, fyrir vinsemd
og greiðasemi í okkar garð. Mér
er það sönn ánægja að mega flytja
íslenzkum skákmönnum boð um
þátttöku í 12. Olympíuleikjum
skákarinnar, sem eiga að fara
fram í Moskvu í september á þessu
MINNINGARMÓT GUÐJÓNS M. SIGURÐSSONAR
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 V.
1. Friðrik Ólafsson . X y2 y2 1 1 1 í 1 1 1 8
2. Taimanov . % X V-2 1 y2 1 1 1 1 1 7%
3. Ilivitsky . % % X 1 % 1 í 1 1 1 7%
4. Gunnar Gunnarsson . . .. . 0 0 0 X y2 y2 y2 y2 1 1 4
5. Benóný Benediktsson . . . . 0 y2 y2 y2 X 0 í 0 0 1 3x/2
6. Guðmundur Ágústsson . . . 0 0 0 y2 1 X 0 y2 1 y2 3%
7. Baldur Möller . 0 0 0 y2 0 í X y2 y2 y2 3
8. Jón Þorsteinsson . 0 0 0 % 1 y2 y2 X 0 % 3
9. Freysteinn Þorbergsson . . 0 0 0 0 1 0 y2 1 X 0 2%
10. Sveinn Kristinsson . 0 0 0 0 0 y2 y2 y í X 2y2
34 SKÁK