Bautasteinn - 01.04.2004, Qupperneq 4

Bautasteinn - 01.04.2004, Qupperneq 4
Tún verður að kirkjugarði Nýi garðurinn er staðsettur rétt utan við bæinn og var hann byggður frá grunni upp á landi þar sem áður voru tún. Framkvæmdir hófust í lok október 2001 og var garðurinn tekinn í notkun tæpum tveimur árum síðar. Fjöldi legstæða er 214 í fjórum reitum og hefur fyrsti reiturinn verið tekinn í notkun. Gert er ráð fyrir bæði hefðbundnum legstæðum sem og reitum fyrir duftker, en hönnuður garðsins er Pétur Jónsson landslagsarkitekt. Ómar Halldórsson situr í sóknarnefnd og hefur hann haft með framkvæmdir við garðinn að gera. Hann segir heimamenn hafa komið að öllum verkþáttum utan malbikunar. „Við lögðum áherslu á að fá heimamenn að verkinu og fengum mjög góða verktaka og iðnaðarmenn til að vinna þetta með okkur og útkoman er frábær. Við viljum þakka öllu þessu góða fólki samstarfið og erum ánægðir með að hafa getað unnið þetta með heimafólki. Við lögðum líka áherslu á að skapa strax hlýlega umgjörð um garðinn og höfum gróðursett mikið af plöntum og sett upp skjólmanir í kringum garðinn. Það er mikilvægt að fólki finnist notalegt að koma í garðinn og að það vilji gjarna heim- sækja hann hvort sem það á erindi í garðinn eða langar bara að njóta umhverfisins og friðarins sem þar ríkir.“ Framkvæmdir enn í gangi Stígar hafa verið lagðir um garðinn og til stendur að setja þar niður bekki sem fólk getur tyllt sér á. Í miðjum garðinum er svo fallegt minnismerki úr hraungrjóti og stáli sem hugsað er til minningar um horfna. Hægt er að setja kerti í útskorin hólf neðst í verkinu og uppi eru hugmyndir um að koma fyrir litlum reit þar við hliðina á þar sem setja mætti upp skildi með nöfnum horfinna ástvina. Lýsing í garðinum er falleg, en bæði sáluhlið og kross eru upplýst og kviknar á ljósunum um leið og eitthvað skyggir, t.d. ef dimmt él skellur á. Lýsing garðsins var í höndum GH ljósa og segir Ómar samstarfið við þá hafa verið sérlega ánægjulegt. „Lýsingin tókst mjög vel og kemur vel út, garðurinn er hannaður þannig að sáluhlið, minnisvarði og kross mynda nokkurs konar öxul í garðinum og þegar ljós kviknar á öllum þremur stöðum má segja að það vísi leiðina í gegnum garðinn.“ Að sögn Ómars standa framkvæmdir enn yfir að hluta til, en að- staðan verður enn bætt á næstu mánuðum, með uppsetningu tenglakassa svo lýsa megi leiði og frekari frágang á garðinum. „Við vonumst til þess að garðurinn verði staður sem fólk vilji skoða og eiga góða stund á. Heimamenn hafa lýst yfir mikilli 4 Nýr kirkjugarður á Hvolsvelli Ómar Halldórsson við sáluhliðið. Ljósmyndir: HGG Krossinn við enda garðsins gegnt sáluhliðinu. Nýr kirkjugarður hefur verið tekinn í notkun á Hvolsvelli og var hann vígður í lok sumars 2003. Ekki er algengt í dag að nýir kirkjugarðar séu byggðir upp frá grunni, oftast er um að ræða endurgerð eða stækkun eldri garða, en á Hvolsvelli hafði eldri kirkjugarðurinn við Stórólfshvolskirkju fyllst og er nú aðeins jarðsett í frátekin leiði þar.

x

Bautasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bautasteinn
https://timarit.is/publication/2037

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.