Bautasteinn - 01.04.2004, Síða 6
Áhugavert verk
Silli er 86 ára gamall í dag, en hann
hætti störfum hjá Landsbankanum fyrir
16 árum þar sem hann hafði starfað í tugi
ára sem útibússtjóri. Silli segist ekki hafa
getað hugsað sér að setjast í helgan stein
þegar formlegri starfsævi hans lauk og
hóf hann þá að safna upplýsingum um
kirkjugarða og legstaðaskrár. „Ég hafði
verið safnaðarfulltrúi í um 20 ár og í gegn-
um það starf komst ég að því að það var
aðeins til eitt kort af kirkjugarðinum hér á
Húsavík. Ég tók ljósrit af kortinu og
geymdi í góðri geymslu í bankanum og
þegar ég hætti að vinna tók ég kortið upp
og fór að skoða það betur. Ég hafði rekið
augun í misræmi í legstaðaskránni og þar
með var áhugi minn kviknaður. Þetta var
spennandi vinna, að grafa upp upplýsing-
ar, leiðrétta og laga. En auðvitað vildi ég
bara hafa eitthvað að gera því ég hef alltaf
verið vinnuglaður og það hefur verið mitt
mesta lán í lífinu.“
Silli vann skráninguna þannig að hann
fékk upplýsingar frá þjóðskjalaverði, ljós-
rit af öllum kirkjubókum yfir þá sem voru
dánir frá 1921 og jarðsettir í nýja kirkju-
garðinum á Húsavík. Þessum upplýsing-
um var mjög ábótavant og segir Silli að í
6
Alltaf verið vinnuglaður
– viðtal við Silla á Húsavík
Sigurður Pétur Björnsson, eða Silli á
Húsavík, eins og flestir þekkja hann er
maður sem leit á eftirlaunin sem nýtt
upphaf. Í stað þess að setjast í helgan
stein hefur hann unnið að áhugamáli
sínu undanfarin 16 ár og teiknað og
skráð alla kirkjugarða í Þingeyjarpró-
fastsdæmi og víðar.
Silli er fæddur á Kópaskeri þar sem
faðir hans starfaði sem læknir. Fjöl-
skyldan fluttist hins vegar til Húsavíkur
þegar Silli var ársgamall og þar hefur
hann búið alla tíð síðan, utan nokk-
urra mánaða er hann dvaldist í Bret-
landi við starfsnám í Barclays banka.
Silli barðist við erfið veikindi sem barn
og gekk því ekki í skóla á þeim árum.
„Ég fór ekki frá rúminu hennar
mömmu fyrr en ég var orðinn sautján
ára gamall, en ég var sjúklingur frá
fimm ára aldri og fram að þeim tíma. Í
rúm tvö ár, frá sjö til níu ára, lá ég
rúmfastur í gifsi, en það var hluti af
meðferð við berklum. Það var erfið
lífsreynsla, en eftir að ég komst á stjá
var ég ávallt heilsuhraustur og sem
dæmi má nefna að ég sótti Rotary-
fundi vikulega í fimmtíu ár og missti
aldrei af fundi. Það er ekki fyrr en
núna upp á síðkastið sem heilsan er
farin að bila aftur,“ segir Silli þegar tíð-
indamaður Bautasteins heimsótti
hann í Læknishúsið á Húsavík í mars
síðastliðnum.
Sólin skein á Húsavík þegar við heimsóttum Silla, en þar hefur hann búið alla tíð.
Sigurður Pétur Björnsson, betur þekktur sem Silli á Húsavík. Ljósm.: MBL