Bautasteinn - 01.04.2004, Blaðsíða 14
14
Eitt af því
skemmtilegasta
og margbrotnasta
í viðfangsefnum
listasögunnar er
táknfræðin („orig-
in and use of sym-
bols“), sem teygir
sig stundum aftur
til frumalda
menningarsög-
unnar. Í könnun
minni á táknfræði íslenzkra minningar-
marka hef ég rekizt á ýmislegt sem á sér
bæði rætur í fornnorrænni goðafræði og
kristnum hefðum löngu liðinna alda. Með-
al elztu kristinna tákna er þar að nefna
fiskinn. Einföld og frumstæð mynd fisks
er víða krotuð á veggi katakombanna fyrir
utan Rómaborg þar sem ofsóttur hópur
frumkristinna manna leyndist löngum.
Orsökina fyrir tákni fisksins telja menn
helzta þá, að úr bókstöfum gríska orðsins
fiskur megi lesa upphafsstafina að orðun-
um Jesus Christus Frelsari Sonur Guðs.
Eftir því voru þeir kristnu uppnefndir
pisculi, litlu fiskarnir.
Í einu af mörgum ritum sínum víkur
Karl Marx að tákni fisksins meðal frum-
kristinna og hallast fremur að því að fisk-
urinn tengist Kristi vegna fiskimannanna
á Galíleuvatni, sem köstuðu burt eignum
sínum og gengu snauðir og ofsóttir grýtta
boðunarbraut Meistara síns og urðu í
sannleika fyrstir kristinna manna. Fisks-
táknið má sjá á einum – og allnýlegum-
legsteini í Hólavallagarði, á legstað nr. F
3–24.
Önnur tákn eru miklu auðlæsari, svo
sem stundaglasið, sem vísar allajafna til
hins skammvinna lífs manna á jörðu hér.
Eitt hið elzta slíkra á íslenzkum minning-
armörkum er á vönduðum legsteini í
Garðakirkjugarði á Álftanesi, yfir þau
hjónin sr. Einar Einarsson og Þóru Torfa-
dóttur, en þau létust með eins árs millibili,
1690 og 1691.
Miklu yngra er stórt tákn stundaglass í
Hólavallagarði. Það er höggvið í undir-
stöpul vandaðs járnkross yfir Guðríði
Magnúsdóttur ljósmóður í reit P 503, en
sú mæta ljósmóðir dó vorið 1864.
Enn má nefna stundaglasið á hinum
stóra marmarasteini yfir Finn biskup
Jónsson í Skálholti, en hann er erlend
smíð. Mest er þó við haft um tákn þetta á
stórum og vönduðum legsteini Þórðar
biskups Þorlákssonar í Skálholti, því þar
er stundaglasið vængjað og tekur til
„flugs tímans“, „tempus fugit“. Mjög
skjöplast mér, ef lágmyndin til hægri við
vængjaða stundaglasið á steini Þórðar
biskups á ekki að sýna sáðmanninn sem
sáir hinu góða korni Herrans, og leiðir sú
hugmynd beint að næsta grafartákninu
sem ég ætla að nefna hér en það er
kornaxið.
Kornaxið. Táknlega tekur kornaxið til
orða Krists í guðspjalli Matteusar (13, 24–
30) um sáðkornið sem féll í góða jörð og
bar margfaldan ávöxt: „En það sem sáð er
í góða jörð merkir þann sem heyrir Orðið
og skilur það.“
Vissulega hafa Íslendingar handleikið
annan jarðargróða fremur en kornöx eða
hveitibundini að hausti, en hafa haft þeim
mun nær sér táknmál sjálfs trúarskálds
þjóðarinnar er það ávarpar guð sinn í
sálminum og biður: „Hveitikorn þekktu
þitt, þá upprís holdið mitt, í bundini barna
þinna“.
Þrátt fyrir svo ljósa og fagra trúarmerk-
ingu er vart að finna kornöx eða hveiti-
stilka á íslenzkum legsteinum. Í Hólavalla-
garði er aðeins til eitt dæmi, en það er á
steininum með fisktákninu sem áður var
nefnt, í reit F 3–24. Þar standa þrjú einföld
kornöx í röð, einkar haglega höggvin –
eða sandblásin í steininn.
Önnur kristin grafartákn blasa hins
vegar víða við í því mikla listasafni sem
Hólavallagarður er, vínviðurinn og stund-
um þrúgnaklasi, sem vísa til heilags
sakramentis: „Ég er vínviðurinn, þér eruð
greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem í
mér er og ég í honum“ (Jóh. 15, 5–6).
Eins er liljustöngullinn algengur á vönd-
uðum steinum, en hann merkir hreinleika
Maríu guðsmóður og getnað Frelsarans
fyrir náð heilags anda.
Að lokum vildi ég bæta við einu leg-
tákni, sem ber að fegurð forms og trúar-
hugsjónar af flestum öðrum, en það er
fiðrildið. Uppruna þess er að finna með
Kríteyingum hinum fornu og merkir að
sjálfsögðu endurfæðinguna, svo mörg og
merkileg stig umbreytinga til lífsins sem
ferill þess er, frá lirfu í púpu og loks hins
litfagra og fleyga dýrindis sem fiðrildið er.
Þótt varla sé að vænta þessa fagra tákns
á minningarmörkum norðurhvels jarðar,
segir listfræðingurinn Broby–Johansen
samt í bók sinni, Heimslist – heimalist
Nokkur fásén grafartákn
eftir Björn Th. Björnsson
Björn Th. Björnsson.