Bautasteinn - 01.04.2004, Page 20
20
Kirkjugarðurinn í Hnífsdal stendur á svonefndum Lambavöll-
um í landi Búðar og Heimabæjar, en þar fékk sóknarnefnd Hnífs-
dalssóknar land undir garðinn árið 1926. Garðurinn var svo vígð-
ur árið 1927 og hefur verið í notkun síðan.
Árið 2000 var farið að skoða aðstæður í garðinum, en mjög lítið
viðhald hafði verið þar um árabil og því var orðið brýnt að taka til
hendinni. Í maí 2000 var svo ákveðið á sóknarnefndarfundi að
ráðast í gagngerar endurbætur á garðinum. Settar voru fram
hugmyndir að endurbótum og tilhögun á garðinum í samráði við
Guðmund Rafn Sigurðsson hjá skipulagsnefnd kirkjugarða sem
gerði uppdrátt sem samþykktur var af sóknarnefnd og í kjölfarið
var Pétur Jónsson landslagsarkitekt fenginn til að vinna verkið á-
fram og teikna.
Umfangsmiklar framkvæmdir
Framkvæmdir hófust árið 2002 og stóðu yfir fram á árið 2003.
Aðalstígur frá hliði og að styttu við enda garðsins var steinlagður
og allir hliðarstígar voru markaðir og lagfærðir. Vandað grjótbeð
var sett upp meðfram veggnum beggja vegna styttunnar sem
prýðir garðinn og er það hugsað til minningar um horfna. Þar
geta aðstandendur helgað sér stein og jafnvel sett á þá minning-
arskildi. Allir steinkantar sem ekki höfðu verið hirtir og voru lýti
á garðinum voru brotnir niður og lággróðri var komið fyrir á
grjótbeðum með veggjum garðsins. Einnig var skipt um sáluhlið
og boga þar yfir sem og allar undirstöður undir grindverki sem
er á sáluhliðsvegg garðsins. Þá voru allir veggir garðsins málaðir
og vatnsbrunni komið fyrir.
Tengingin við sjóinn
Garðinn prýðir myndarleg stytta af sjómanni eftir Sigurlinna
Pétursson og setur hún sterkan svip á garðinn. Styttan er til
minningar um drukknaða sjómenn og var hún sett upp árið 1974,
en gefandi styttunnar var Slysavarnafélagið í Hnífsdal. Kirkju-
garðurinn stendur alveg niður við sjó og er útsýni frá garðinum
afskaplega fallegt eins og sjá má af myndum.
Að sögn Andrésar Guðmundssonar sem sat í sóknarnefnd þeg-
ar framkvæmdirnar stóðu yfir tókst vel til með endurbæturnar
og hafa heimamenn lýst yfir mikilli ánægju með breytingarnar.
„Þetta var heljarinnar verk enda þurfti að skipta um jarðveg í öll-
um göngustígum og afmarka þá, auk þess sem grjótbeðið var
búið til. En útkoman er góð og gaman að sjá hvað garðurinn hef-
ur tekið miklum stakkaskiptum.“ Það eru svo sannarlega orð að
sönnu og er garðurinn virkilega fallegur og ættu ferðalangar sem
leið eiga um svæðið að staldra við og skoða þennan snyrtilega
kirkjugarð.
Fré t t i r a f f ramkvæmdum
Kirkjugarðurinn í Hnífsdal upplýstur að kvöldi til.
Yfirlitsmynd af garðinum eftir framkvæmdirnar.
Framkvæmdir á fullu, hér sést lega garðsins niður við sjó mjög vel.
Hér sést styttan af sjómanninum og grjótbeðið með minningarstein-
unum.
Ljósmyndir: Halldór Sveinbjörnsson
Kirkjugarðurinn í Hnífsdal endurbættur