Skák


Skák - 01.06.1992, Blaðsíða 28

Skák - 01.06.1992, Blaðsíða 28
Skólaskák stúlkna 1992 Einstaklings- og sveitakeppni Árlegt grunnskólamót stúlkna — einstaklingskeppni — var haldið 23. febrúar s.l. Keppt var í tveimur flokkum, 12 ára og eldri og 11 ára og yngri. Mótið var haldið að Faxafeni 12, Reykja- vík. í eldri flokknum tefldu 9 stúlkur og urðu úrslit þannig: 1. sæti ína Björn Árnadóttir, Seljaskóla 2. sæti Hrund Jörundsdótti, Grandaskóla 3. sæti Hulda B. Þórisdóttir, Grundask. Akran. í yngri flokki tefldu 23 stúlkur og urðu úrslit þannig: 1. sæti Berta Ellertsdóttir, Grundask. Akran. 2. sæti Svava Sigurbertsdóttir, Árbæjarskóla 3. sæti Halla Gunnarsdóttir, Varmárskóla Þessar stúlkur hlutu allar 6 vinninga af 7 mögulegum en Berta vann á stigum. Sveitakeppni grunnskóla, stúlknaflokkur, fór fram sunnu- daginn 3. maí að Faxafeni 12, Reykjavík. 5 sveitir mættu til leiks. Úrslit urðu þannig: 1. sæti Seljaskóli 2. sæti Grandaskóli 3. sæti Langholtsskóli íslandsmót framhaldsskólasveita 1992 íslandsmót framhaldsskólasveita í skák 1992 fór fram dagana 21.—23. febrúar. Var mótið haldið á vegum Taflfélags Reykjavíkur í umboði Skák- sambands íslands eins og venja hefur verið. Teflt var í félags- heimili T.R. að Faxafeni 12. Þátttaka í mótinu var að þessu sinni mjög léleg, aðeins átta sveitir voru með. Var því ákveðið, að sveitirnar kepptu innbyrðis allar við allar einfalda umferð. Umhugsunartími var ein klst. á skák fyrir hvern keppanda. Úrslit urðu þau, að skáksveit Menntaskólans við Hamrahlíð sigraði með fáheyrðum yfir- burðum, hlaut 27 v. af 28 mögu- legum. Mun þetta vera hæsta vinningshlutfall frá upphafi keppninnar 1971! Röð sveita var þessi: 1. Menntaskólinn við Hamrahlíð 27 2. Menntaskólinn á Akureyri IS'á 3. Fjölbrautarskólinn við Ármúla 17 4. Menntaskólinn í Reykjavík a-sv. 12 'á 5. Fjölbrautarskóli Vesturlands 11Á 6. Fjölbrautarskóli Suðurlands 10 7. Verzlunarskóli íslands 8 8. Menntaskólinn í Reykjavík b-sv. IVi íslandsmeistarar M.H. voru þessir skákmenn: 1. Þröstur Árnason (sVi v. af 7 2. Sigurður Daði Sigfússon 7 v. af 7 3. Ingi Fjalar Magnússon 5 v. af 7 4. Snorri Karlsson 4ió v. af 7 1. vm. Ragnar Fjalar Sævarsson 4 v. af 4 2. vm. Egill Brynjólfsson (tefldi enga skák) í skáksveit Menntaskólans á Akureyri voru: 1. Magnús Teitsson 4!A v. af 7 2. Smári Teitsson Vá v. af 7 3. Júlíus Björnsson 5 v. af 7 4. Örvar Arngrímsson 5'á v. af 7 í skáksveit Fjölbrautarskólans við Ármúla voru: 1. Kristjánsson Eðvarðsson Vá v. af 7 2. Óðinn Gunnarsson 4’/2 v. af 7 3. Veturliði Þ. Stefánsson 5 v. af 7 4. Guðlaugur Gauti Þorgilsson 4 v. af 7 Keppt var um farandbikar, sem Taflfélag Reykjavíkur gaf til keppninnar 1988. Þá voru verð- launagripir fyrir þrjú efstu sætin. Einnig voru veitt sérstök bókaverðlaun fyrir bestan árangur á 1. og 2. borði. Þau 16 vinninga 11 /i vinning 11 Vi vinning hlutu Þröstur Árnason og Sigurður Daði Sigfússon. Frá aðalfundi S.í. 1992 Aðalfundur Skáksambands ís- lands, haldinn 16. maí 1992, felur nýkjörinni stjórn S.í. að skipa hið fyrsta nefnd til að endur- skoða lög, reglugerðir og skipu- lag Skáksambands íslands. Nefndin skal hafa sem mest sam- ráð við aðildarfélög sambandsins og stjórn þess og skila tillögum sínum um breytingar í tæka tíð fyrir næsta aðalfund S.í. Haustmót Taflfélags Kópavogs 1991 Skák nr. 6911 Hvítt: Svavar G. Svavarsson Svart: Gunnar Örn Haraldsson Kóngsindversk vörn 1. Rf3 Rf6 2. d4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 0-0 5. 0-0 d6 6. b3 c5 7. Bb2 cxd4 8. Rxd4 a6 9. c4 Dc7 10. Rc3 e5 11. Rc2 Be6 12. Rb4 Rbd7 13. Rbd5 Bxd5 14. Rxd5 Rxd5 15. Dxd5 Rc5 16. Hadl Hfd8 17. Bcl h6 18. f4 b6 19. Hf2 Hac8 20. Hdfl 20. — e4 21. f5 g5 22. f6 Bf8 23. h4 He8 24. Bb2 gxh4 25. gxh4 Dd7 26. Dh5 b5 27. Hf4 bxc4 28. Hg4t Kh7 29. Hf5 He5 30. Bxe5 dxe5 31. Hg5 Re6 32. Bxe4t Gefið. 152 SKÁK

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.