Skák - 01.06.1992, Blaðsíða 22
Argentína
Danski stórmeistarinn Bent
Larsen, nú búsettur í Argentínu,
sigraði á móti í Buenos Aires.
Mikla athygli vakti árangur hins
titillausa 16 ára unglings, Hugo
Spangenberg, en hann náði 2.
sæti með 8 v., vel á undan
alþjóðameisturunum Tempone
og Garbarino, sem hlutu 6 v.
Meistaramóti Argentínu lauk
með sigri alþjóðameistarans J.
Rubinetti, 8V2 v. af 11, á undan
Guillermo Soppe 7 /2 v. og M.
Quinteros 7 v. Gamla kempan M.
Najdorf, sem er orðinn 81 árs,
hafnaði í miðjum hópi keppenda
með 5 v.!
Ástralía
Meistaramót Ástralíu var háð í
Melbourne 28. desember til 10.
janúar sl. Sigurvegari varð A.
Wohl með 8 >/2 v. af 11, 2. S.
Solomon 8 v., 3.—4. D. Johan-
sen og M. Fuller 7 Vi v. Enski
stórmeistarinn Tony Miles, sem
nú er búsettur í Adelaide, varð
fimmti með 7 v. í kvennaflokki
sigraði búlgarska stúlkan K.
Aladjova-Wills, en hún er nú sest
að í Ástralíu, gift þarlendum
manni.
Frakkland
Rússneski stórmeistarinn A.
Sokolov sigraði á opna Belfort-
mótinu 26.—31. des. sl., hlaut
7/2 v. af 9. Sokolov hefur búið
ásamt fjölskyldu sinni um tíma í
Belfort og tefldi á fyrsta borði í
deildakeppninni.
Fjögurra landa sveitakeppni í
atskák var haldin í Cannes
dagana 15.—21. febrúar sl.
Sigurvegari varð sveit Englands,
hlaut 17 Zi v., 2. Bandaríkin 14 v.,
3. Holland 12 v. og 4. Frakkland
4!/2 v.
Danmörk
Alþjóðaskákmóti (13. styrkleika-
flokkur) sem haldið var í
Taastrup lauk með sigri Curt
Hansen (Danm.), 6V2 v. af 9,
2. -3. J. Hector (Svíþjóð) og M.
Wahls (Þýskal.) 6 v., 4.-5. M.
Gurevich (Belgía) og O.
Romanishin (Úkraína) 5 Vi v., 6.
A. Chernin (Úkraína) 5 v.,
o.s.frv.
Þýskaland
Heimsmeistarinn Garry Kasp-
arov tefldi klukkufjöltefli við
þýsku stórmeistarasveitina í
Baden 19. janúar sl. Meðalskák-
stig þessara fjögurra stórmeist-
ara voru 2550 Elo-stig, sem þýðir
að þetta er sterkasta klukkufjöl-
tefli allra tíma. Úrslit urðu þau
að V. Hort og G. Hertneck gerðu
jafntefli, en M. Wahls og E.
Lobron máttu lúta í lægra haldi
fyrir heimsmeistaranum. Sigur-
launin voru BMW bifreið, sem
Garry gaf eiginkonu sinni,
Mariu, en hún hélt upp á 26 ára
afmæli sitt þennan dag!
Marokkó
Keppni um meistaratitil
Marokkó, hinni 22. í röðinni,
lauk með sigri E1 Jadick, en
hann hlaut 9 Vi v. af 11.
Holland
Alþjóðaskákmótinu í Wisk aan
Zee, hinni 54. í röðinni, lauk með
sigri þeirra B. Gelfand (Rússl.) og
V. Salov (Spánn), 8 Vi v. af 13;
3. —4. R. Hubner (Þýskal.) og V.
Kortsnoj (Sviss) 7 Vi v., 5.—8. V.
Epishia (Rússl.), P. Nikolic
(Júgósl.), J. Piket (Holland) og
Y. Seirawan (Bandar.) 6 Vi v.,
9. —11. G. Sax (Ungverjal.), L.
van Wely (Holland) og J. van der
Wiel (Holland) 6 v., 12. —13. J.
Brennin-Kmeijer (Holland) og J.
Hunn (England) 5 Vi v. o.s.frv.
Pólland
Hyundai Open i Varsjá lauk með
sigri V. Malaniuk (Rússl.), 8 Vi v.
af 11, 2. G. Timoshenko (Rússl.)
8 v. Meðal þeirra sem hluttu 7 Vi
v. var heimsmeistari unglinga, 14
ára og yngri, M. Kaminsky frá
Póllandi!
Spánn
Stórmeistarinn L. Oll (Eistland)
hreppti 5000 dollara verðlaun í
opna mótinu í Sevilla, hlaut IVi
v. af 9. Jafnir að vinningum, en
lægri á stigum, komu þeir L.
Júdasin (Rússl.) og D. Campora
(Argent.). Fyrrverandi heims-
meistari, M. Tal (Lettland) og
kvennastórmeistarinn Pia
Cramling (Svíþjóð) voru meðal
þeirra tíu er hlutu 7 vinninga.
Öflugt skákmót (13. flokkur) var
haldið í Pamplona. Efstir og
jafnir urðu þeir M. Júdasin
(Rússl.) og M. Iliescas (Spánn)
með 6 v. í 3. sæti varð Z. Polgar
(Ungverjal.) með 5 Vi v., 4. L. Oll
(Eistland) 5 v., 6. A. Chernin
(Rússl.) 4 Vi v. Polgar leiddi
mótið allt fram í síðustu umferð,
er hún tapaði fyrir Ehlvest. Með
árangri sínum hefur Polgar nú
hlotið 2600 stig!
VIÐ SKÁKBORÐIÐ
í ALDARFJÓRÐUNG
50 valdar skákir
eftir Friðrik Ólafsson
Munið áskrifendaafsláttinn
SKÁKPRENT
Dugguvogi 23 — Reykjavík
Sími 31975
146 SKÁK