Skák - 01.04.1994, Síða 6
Einar Trausti Óskarsson:
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur 1993
Síðustu ár hafa verið ár ýmis-
konar breytinga í skákinni.
Fyrir utan hina hatrömmu
pólitísku baráttu, sem nú stendur
milli FIDE, hins alþjóðlega
skáksambands, og PCA (Pro-
fessional Chessplayers’ Associ-
ation), sambands Kasparovs og
félaga, hefur hið almenna form
skákmóta, alþjóðlegra jafnt sem
annarra, verið mikið að breytast.
Breytingamar hafa allar miðað í
sömu átt, til styttingar umhugs-
unartíma. Atskákin, hálftíma-
skák, er orðin feikivinsæl, jafnt
hjá skákmönnum sem skipu-
leggjendum móta, og í kapp-
skákunum er orðið sjaldgæft að
hafa biðskákir. Mátti t.d. sjá
fyrsta Reykjavíkurskákmótið án
biðskáka nú í febrúar. Einnig
hefur sú þróun orðið, raunar á
lengri tíma, að opin mót eru í
yfirgnæfandi meirihluta þeirra
móta sem haldin eru.
Flaustmót Taflfélags Reykja-
víkur er eitt af fáum mótum sem
eftir eru hér á landi þar sem teflt
er í riðlum eftir styrkleika. I
Flaustmótinu hafði einnig verið
hið gamla biðskákafyrirkomu-
lag, en nú í haust var því útrýmt
og teflt þannig að keppandi fékk
1 'A klst. á 36 leiki og 45 mínútur
til að ljúka skákinni eftir það.
Valið er í riðla samkvæmt styrk-
leika, þannig að þeir tólf
sterkustu sem láta skrá sig í
mótið fara í a-riðil, hinir tólf
næstu í b-riðil og þannig áfram.
Nú eru hins vegar komnar reglur
sem breyta þessu örlítið. Sigur-
vegari í hverjum af neðri tlokk-
unum hlýtur sjálfkrafa rétt til
þátttöku í næsta flokki fyrir ofan
að ári, sbr. reglur um opinn flokk
og áskorendaflokk í Skákþingi
Islands. Þessi regla er góð hvatn-
ing fyrir keppendur þá sem
öðlast réttinn til að bæta sig
nægilega fram að næsta móti til
að eiga erindi í flokkinn fyrir
ofan. Ut frá þessari reglu tefldi
Olafur B. Þórsson í a-riðli.
A-riðill Haustmótsins var prýði-
lega sterkur. Þrír alþjóðlegir
Arnlri /tss Grétarsson, Hellismaðurinn
sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna:
vann góðan sigur í a-riðli.
meistarar tóku þátt, og margir
hinna eru FIDE-meistarar. Hið
óvenjulega við a-riðilinn var
hinsvegar áberandi skortur
skákmanna frá félaginu sem hélt
mótið. Einungis þrír skákmenn
af tólf tilheyra félaginu. A móti
mátti þó benda á að nokkrir
þeirra sem voru úr öðrum
félögum eru fyrrverandi með-
limir í þessum stóra skákklúbbi,
og ber þar hæst þá tvo
keppendur sem börðust um
sigurinn, þá Sævar Bjarnason og
Andra Ass Grétarsson.
Toppbaráttan var jöfn og spenn-
andi og voru fimm skákmenn í
hnapp lengst af, þeir Andri Ass
Grétarsson, Sævar Bjarnason,
Guðmundur Gíslason, Halldór
Grétar Einarsson og Björgvin
Jónsson. Andra Ass gekk mjög
vel í seinni hluta mótsins, og
fyrir síðustu umferð stóð hann
vel að vígi: var hálfum vinningi
fyrir ofan næsta mann. Og
þannig vildi til að Andri tefldi
einmitt við þennan mann í
síðustu umferð, en sá var enginn
annar en Sævar Bjarnason AM.
Andri var með 8 vinninga, en
Sævar með l'A vinning og þurfti
því að vinna til að hreppa 1.
sætið. Eftir ónákvæma tafl-
mennsku Andra í miðtaflinu
fómaði Sævar manni og fékk
yfirburðastöðu. Svo virtist sem
endalokin væru í nánd, en
66 SKÁK