Skák - 01.04.1994, Síða 30
Haukur Bergmann:
43. Helgarskákmótið
í Keflavík
/
Helgi Olafsson sigurvegari
Dagana 21.-23. janúar síðast-
liðinn fór fram í Keflavík
helgarskákmót á vegum Skákar,
það 43. í röðinni. Þessi mót hafa
fyrir löngu skipað veglegan sess
í hugum skákmanna og verið
kærkomin upplyfting fyrir skák-
lífið úti á landi.
Fyrsta helgarskákmótið fór
einmitt frarn í Keflavík fyrir
einum 14 árum og síðan hefur
Jóhann Þórir haldið helgarskák-
mót á flestum þéttbýliskjömum
landsins. Þegar ég ræddi við
Jóhann Þóri fyrir nokkium árum
var einhver uppgjafartónn í
honum, taldi 40 helgarskákmót
vera nóg og rétt að aðrir tækju
upp merkið. Sem betur fer hefur
hann heldur breytt um tón, nú
þegar eru að mér skilst hátt í tíu
helgarskákmót í undirbúningi.
Það var mikil tilhlökkun hjá
ofanrituðum fyrir þetta mót. Gert
var ráð fyrir mikilli þátttöku,
bæði vegna nálægðar við
Reykjavík, og eins er skákáhugi
rnikill á Suðurnesjum um þessar
mundir. En Vetur konungur gerði
aldeilis strik í reikninginn, því að
á morgni fyrsta mótsdags fór að
blása all hressilega ásamt því
sem það kyngdi niður snjó sem
aldrei áður. Um miðjan daginn
var nánast orðið ófært milli
bæjarhluta í Keflavík. Jóhann
var þó ekki á því að fresta
mótinu og braust til Keflavíkur
með hóp skákmanna.
Þegar stundin var runnin upp var
ljóst að þátttakan var ekki eins
góð og búist var við. Hins vegar
var mótið feikilega sterkt.
Flestar helstu kanónur landsins
voru mættar, fjórir stórmeistarar,
þeir Helgi Ólafsson, Jón L.
Arnason, Margeir Pétursson og
Hannes Hlífar Stefánsson.
Einnig þrír alþjóðlegir meistarar:
Sævar Bjamason, Haukur
Angantýsson og Þröstur
Þórhallsson. Þá var helsta
ungstirni landans, Helgi Ass
Grétarsson, mættur til leiks.
Jóhann Þórir hefur breytt helgar-
skákmótunum í atskákform. Er
það mjög til bóta. Það fást mun
fleiri umferðir þannig að skák-
mótið er ekki búið þó ein skák
tapist. Einnig verður meiri
spenna og sviptingar fyrir áhorf-
endur. Spurning er hvort ekki sé
reynandi að taka þetta form upp í
fleiri mótum, t.d. Deildakeppn-
inni. Þá væri hægt að taka
keppnina á einni helgi í stað þess
að slíta hana í tvennt eins og gert
er í dag.
Um mótið má segja að þar hafi
gengið á ýrnsu eins og utan dyra.
Var ljóst að menn ferðast ekki
alla leið til Keflavíkur til að gera
stutt jafntefli.
I upphafi virtist sem sigur-
Það er kannski ekki að undra þótt Helgi haldi þétt um höfuðið. Bragi tefldi forkunnar
vel á þessu móti og vann m.a. Helga, Margeir og Andra Ass. Krafturinn dugðifram í
sjöttu umferð, en þá fór að halla undan. Með átaki til jafnteflis í tveimur síðustu
umferðunum náði hann 10. sæti sem erfrábœrt miðað við andstöðuna.
90 SKÁK