Skák - 01.04.1994, Side 31
vegarar síðustu tveggja móta,
þeir Helgi Olafsson og Hannes,
ætla að berjast um sigurinn. Eftir
fjórar umferðir voru þeir einir
efstir með fullt hús, en Jón L. og
Margeir höfðu báðir tapað skák,
Jón L. fyrir Jóni Ama Jónssyni
og Margeir fyrir Braga Halldórs-
syni. Bragi sýndi að sá sigur var
engin tilviljun, því í sjöttu
umferð lá Helgi Olafsson í
valnum fyrir honum í hreint út
sagt magnaðri skák. Var Bragi þá
orðinn einn efstur. Hann náði þó
ekki að fylgja þessu eftir og eftir
átta umferðir var Margeir orðinn
einn efstur eftir fimm sigra í röð,
hálfum vinningi á undan Helga
Ólafssyni. Var Ijóst að þeir
myndu lenda saman í næstu
umferð og sú skák hefði úrslita-
þýðingu. Gaman var að fylgjast
með þeim undirbúa sig fyrir
skákina. Margeir settist strax
niður við taflið og horfði
fbygginn á taflreitina meðan
Helgi gekk stórstígur fram og
aftur um salinn þungt hugsi.
Síðan hófst taflið og virtist Helgi
ná heldur betra tafli. En Margeir
varðist vel, stýrði skákinni út í
endatafl og jafntefli virtist í
sjónmáli. En Helgi var grimmur;
eitt augnablik fékk hann tæki-
færið, fómaði skiptamun og
frípeð var allt í einu óstöðvandi.
Eftir þenna sigur náði Helgi aftur
forystunni og hélt henni örgugg-
lega út mótið.
Sigur Helga í mótinu var
sanngjarn. Hann býr yfir miklum
sigurvilja, tefldi af fítons krafti
allt mótið og lét ekki á sig fá þó
hann tapaði einni skák um
miðbik mótsins. Er það af sem
áður var þegar Helgi mátti ekki
tapa skák þá fylgdu yfirleitt
nokkur töp með. En hvað ætli
Helgi sé búinn að sigra í
mörgum helgarskákmótum?
Hannes Hlífar hóf keppnina af miklum krafti en missti gjörsamlega þráöinn síöasta
daginn eins og sjá má. Jón Arni náði góöum árangri þráttfyrir harösnúna andstöðu.
Þeir fóru sitt hvora leiðina til verðlauna, urðu í 3. - 4. sœti sem er vel viðunandi.
Margeir hóf mótið afmiklum krafti en missti þráðinn í lokin. Jón L. aftur á móti tók
heljarmikinn endasprett eins og taflan ber með sér.
Haukur (t.h.) tefldi nú á sínum œskustöövum og stóð sig með ágœtum. Hér teflir hann
við Einar S. Guðmundsson.
SKÁK 91