Skák - 01.04.1994, Blaðsíða 32
Ríkharður Sveinsson, alþjóðlegur skákdómari, er fáséður við skákborðið. Hér brá
hann samt vananum og tefldi með hreint ágœtum árangri. Andstœðingur hans er
Stefán Þór Sigurjónsson er vakið hefur athygli sem mikið skákmannsefhi.
Lokadagurinn reyndist honum samt háll eins og ýmsum öðrum að þessu sinni.
Formaður Hellis, Gunnar Björnsson, stóð sig vel. Hér teflir hann við heimamanninn
Olaflngason, sem hlutskarpastur varð heimamanna.
Helgi Áss komst upp á milli
stórmeistaranna og náði 2. sæti.
Sannarlega glæsilegur árangur
hjá þessum unga pilti, en þó alls
ekki óvænt. Það er mitt mat að
hann geti orðið okkar næsti stór-
meistari, enda hefur hann allt til
þess: mjög hæfileikaríkur, sókn-
djarfur með eindæmum og
baráttuskapið í lagi. Þá er hann
geysiharður í tímahrakinu.
Stórmeistararnir Margeir og Jón
L. enduðu jafnir í 3. sæti.
Sjálfsagt hafa báðir stefnt hærra í
þessu móti. Þessi tímamörk
virðast eiga vel við Margeir, en
hann varð stuttu eftir mótið
Islandsmeistari í atskák.
Veilt voru nokkur aukaverðlaun
eins og venja er á helgarskák-
mótunum. Jón Árni Jónsson,
Skákfélagi Akureyrar, hlaut
verðlaun fyrir bestan árangur
landsbyggðarmanns, Olafur G.
Ingason fyrir bestan árangur
heimamanns og Patrick Svans-
son úr Skákfélagi Keflavíkur
fyrir bestan árangur yngri kyn-
slóðarinnar. Þá er ógetið
sérstakra öldungaverðlauna, sem
féllu í skaut Sturlu Péturssonar.
Frekari úrslit vísast í töflu.
Mótinu var síðan slitið með
veislu í boði Keflavrkurbæjar
sem var helsti styrktaraðili
mótsins ásamt Sparisjóðnum í
Keliavík, Keflavrkurverktökum
og VISA ísland.
Ég vil að lokum, fyrir hönd
Skákfélags Keflavíkur, þakka
Jóhanni Þóri fyrir hans framtak
fyrir skákíþróttina í gegnum
tíðina. Mót, eins og þetta helgar-
skákmót, er sannarlega mikill
fengur fyrir skáklífið á Suður-
nesjum og það er von mín að
ekki verði lengi að bíða eftir
næsta helgarskákmóti hér suður
með sjó.
Skák nr. 7367
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Pálmar Breiðfjörð
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4.
Rc3 e6 5. Bg5
Á helgarmótinu í Keflavík 1980
lék ég 5. e3 gegn Pálmari sem
leiddi til venjulegrar Meran-
vamar.
5. - Be7 6. e3 Rbd7 7. I)c2
Da5?!
Þetta á ekki vel við eftir að
svartur hefur leikið Bf8-e7.
8. cxd5 exd5 9. Bd3 h6 10. Bh4
b5 11. 0-0 Bb7 12. Re5 Hc8
13. Bg3 a6 14. Bg6!?
Dæmigerður atskákarleikur.
Hvítur sér að biskupinn er
eitraður, en nú ætti svartur
einfaldlega að hróka og
biskupinn hefur farið fýluferð.
14. - Rxe5? 15. dxe5 fxg6 16.
Dxg6t Kd8 17. exf6 Bxf6
92 SKÁK