Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2025, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 14.05.2025, Qupperneq 2
Miklar sveiflur í íbúaþróun á Suðurnesjum Íbúaf jöldi á Suðurnesjum lækkaði lítillega á milli desember 2024 og maí 2025 en sveiflurnar eru mjög mismunandi milli sveit- arfélaga. Samtals fækkaði íbúum á svæðinu um 235 manns eða um 0,7%. Ræður þar án efa mestu að skráðum íbúum Grindavíkur fækkar um 475 á tímabilinu eða um 33,7%. Stærsta sveitarfélag svæðisins, Reykjanesbær, hélt í raun íbúa- tölunni nokkuð stöðugri. Íbúum fjölgaði þar örlítið, úr 24.313 í 24.360, sem jafngildir 47 ein- staklingum eða 0,2% fjölgun. Þetta sýnir áframhaldandi stöðugleika í bæjarfélaginu sem hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. Langmest áhrif sáust í Grindavík þar sem íbúum fækkaði um heil 475 manns, sem nemur 33,7% fækkun. Fjöldinn fór úr 1.408 í 933. Þessi mikla fækkun skýrist líklega af áhrifum náttúruhamfara og rýminga eftir jarðhræringar og eldgos á svæðinu, sem hafa raskað daglegu lífi bæjarbúa verulega. Í Sveitarfélaginu Vogum fjölgaði íbúum úr 1.793 í 1.872, sem er fjölgun um 79 manns eða 4,4%. Suðurnesjabær bætir við sig 114 íbúum og fer úr 4.218 í 4.332, sem jafngildir 2,7% fjölgun. Báðar þessar tölur benda til jákvæðrar þróunar í þeim sveitarfélögum, sem gæti tengst flutningum fólks frá Grindavík eða fjölgun í tengslum við atvinnu- og hús- næðisframboð. Heildarfjöldi íbúa á svæðinu fór úr 31.732 í 31.497, sem er fækkun um 235 einstaklinga. Þrátt fyrir fækkunina í heild þá má greina skýra tilfærslu íbúafjölda á milli sveitarfélaga. HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS vf isÞú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir árið 2024 var samþykktur á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku með tíu atkvæðum. Margrét Þórarinsdóttir (U) sat hjá við af- greiðsluna. Meirihluti bæjarfull- trúa Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar lýsti ánægju með niðurstöðuna og sagði reikninginn staðfesta traustan og heilbrigðan rekstur í ört vax- andi sveitarfélagi. Í bókun meirihlutans, sem Guðný Birna Guðmundsdóttir flutti, kemur fram að reksturinn hafi verið öflugur og verulega betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Afkoman var jákvæð og veltufé frá rekstri hækkaði á milli ára. Skulda- hlutföll séu áfram innan ásættan- legra marka. Áhersla var lögð á fjárfestingar í leik- og grunnskólastarfi, íþrótta- mannvirkjum og innviðum, en meðal framkvæmda má nefna áframhaldandi uppbyggingu við Holtaskóla og Myllubakkaskóla, nýja leikskóla og undirbúning vegna Drekadals. Þá var ný körfu- boltahöll opnuð í Innri-Njarðvík og ný sundlaug þar verður tekin í notkun í sumar. Meirihlutinn segir þessi verk- efni og niðurstöður endurspegla markvissa stefnu og sýn um sterkt samfélag með góðum þjónustuinn- viðum. „Við horfum bjartsýn fram á veginn,“ sagði í bókun meiri- hlutans. Mikill fjöldi íbúa er að flytja í okkar frábæra bæ Birna Guðmundsdóttir lagði fram á fundinum eftirfarandi bókun meirihluta bæjarfulltrúa Fram- sóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar: „Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fagnar árinu 2024 sem gekk mjög vel og heilbrigður ársreikningur staðfestir það. Tekjur bæjarsjóðs (A-hluti) var 27,8 milljarðar en gjöld bæjarsjóðs voru 25 milljarðar kr. Tekjur samstæðu (A og B hluti) voru 40,5 milljarðar en rekstrar- gjöld 32,5 milljarðar kr. Mikilvægar tölur hér þar sem tekjur standa undir gjöldum, bæði hjá bæjarsjóði og hjá samstæðunni. Enn eitt árið gættum við þess að tekjur séu umfram gjöld og að það sé afgangur fyrir fjárfestingar. Fjárfest var á árinu 2024 fyrir sex milljarða og ber þar helst að nefna áframhaldandi verkefni okkar við að stækka og betrum- bæta Holtaskóla og Myllubakka- skóla. Auk þess opnuðum við tvo leikskóla, Asparlaut og Tjarnar- lund og erum að vinna að því að klára þann þriðja, leikskólann Drekadal. Auk þess opnuðum við stórglæsilega körfuboltahöll í Innri-Njarðvík og stefnt er að opnun nýrrar sundlaugar þar nú í sumar. Áætlun ársins með viðauka gerði upphaflega ráð fyrir 149 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu bæjarsjóðs sem endaði í 1.113 millj- ónum. Staðan er því mun betri en gert var upphaflega ráð fyrir, eða 964 milljónum betri niðurstaða. Ástæðan fyrir þessum mikla mun á tekjum liggur nær eingöngu í hækkun á útsvari, þ.e. mikill fjöldi íbúa er að flytja í okkar frábæra bæ en fjölgun íbúa undanfarin ár hefur verið að meðaltali um eitt þúsund nýir íbúar á ári undan- farin ár. Rekstrarniðurstaða fyrir af- skriftir, f jármagnsliði, skatta og hlutdeild minnihluta nam 8 milljörðum króna. Að teknu tilliti til þeirra liða var niðurstaðan já- kvæð um 2.577 milljónir króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir 1.220 milljóna króna jákvæðri rekstrar- niðurstöðu hjá samstæðu sveitar- félagsins, eða 1.357 milljón króna betri rekstrarniðurstaða en gert var ráð fyrir. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2024 var 3 milljarðar, hækkun um 700 milljónir frá árinu áður. Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2024 var 7,4 milljarðar króna í samstæðu, hækkun um 1,1 milljarð frá árinu áður. Veltufé frá rekstri er ein mikil- vægasta stærðin sem segir til um það fjármagn sem stendur eftir og hægt er að nýta í fjárfestingar eða niðurgreiðslu skulda. Veltufé frá rekstri lýsir heilbrigði reksturs til að standa undir fjárfestingum. Við tókum lán á árinu 2024 fyrir 2,6 milljarða króna sem er eðlilegt á uppbyggingarfasa. Þegar horft er til skulda þá er skuldaviðmið bæjarsjóðs 97,7% og skuldaviðmið samstæðunnar 105,6%. Skuldahlutfall bæjarsjóðs er 121,98% og samstæðunnar var 136,7%. Þessar stærðir eru mjög mik- ilvæg viðmið fyrir sveitarfélög. Sveitarfélög á Íslandi geta ekki lagalega skuldsett sig óendanlega og þurfa að uppfylla skuldaviðmið sem er hlutfall heildarskulda af heildartekjum sveitarfélagsins en hlutfallið á að vera undir 150%. Skuldir á hvern íbúa Reykjanes- bæjar eru um 1,4 milljónir króna. Þrátt fyrir lántökur á árinu 2024 og þrátt fyrir sex milljarða fram- kvæmdir – þá er þetta niðurstaðan. Heilbrigður ársreikningur hjá kröftugu sveitarfélagi í hröðum vexti. Reykjanesbær heldur áfram að vaxa og dafna og munum við styðja við okkar frábæra sveitar- félag, nú sem endranær.“ Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Sverrir Bergmann Magnússon (S), Sigurrós Antonsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y). Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar áhyggjur af aukningu rekstrarkostnaðar Margrét A. Sanders og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks: „Í ljósi erf iðrar stöðu f jár- mála í Reykjanesbæ undanfarna mánuði er ánægjulegt að niður- staða ársreiknings ársins 2024 sýni að rekstrarafgangur nemi 1,1 milljarði og að tekjur séu tæpum 3 milljörðum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Helstu ástæður aukinna tekna eru að útsvars- greiðslur íbúa aukast um tæpa 2 milljarða á milli ára og þjónustu- tekjur sveitarfélagsins aukast um tæpan 1 milljarð. Eins og alkunna er hefur meirihlutinn þann háttinn á að vanáætla tekjur hvers árs og því má velta fyrir sér hver eðlilega áætluð tala hefði orðið. Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar einnig áhyggjur sínar af aukningu rekstrarkostnaðar líkt og undan- farin ár. Það er verulegt áhyggju- efni að rekstrarkostnaður sveitar- félagsins hækkar mikið á hverju ári, og nemur hækkunin sam- kvæmt ársreikningi nú um 3 millj- örðum á milli ára og er langt yfir áætlun. Fyrir ári síðan, við yfirferð árs- reiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2023, benti Sjálfstæðisflokkurinn á að handbært fé væri að lækka mikið og að bæjarsjóður gæti lent í vandræðum með að standa við skuldbindingar sínar. Í ársreikningi 2024 kemur fram að handbært fé í lok árs 2024 var um 133 milljónir. Til að setja þá fjárhæð í samhengi eru rekstrar- gjöld um 2 milljarðar á mánuði og þar af eru laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins rúmlega 1 milljarður á mánuði. Við vekjum athygli á því að inni í þessum tölum er ekki kostnaður vegna fjárfest- inga. Það er því ljóst að Reykja- nesbær er kominn í vandræði með að standa við skuldbindingar sínar eins og kom fram í bókun okkar á síðasta ári.“ Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki. Ársreikningurinn varpar ljósi á alvarlega lausafjárstöðu Margrét Þórarinsdóttir og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfull- trúa Umbótar: „Umbót gerir ekki athuga- semdir við réttmæti ársreiknings Reykjanesbæjar og ber fullt traust til vinnu starfsmanna og löggilts endurskoðanda. Hins vegar varpar ársreikningurinn ljósi á alvarlega lausafjárstöðu sem Umbót hefur áður varað við, meðal annars vegna þess að handbært fé nam einungis 133 milljónum króna um áramót. Umbót situr hjá við samþykkt ársreikningsins til að undirstrika nauðsyn á gagngerri endurskoðun á fjármálastjórn sveitarfélagsins, þótt engar athugasemdir séu gerðar við réttmæti hans.“ Margrét Þórarinsdóttir, Umbót. Sterk rekstrarstaða í Reykjanesbæ árið 2024 n Tekjur umfram gjöld og öflug fjárfesting REYKJANESBÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Mikið fjármagn hefur farið í endurbyggingu grunn- og leikskóla í Reykjanesbæ. Hér sést yfir Myllubakkaskóla í Keflavík. 2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.