Víkurfréttir - 14.05.2025, Qupperneq 6
Vetrarvertíð lokið – Strandveiðar teknar við
Vetrarvertíðin 2025 lauk form-
lega þann 11. maí, samkvæmt
dagatali. Sú dagsetning hefur þó
varla sést á dagatölum undanfar-
inna ára. Um leið og vertíðinni
lauk hófst önnur, því strandveiði-
tímabilið er komið á fullt. Margir
bátar hafa hafið veiðar og landað
afla í Keflavík, Grindavík og
Sandgerði.
Strandveiðibátar víða að verki
Í Sandgerði hefur verið talsverð
landanavirkni. Þar má nefna:
Gaukur GK með 606 kíló í
tveimur róðrum. Sandvík GK með
661 kíló í tveimur róðrum. Dóra
Sæm HF með þrjú og hálft tonn í
fjórum róðrum. Guðrún GK með
868 kíló í tveimur róðrum. Gola
GK með eitt og hálft tonn í þremur
róðrum. Arnar ÁR með þrjú og tvö
tonn í þremur róðrum, þar af eitt
og fjögur tonn í einni löndun þar
sem töluverður ufsafli var með.
Sæfari GK með eitt og sjö tonn í
tveimur róðrum. Gunni Grall KE
með eitt og eitt tonn í tveimur
róðrum. Giddý GK með eitt og þrjú
tonn í tveimur róðrum. Alla GK
með eitt tonn í tveimur róðrum.
Dímon GK með eitt og átta tonn í
þremur róðrum. Una KE með eitt
og sjö tonn í tveimur róðrum.
Í Keflavík hefur Sigrún GK
landað 780 kílóum.
Í Grindavík hafa eftirfarandi
bátar landað: Sigurvon ÁR með
eitt og sjö tonn í þremur róðrum.
Hrappur GK með 824 kíló í
tveimur róðrum. Kristbjörg KE
með 961 kíló í tveimur róðrum.
Grindjáni GK með þrjú og sjö tonn
í fimm róðrum. Ólafur GK með
fjögur og tvö tonn í fimm róðrum.
Hafdalur GK með þrjú og sjö tonn
í fjórum róðrum. Mest var eitt og
níu tonn í einni löndun þar sem
mikið var af ufsa. Hawkerinn GK
með tvö tonn í þremur róðrum.
Verð á fiskmörkuðum hefur verið
gott. Strandveiðibátarnir á Suður-
nesjum hafa nýtt sér það vel. Þeir
fá ekki aðeins þorsk heldur einnig
aðrar tegundir sem hækka afla-
verðmæti.
Dragnótabátar og djúpveiðar
Frekar rólegt hefur verið hjá drag-
nótabátunum. Siggi Bjarna GK og
Benni Sæm GK fóru ekki á sjó fyrr
en eftir vertíðarlok. Sigurfari GK
fór hins vegar austur að Skaftár-
ósum og fékk þar 43 tonn í aðeins
níu köstum. Það gerir tæplega
fimm tonn að meðaltali í kasti. Af
þeim afla voru 36 tonn steinbítur.
Í Sandgerði hafa einnig landað:
Aðalbjörg RE með 41,5 tonn í
þremur róðrum. Maggý VE með
32 tonn í tveimur róðrum. Margrét
GK með níu og þrjú tonn í tveimur
róðrum.
Línubátarnir flytja sig til
Flestir línubátarnir hafa fært sig
yfir í Grindavík. Veiðin í byrjun
maímánaðar var mjög góð en hefur
síðan dregið úr.
Fjölnir GK hefur landað 77,5
tonnum í fimm róðrum. Fyrsti
róðurinn var 20,8 tonn sem var
tvílandað. Síðasta löndun bátsins
var um sex tonn.
Óli á Stað GK hefur landað
20,7 tonnum í tveimur róðrum í
Sandgerði og 52 tonnum í fjórum
róðrum í Grindavík.
Gísli Súrsson GK hefur landað
68 tonnum í fimm róðrum, þar af
mest 19,7 tonn í einum róðri.
Auður Vésteins GK hefur landað
67 tonnum í fimm róðrum og mest
18,6 tonn í einni löndun.
Indriði Kristins BA hefur landað
25 tonnum í tveimur róðrum í
Sandgerði og 30 tonnum í þremur
róðrum í Grindavík.
Togararnir og netabátarnir
Nokkrir togarar hafa einnig landað
á svæðinu: Hulda Björnsdóttir
GK með 159 tonn í einni löndun í
Grindavík. Pálína Þórunn GK með
75 tonn í Sandgerði.
Í Keflavík hafa netabátarnir
verið virkir: Sunna Líf GK með
19,5 tonn. Addi Afi GK með 11,5
tonn. Halldór Afi GK með 17 tonn.
Allir hafa þeir landað fimm
sinnum og allir í Keflavík
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamaður: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Útlit og umbrot: Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Rétturinn
Ljúengur
heimilismatur
í hádeginu
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //
HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF
Heyrðu umskiptin,
fáðu heyrnartæki
til reynslu
HEYRN.ISvf is
Þú finnur allar
nýjustu fréttirnar
frá Suðurnesjum á
Þú finnur allt það nýjasta í
sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
Lumar þú á ábendingu um áhugavert
efni í Suðurnesjamagasín?
Sendu okkur línu á vf@vf.is
AFLAFRÉTTIR
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Með blokkum skal bæ byggja?
Fyrir rúmu ári síðan bjuggum við fjölskyldan í fjölbýlishúsahverfi í
Reykjavík, eftir að hafa flutt þangað vegna rýmingar í Grindavík, og
þá stóðum við frammi fyrir stórri spurningu: Hvar vildum við halda
heimili til framtíðar? Eftir að hafa skoðað valmöguleikana vandlega
kom ekkert annað til greina en Reykjanesbær. Það sem skipti mestu
máli var öflugt íþróttastarf, góðir skólar, samfélag þar sem bæjar-
búar þekkjast og taka virkan þátt og ekki síst raunhæft framboð af
sérbýli á heilbrigðu verði. Allt eru þetta lykilatriði sem skapa þau
lífsgæði sem við fjölskyldan viljum búa við og finnum sterkt fyrir hér
í Reykjanesbæ.
Í nýsamþykktri
h ú s n æ ð i s á æ t l u n
meirihluta Samfylk-
ingar, Framsóknar
og Beinnar leiðar í
Reykjanesbæ er gert
ráð fyrir að 95,4%
allra skipulagðra
íbúða á árunum
2024–2033 verði í
fjölbýlishúsum. Ég
verð að viðurkenna
að þegar ég las
þessa áætlun hélt ég
í fyrstu að um væri að ræða hús-
næðisáætlun Reykjavíkurborgar
– ekki Reykjanesbæjar. Hvernig
getur svona einhæf uppbygging
talist skynsamleg, þegar við viljum
skapa fjölbreytt samfélag með
raunverulegum valkostum?
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum sem býr í Reykjanesbæ að
uppbygging síðustu ára hefur að
miklu leyti verið í formi fjölbýlis-
húsa. Því vekur það furðu að nú sé
ætlunin að auka hlutfallið og stíga
nánast alfarið frá
öðru búsetuformi.
Enginn dregur í
efa að fjölbýli eigi
sinn stað í uppbygg-
ingu – en lykilatriðið
er jafnvægi. Við
þurfum blandaða
byggð þar sem fólk
hefur raunverulegt
val: hvort það vill
búa í blokk, rað-
húsi, parhúsi eða
einbýli. Með þessu
móti endurspeglast ólíkar þarfir
og óskir bæjarbúa og tryggt er að
samfélagið okkar þróist áfram á
fjölbreyttan og heilbrigðan hátt.
Skuggamynd af Reykjavík
Stefnan sem meirihlutinn boðar
nú virðist ekki byggð á framtíð-
arsýn – heldur hugmyndafræði
sem hentar kannski í þéttingar-
reitum Reykjavíkur, en á ekkert
erindi við ört vaxandi fjölskyldu-
vænt sveitarfélag eins og Reykja-
nesbæ. Því miður er þetta eitt
dæmi af mörgum um það hvernig
núverandi meirihluti hefur mark-
visst reynt að gjörbreyta bæjarsál
Reykjanesbæjar.
Ungt fólk og barnafjölskyldur
eiga sér margar þann draum að
eignast sérbýli og í sveitarfélagi
eins og okkar á sá draumur að
vera raunhæfur. Þegar einungis
4,6% íbúða sem byggðar verða
næstu árin eiga að vera sérbýli, þá
er verið að ýta þessum draumi út
fyrir seilingar allra nema þeirra
tekjuhæstu.
Reykjanesbær þarf stefnu sem
byggir á f jölbreyttu húsnæði,
metnaði í skipulagsmálum og virð-
ingu fyrir samfélaginu okkar. Við
verðum að átta okkur á þeim lífs-
gæðum og því samkeppnisforskoti
sem við í Reykjanesbæ búum við,
það er svo sannarlega engin ástæða
til að tefla í tvísýnu þessu forskoti á
höfuðborgarsvæðið með því að feta
í fótspor meirihlutans í Reykjavík.
Við eigum ekki að sætta okkur
við að vera skuggamynd af
Reykjavík – við eigum að vera við
sjálf.
Vilhjálmur Árnason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi og íbúi í
Reykjanesbæ.
HLJÓMAHÖLL
GORMUR
ROKKSAFN
MAGNAÐUR
ÖGN
RJÓÐ
HÚSIÐ
GARÐUR
LOGI
VORBOÐI
KURR
MARGÆSIR
FARFUGLAR
MYRKVI
FORSETI
GOLFVÖLLUR
RJÓMI
STORMUR
FÉLAGAR
SMURT
R
O
U
M
R
S
T
U
O
T
R
R
M
G
I
É
Ö
H
R
U
J
L
T
R
A
G
U
E
K
F
M
S
S
K
T
F
E
S
K
R
O
U
G
L
O
A
V
H
F
S
K
A
Ú
S
Ú
E
Ó
G
G
Ö
U
N
O
I
G
F
Þ
Ó
Ó
G
N
K
Ú
S
U
A
S
T
H
S
K
É
Þ
A
H
J
Þ
H
J
G
Ú
L
Ó
R
U
A
S
G
R
H
M
Æ
S
A
G
R
M
E
R
M
N
K
S
K
V
Ö
K
L
F
V
G
I
F
S
M
Ó
E
Ð
R
M
Ó
J
F
J
L
R
Ú
S
E
T
L
O
Ú
I
A
R
E
E
É
F
Ö
Ð
A
U
R
O
L
Y
U
E
N
É
G
D
L
L
Á
É
B
Ó
R
N
R
A
I
A
G
A
Ú
L
F
A
S
P
Ð
S
A
Æ
F
G
É
S
J
J
R
F
G
B
L
Ð
R
O
É
I
A
R
A
O
K
V
M
Æ
Æ
R
A
I
B
A
É
S
A
G
G
R
S
ORÐALEIT Finndu tuttugu vel falin orð
Gangi þér vel!
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM