Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2025, Side 8

Víkurfréttir - 14.05.2025, Side 8
 Ástkær eiginmaður og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR BJARNI GUÐBJÖRNSSON rafmagnstæknifræðingur, Steinási 12, 260 Reykjanesbæ, lést í fallega Hreiðrinu okkar í Grímsnesi 25. apríl 2025. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 13. Guðbjörn Karl Guðmundsson Inga Rósa Guðmundsdóttir Davíð Már Guðmundsson Bjarni Reyr Guðmundsson Hansína Guðmundsdóttir Jóhann Ingi Kristjánsson Júlía Svava Tello og barnabörn Guðveig Sigurðardóttir Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja fer fram fimmtudaginn 22. maí nk. klukkan 18:30 að Hafnargötu 57 Park Inn hótel. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar og velunnarar Krabbameinsfélags Suðurnesja eru hvattir til að mæta. Í nýútgefnum drögum að hönnunarhandbók fyrir Hafnargötu í Reykjanesbæ er lögð fram metnaðarfull framtíðarsýn um hvernig þessi mikilvæga gata – gjarnan kölluð „Lífæðin“ – geti þróast í lif- andi, öruggt og aðlaðandi borgarrými. Verkefnið byggir á greiningu núverandi aðstæðna og leggur fram tillögur að skipulagi, efnisvali, lýsingu, gróðri og tengingum sem miða að því að efla miðbæinn sem hjarta mannlífs og þjónustu í bænum. Drög að hönnunarhandbókinni voru kynnt á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanes- bæjar. Tilgangur skipulagsins er að styrkja, treysta og setja stefnu um uppbyggingu og yfirbragð svæðisins. Lífæð miðbæjarins – áhersla á öryggi og vistvæni Hafnargata er kölluð „Lífæðin“ í handbókinni og gegnir lykilhlut- verki í ásýnd og samgöngum bæj- arins. Gert er ráð fyrir að hún verði einstefnugata norður frá Tjarnar- stíg, með 30 km hámarkshraða, og 15 km hraða þar sem einstefnan tekur við. Áhersla er lögð á gang- andi og hjólandi umferð, öruggar þveranir og sjálflæst göturými án umferðarljósa. Skýr stefna um ásýnd og aðgengi Handbókin leggur upp með sam- ræmt efnis- og litaval í yfirborðs- efnum og götugögnum. Gang- stéttir verða að lágmarki 2,5 metra breiðar, hjólastígar 1,8 metra og aðskildir frá gönguleiðum. Rýmin verða gerð aðgengileg með römpum og öðrum lausnum þar sem hæðarmunur er fyrir hendi. Tengingar og bílastæði – í takt við framtíðina Sérstök áhersla er lögð á tengingu við Ægisgötu og heilsustígakerfi. Bílastæði verða færð niður í jarð- veginn, m.a. í bílakjallara undir ný- byggingum, til að rýma fyrir gróðri og dvalarrýmum. Bílastæði á yfir- borði verða lögð með gegndræpum efnum og hönnuð með aðgengi og öryggi í huga. Mannlíf, gróður og upplifun Handbókin styður við virkt götulíf með sýnilegri starfsemi á jarð- hæðum, góðri lýsingu og fjölbreyti- legum rýmum. Gróður verður nýttur til að bæta loftgæði og skapa skjól, og blágrænar lausnir nýttar til að hreinsa ofanvatn og minnka flóðahættu. Miðbær sem líflegur áfangastaður Þessi vinna við Hafnargötu er liður í stærra ferli við að móta miðbæ Reykjanesbæjar sem lifandi og sjálfbært borgarrými. Lögð er áhersla á samspil samgangna, gróðurs og mannlífs, og að götur verði meira en bara leiðir – heldur staðir þar sem fólk vill dvelja, versla og njóta. Hafnargata fær nýtt líf FRAMTÍÐARSÝN FYRIR MIÐBÆ REYKJANESBÆJAR REYKJANESBÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is MIKIL ÁHERSLA LÖGÐ Á UMFERÐARÖRYGGI OG VERND ÚTIVISTARSVÆÐA Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur staðfest að út- færsla A sé vænlegasti kosturinn við hönnun nýrra gatnamóta Njarð- arbrautar, Fitjabakka og Bergáss. Þetta kom fram á fundi ráðsins þann 9. maí þar sem farið var yfir samantekt forsendna og mat á valkostum umferðarmannvirkja á svæðinu. Í bókun ráðsins segir að útfærsla A skori hæst þegar litið er til um- ferðarflæðis, öryggis og hagkvæmni – bæði með tilliti til kostnaðar og framkvæmdatíma. Valkostur B, sem einnig var til skoðunar, er sagður dýrari í framkvæmd, veita minni ávinning í öryggismálum og raski auk þess opnu útivistarsvæði sem nýtur hverfisverndar. Fyrsti hluti samgöngubóta á svæðinu verður hringtorg við gatnamót Njarðarbrautar og Fitja- bakka. Ráðið leggur ríka áherslu á að þessi framkvæmd komist sem fyrst á framkvæmdatöflu, enda sé hún lykilatriði í að bæta flæði og öryggi umferðarmynsturs í og við Ásahverfið. Í framhaldinu mun verða unnið að hönnun nýrra gatnamóta við Grænás og lausna við gatnamót Njarðarbrautar og Bergáss. Einnig verður horft til betri tenginga við Ásahverfið í heild. Lagt er upp með að ljúka hönnunarvinnu fyrir Grænás á árinu 2025. Markmið með verkefninu í heild er að auka umferðaröryggi, bæta aðgengi og tryggja að nær- samfélagið haldi sínum útivistar- svæðum og hverfisvernd. Séð yfir svæðið sem um ræðir. VF/Hilmar Bragi Hringtorg fyrsta skrefið við Fitjar Vinnslutillaga að deiliskipulagi fyrir Breiðbrautarreit á Ásbrú liggur nú fyrir og markar mikilvægt skref í þróun svæðisins. Til- lagan, sem unnin er af Stúdíó Jæja fyrir hönd Kadeco, tekur til reits sem afmarkast af Lindar-, Grænás- og Breiðbraut og miðar að því að skapa fjölbreytta og vistvæna byggð í nánum tengslum við sér- kenni svæðisins. Í tillögunni kemur fram að lögð sé sérstök áhersla á að skapa græna, gönguvæna og skjólsæla byggð sem taki mið af þeirri áhugaverðu sögu sem Ásbrú hefur. Þar sem áður voru byggingar sem þjónuðu hersetu, er nú unnið með metnaðarfulla sýn á fjölbreytta íbúðabyggð sem fellur vel að stað- bundnum aðstæðum. Nýbyggingar munu skapa skjól fyrir ríkjandi norðan- og austanátt, en opnast til suðurs og vesturs – sem tryggir björt útsýni og betri nýtingu á sól og útivistarsvæðum. Skapar nýja ásýnd með tengingu við rætur svæðisins Samkvæmt hugmyndafræði til- lögunnar er byggðamynstrið fjöl- breytt og mótað með skýrum sjón- ásum á milli ólíkra svæða innan reitsins. Þetta á að stuðla að upp- lifun af rýmum í manneskjulegum kvarða og bjóða upp á marga möguleika til samveru, leiks og útivistar í sameiginlegum svæðum. Við hönnunina er einnig tekið mið af eldri byggingum sem þegar standa á Ásbrú og víða má finna húsagerðir sem henta vel í samspil við nýja byggð. Umhverfið er þó á köflum berangurslegt og því er markmiðið að þétta og móta það á mannvænan hátt. Nýtt byggða- mynstur mun byggja upp skjól- góðar og aðlaðandi götur, torg og opnar tengingar milli svæða þar sem gangandi og hjólandi eiga greiða leið. Þróun í takt við rammaskipulag og staðaranda Í lýsingu verkefnisins kemur fram að vinnan sé unnin í anda þeirra markmiða sem sett voru fram í rammaskipulagi fyrir Ásbrú. Þar er áhersla lögð á að tryggja vist- væna byggð með grænum teng- ingum, fjölbreytilegri húsagerð og opnum útirýmum sem styrkja mannlíf og samfélag. Reiturinn verður þéttur, en án þess að missa sveigjanleika í útfærslum. Þeir staðir þar sem götur, stígar og hús koma saman eru mótaðir með tilliti til ríkjandi vindátta, birtu og landhalla – og eru nýbyggingar aðlagaðar með Breiðbrautarreitur á Ásbrú glæddur nýju lífi 246 ÍBÚÐIR Í FJÖLBREYTTRI OG SKJÓLGÓÐRI BYGGÐ Helstu tölur og stærðir: Fjöldi íbúða: 246 Fjöldi bílastæða: 290 Byggingarmagn: 26.386 m² 8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.