Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2025, Side 9

Víkurfréttir - 14.05.2025, Side 9
„Við viljum fagna með bæjarbúum og kveikja nýja von um uppbygg- ingu og samveru á Vatnsnesinu,“ segir Steinþór Jónsson, stofnandi Hótel Keflavík, sem ásamt eiginkonu sinni Hildi og dætrum þeirra heldur utan um nýjan viðburð sem ber nafnið Vor á Vatnsnesi. Há- tíðin verður haldin um helgina og markar bæði afmæli hótelsins, sem opnaði 17. maí 1986, og nýtt upphaf í þróun svæðisins við Vatnsnes. „Markmiðið er einfalt – að skemmta okkur og öðrum í upp- hafi sumars,“ segir Lilja Karen, dóttir hjónanna, sem ásamt systur sinni Unni Maríu, tekur virkan þátt í rekstri hótelsins. „Við viljum bjóða upp á gleði, menningu og upplifun fyrir alla aldurshópa og með þessari hátíð vonumst við til að leggja grunn að árlegri bæjar- hátíð.“ KEF fjölskyldan horfir til framtíðar Í samtali við Víkurfréttir leggja hjónin og dæturnar áherslu á að Vor á Vatnsnesi sé hluti af stærri sýn. „Við trúum á framtíð Vatns- nessins sem nýs miðbæjarkjarna,“ segir Unnur María. „Við höfum fjárfest í lykileignum, eins og gamla Olís-húsinu og Framnesvegi 29, og sjáum fyrir okkur svæði þar sem KEF SPA, KEF Restaurant og Hótel Keflavík tengjast í upplifun, þjónustu og menningu. Við köllum þetta KEF CENTER.“ „Þetta er draumur sem á rætur að rekja aftur til 1995, þegar pabbi og afi okkar, Jón William, horfðu fyrst til þessara lóða með framtíð hótelsins í huga,“ bæta þær við. Dagskrá fyrir allt samfélagið Hátíðin hefst á fimmtudag með konukvöldi í KEF SPA og afmælis- matseðli í KEF Restaurant. Föstu- dagurinn býður upp á listasýningu í Vatnsneshúsinu, 80’s kvöld í heilsulindinni og tónlist með Kósý- bandinu. Á laugardag fer fram Moët kampavínshlaup, verðlaunaaf- hending með Lúðrasveitinni og skemmtun fyrir börnin með hoppuköstulum og matarvögnum. Kvöldið endar á Eurovision partýi í KEF SPA. Á sunnudag er fjöl- skyldudagur með barnabröns og sýningu Leikhópsins Lottu. „Við erum þakklát fyrir traust bæjarbúa í gegnum árin,“ segir Hildur. „Við viljum með þessari hátíð sameina gömlu rótina og nýja drauma – og við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin.“ Steinþór bætir við með brosi: „Ég lofa sól alla dagana – og stend við það, eins og áður.“ Dagskrá afmælishátíðarinnar má sjá á vefnum www.kef.is/vor- avatnsnesi Vor á Vatnsnesi: „Sameina gömlu rótina og nýja drauma“ HÓTEL KEFLAVÍK FAGNAR 39 ÁRA AFMÆLI MEÐ NÝRRI BÆJARHÁTÍÐ OG FRAMTÍÐARSÝN FYRIR MIÐBÆINN Hafnargata fær nýtt líf FRAMTÍÐARSÝN FYRIR MIÐBÆ REYKJANESBÆJAR Breiðbrautarreitur á Ásbrú glæddur nýju lífi Hildur og Steinþór fyrir framan Vatnsnesið sem hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. því að opnast eða hliðrast í takt við núverandi aðstæður. Þannig nýtist reiturinn sem heild og býður upp á fjölmargar rýmisupp- lifanir, þar sem áhersla er lögð á sjónræna samfellu og samhengi milli nýs og gamals. Kynningu á vinnslutillögunni er nú lokið og hefur Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar veitt heimild fyrir því að vinna megi fullgilda deiliskipulagstillögu í samráði við skipulagsfulltrúa bæj- arins. Þar með hefst næsta skref í hönnunar- og samráðsferlinu, þar sem tillagan verður þróuð frekar með áherslu á framkvæmdahæfni, ásýnd og samspil við nærliggjandi byggð. Tilgangur skipulagsins er að styrkja, treysta og setja stefnu um uppbyggingu og yfirbragð svæðisins. VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.