Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2025, Page 15

Víkurfréttir - 14.05.2025, Page 15
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15 Veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta á laugardaginn en þá var merkilegur atburður í Grindavík, knattspyrnulið bæjarins var að leika fyrsta heimaleik í íþrótt síðan fyrir hamfarirnar í nóvember 2023. Knattspyrnudeildin lagði mikið í daginn, hoppukastalar og kandýfloss fyrir krakkana, grillaðir borgarar og til að ganga úr skugga um að veðrið yrði gott, var tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð fenginn til að skemmta. Haukur Einarsson var hálf meir á þessum t í m a m ó t u m , að sjálfsögðu var spjallið við hann tekið inn í gula húsinu s v o k a l l a ð a , sem var reist árið 1986 af for- kálfum knatt- spyrnudeildarinnar. Sál í húsinu „Það er mikil sál í þessu húsi, hér ólst maður upp má segja. Þetta er frábær dagur myndi ég segja, það er ofboðslega gaman að geta leikið aftur hér í Grindavík og myndi ég segja að dagurinn hafi tekist full- komlega, eina sem vantaði var sigur í leiknum en hann kemur bara næst. Það skal alveg viðurkennt að þetta er búið að vera mjög erfitt frá rýmingu 2023, stundum vorum við alveg við það að bugast en við gáfumst aldrei upp og ég er rosa- lega stoltur af samfélaginu mínu, af fólkinu mínu. Allt sem ég á í dag er vegna Grindavíkur, þess vegna er maður að leggja þetta á sig. Róðurinn hefur verið ansi þungur oft á tíðum en vonandi sjáum við fram á bjartari tíma. Þetta var erfitt í fyrra, við getum seint full- þakkað Víkingunum sem hýstu okkur í Safamýrinni og við fengum aðstoð margra annarra félaga, þau gripu okkur má segja og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Stemningin fyrir liðunum okkar náðist bara aldrei á neitt flug, við vorum ekki „heima“ og við settum stefnuna strax á að geta leikið heimaleikina hér í Grindavík og eru al l ir himinl i fandi hér í dag. M a r k m i ð o k k a r f y r i r s u m a r i ð e r held ég bara að njóta, við ætlum að gera okkar besta og munum gera okkar til að laða Grindvíkinga til að koma í gamla heimabæinn, koma á leik og hitta fólkið sitt. Við erum að gera þetta fyrir Grindvíkinga, ég vona að fólk muni líta á þetta eins og hefur verið hjá körfuboltaliðunum, að sýna sig og sjá aðra Grindvíkinga,“ sagði Haukur. Lék á gamla malarvellinum Hjálmar Hallgrímsson var einn lykilmanna knattspyrnu- og körfu- knattleiksliða Grindavíkur en und- anfarið hefur hann staðið í broddi fylkingar í bæjarstjórnarmálum Grindvíkinga. „Ég spilaði eitthvað um 300 knattspyrnuleiki og þótt ég hafi ekki leikið á þessum grasvelli, þá á ég góðar minningar því áður en grasið kom var hér góður malar vö l lur, það var gaman þegar bílunum var lagt með- fram hliðar- línunni. Þetta v o r u g ó ð i r tímar en sem betur fer er aðstaðan orðin allt önnur í dag. Þetta er frábær dagur, það er frá- bært að fá liðið aftur heim, ég lít á þetta sem táknrænt merki í endur- reisn bæjarins. Það er frábært að sjá allt þetta fólk, maður skynjar vonina í brjósti fólks, sumarið er framundan og Sjóarinn síkáti, svo nú verður þetta bara upp á við hjá okkur, það er ég sannfærður um. Svo vona ég að mínir menn geri Stakkavíkurvöllinn að vígi og það verði erfitt fyrir andstæðinginn að mæta Grindavík, eins og var þegar ég spilaði,“ sagði Hjálmar. Meyr vallarstjóri Gunnlaugur Hreinsson gengdi stöðu vallarstjóra Grindavíkur- vallar um tíma en var búinn að láta af störfum sökum aldurs en var meira en til í að hjálpa knatt- spyrnudeildinni við að koma Stakkavíkurvellinum í stand fyrir sumarið. Hann átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar á þessum merka degi. „Ég er ofboðslega glaður, það er frábært að sjá alla þessa Grind- víkinga og ég verð bara meyr þegar ég hugsa um þetta. Ég var vallarstjóri fram í janúar 2023 og þá áttu heldri árin einfaldlega að taka við með alls kyns ævintýrum en þau urðu heldur betur öðru- vísi. Þetta er búinn að vera erfiður tími, það fer vel um okkur í Hvera- gerði en við söknum Grindavíkur. Það var engin spurning í mínum huga að svara kalli Hauks og fé- laga í knattspyrnudeildinni og hef ég ekið hingað daglega með bros á vör undanfarnar tvær vikur. Við slógum völlinn af og til í fyrra svo hann færi ekki í algera órækt og ég held að hann sé upp á sitt besta hér í dag. Mín vinna undanfarið hefur verið að koma öllu í stand, finna út hvar línurnar eiga að vera, setja net í mörkin, koma vélum í gang o.s.frv. Starfsmenn Golf- klúbbs Grindavíkur munu sjá um sláttinn á vellinum en þessi völlur hefur alltaf verið talinn mjög góður grasvöllur, það verður enginn knattspyrnumaður svikinn af því að leika á Stakkavíkurvellinum í sumar. Varðandi leik dagsins þá hef ég bara enga tilfinningu fyrir því hvernig hann fer, mér finnst úr- slitin í raun vera algert aukaatriði, aðalatriðið er að við erum að leika Meistaramæðgin úr Grindavík Tilfinningaflóð á fyrsta heimaleik í Grindvík frá rýmingu GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Adam Árni Róbertsson skorar þriðja mark UMFG. Það er kannski við hæfi að geta föðursins, Þorvaldar Sæmunds- sonar en hann þótti og þykir jafnvel ennþá, ansi liðtækur snóker- spilari. Valdi hafði einkar gott lag á því að „batta“ ofan í [hvítu kúlu skotið í aðra kúlu sem fer af batta í gat á móti battanum] en nokkuð mikil snóker-menning var í gangi í Grindavík í kringum 1990 og þá skein sól snóker-spilarans Valda Sæm hvað hæst. Hvert veit nema hann muni endurvekja snóker- íþróttina í Grindavík og því skyldi hann ekki einhvern tíma verða kjörinn íþróttakarl Grindavíkur en nóg um pabbann, hvar liggja íþróttarætur móðurinnar? Íþróttabakgrunnur „Ég er með talsverðan íþrótta- bakgrunn, ég stundaði bæði frjálsar íþróttir og handbolta í Ár- bænum. Ég var t.d. í úrtakshópi fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000, ég keppti bæði í spjót- kasti og kringlu svo það að kasta pílu er ekki það fyrsta sem ég geri í íþróttum. Ég held að það geti skipt máli hvort viðkomandi er með grunn í öðrum íþróttum, þetta þekkjum við t.d. í golfíþrótt- inni, knattspyrnumenn t.d. sem leggja golf fyrir sig að loknum knattspyrnuferlinum, eru venju- lega fljótari að komast upp á lagið með golfið en aðrir en svo eru auðvitað sumir sem eru bara með þetta í sér. Ég var nokkuð fljót að tileinka mér pílutæknina en ég byrjaði bara sem „pílumamma“ sem fylgdi syni sínum á mót og keyrði á æfingar. Síðan gerðist það fyrir u.þ.b. fjórum árum að önnur „pílumamma,“ Sandra Dögg sem sjálf var byrjuð að kasta, bauð mér á prufukvöld og ég hef í raun ekki litið til baka síðan þá. Þess má geta að Sandra er makkerinn minn í dag í tvímenningi. Ég hef náð ágætis árangri á árinu, er með tvo Íslandsmeistaratitla og stefni á fleiri ásamt góðum árangri í öðrum mótum. Ég var t.d. önnur stigahæst kvenna á landinu í fyrra á stigalista ÍPS. Við Alexander erum saman í landsliðinu, það er sko ekki leiðin- legt að vera þar með honum. Ég er með stór markmið og ætla mér að ná langt í íþróttinni. Ef ég er alveg heiðarleg þá átti ég ekki von á að eiga möguleika á að hljóta þessa nafnbót, Íþrótta- kona Grindavíkur. Alexander var líka kjörinn íþróttamaður Grinda- víkur í fyrra og ég lét mig ekki einu sinni dreyma um að við myndum hljóta þessa nafnbót saman ein- hvern tíma. Þess vegna er þetta ofboðslegur heiður, ég var í skýj- unum bara með að vera tilnefnd en að hljóta svo nafnbótina og deila þessum heiðri með syni mínum er æðislegt!“ Komst strax í landsliðið í pílu Alexander Veigar hlaut hefð- bundið íþróttauppeldi í Grindavík og æfði bæði körfuknattleik og knattspyrnu. Fyrir rýmingu var Pílufélag Grindavíkur búið að opna glæsilega aðstöðu í nýju íþróttamannvirki Grindavíkur og voru æfingar hafnar hjá börnum og unglingum. Alexander var einnig efnilegur í knattspyrnu og var orðinn u.þ.b. sextán ára þegar hann setti knattspyrnuskóna upp í hillu og einbeitti sér af körfu- knattleiknum. Hann byrjaði hins vegar að æfa pílukast um þrettán ára, það var svipað hjá honum eins og mömmu hans, Alex Máni vinur hans sem einmitt er sonur Söndru Daggar, dró hann á æfingu með sér. Körfuknattleikur og píla fara mjög vel saman að mati Alexanders en stundum þarf körfuknattleik- urinn að víkja þegar þetta tvennt skarast. „Ef maður spáir í það, þá gilda svipuð lögmál í körfuboltaskoti og pílukasti, þetta svokallaða „follow-through“ [láta kast- eða skothöndina fylgja hreyfingunni í gegn]. Hingað til hefur körfu- boltinn verið númer eitt hjá mér en ég f inn hvernig skiptingin er að verða nær 50/50. Það eru ýmis tækifæri fyrir mig til að ná árangri í pílukasti og nú þegar hef ég keppt erlendis og ég hef þá trú á mér að ef ég held áfram að æfa og æfi eins og þeir bestu, geti ég náð langt í pílunni. Ég var valinn í landslið fullorðinna 2023 og hef verið þar síðan eftir að hafa verið í landsliði unglinga U-18 síðan ég var þrettán ára og nýbyrjaður að æfa pílu. Meðal móta sem ég hef unnið undanfarið er Reykjavík International Games tvö ár í röð, var stigahæsti karlinn á stiga- lista IPS, sigraði Grindavík Open, Sjally Pally og komst í undanúr- slit í Euro tour í Riga. Einnig varð ég annar af tveimur Íslendingum sem skrifuðum söguna þar sein- ustu helgi þegar við komumst í úrslit á Iceland Open en það er í fyrsta skipti sem Íslendingum tekst það. Svo urðum við hjá Pílufélagi Grindavíkur Íslandsmeistarar félagsliða þriðja árið í röð. Pílu- félag Grindavíkur vann allar hugsanlegar liðakeppnir, bæði einmenning og tvímenning, m.a. skoruðum við karlaliðið 240 stig í úrslitaleiknum sem er nokkuð sérstakt myndi einhver segja í ljósi póstnúmers bæjarins. Þetta segir okkur hversu framarlega við Grindvíkingar stöndum í pílunni á landsvísu. Markmið mitt í píl- unni nær lengra en verða Íslands- meistari, ég ætla mér að komast í atvinnumennsku og tel það raun- hæft markmið. Við mamma erum afskaplega stolt yfir því að vera íþróttakarl og -kona Grindavíkur árið 2024,“ sagði Alexander.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.