SÁÁ blaðið - apr. 1984, Blaðsíða 4

SÁÁ blaðið - apr. 1984, Blaðsíða 4
4 EF BJÓRINN VERÐUR LEYFÐUR HVAÐ GERIST? Gunnar Björnsson: „Álíka gáfulegt og hafa hunda í banni — þessa heims og annars“ Þegar afi minn, sem lengi keyrði nœturlœknana í Reykjavík og nú er orðinn 93 ára, — þegar hann var eitthvað milli tektar og tvítugs, vann hann um eitt skeið við húsasmíðar hjá nafntoguðum meistara hér í bœnum. / þann tíð fóru húsbyggingar fram ögn öðruvísi en nú er, eða það ímynda é% mér að minnsta kosti. Eg geri mér í hugarlund, að það hafi ekki verið alveg eins mikill hávaði í krönum og vöru- bílum og hrœrivélum og nú er og líklega voru húsin flest hver ekki eins stór eða að minnsta kosti ekki eins há og þau, er nú rísa. Það er ekki eins alvarlegt mál að detta ofanaf lágu húsi og háu og maður verður síður undir stórvirkum vinnuvélum, ef þœr eru hvergi nœr. Þess vegna held ég það sé hœttulegra og einhvern veginn há- vaðasamara að stunda byggingavinnu núna en þegar afi var á táninga- aldrinum. Nema hvað meistarinn átti það til að segja við afa, svona um tíuleytið á morgnana: „Heyrðu Gunni, hlauptu og sæktu mér tvo öl“ (orð- ið „öl“ er hér karlkyns, en tekur ekki íslenskum beygingarending- um; það er hægt að segja t.d. „það var góður öl, sem ég fékk hjá hon- um Marínó í gær“ ellegar orðið get- ur bætt við sig ákveðnum greini og þá er sagt: „þú hefur orðið svona af ölinum, sem þú drakkst í morgun"). Afi sótti ölana og meistari hans lét gróskufullan drykkinn streyma sér um strjúpa, kannski í sífellu eða kannski með því að treina sér hann. Svo var farið í hádegismat, borðað- ur middagur, sem kallað var. Eftir middag kallaði meistarinn enn í afa: „Hlauptu Gunni og sæktu mér tvo öl í viðbót". Eftir síðdegiskaffið kom meistarinn ekki til vinnu af einhverjum ástæðum. Punkturinn í þessari sögu er ef til vill sá, að þeim er kneyfa bjór í vinnunni, hættir kannski til að verða minna úr verki en allsgáðum mönnum. Við fengum þær fréttir úr Danmörku, að þar yrðu oft vinnuslys af sökum bjórdrykkju á starfsvettvangi. Ef við kæmum bjórnum á hjá okkur, þyrftum við að minnsta kosti að gæta þess, að hann yrði nógu asskoti dýr, svo að við hylltumst ekki til að kaupa okk- ur þetta fimmtán — tuttugu bjóra á dag. Ég er andvígur áfengisneyslu barna og unglinga og vildi þess vegna, ef til kæmi, selja bjórinn í vínbúðinni en ekki krambúðinni. Ég hef stundum farið með kon- unni minni suður til Weimar í Aust- ur-Þýskalandi að horfa á allra- handa kennslu (söngur, hljóðfæra- leikur o.s.frv.) Austur-Þjóðverjar setja bjórinn á hálfpottsflöskur og selja þetta í matarbúðum. Oft má sjá fólk gæða sér á einsog einum bjór með kvöldmatnum á þessum hreintrúarlegu matsölustöðum, þar sem þjónarnir eru svo strangir, að manni líður eins og feimnu ferm- ingarbarni, þegar maður stynur því upp hvort þeir hafi borð og hvort maður geti fengið að éta. Ég man ekki eftir að hafa séð drukkinn mann í Austur-Þýskalandi, hvorki á götum úti, á gildaskálum eða í járn- brautarlestum. Það helgast líklega af því, að þarna er fólkið ekki orðið alveg eins nautnasjúkt og við. Líklega þýðir ekki að banna með Iögum jafn útbreiddan drykk og bjórinn, öðruvísi en að það valdi almennri óánægju. Það er trúlega álíka gáfulegt, þegar til lengdar læt- ur, og að hafa hunda í banni, þessa heims og annars. En það væri leið- inlegt, ef bjór yrði til þess að auka áfengisneyslu á íslandi, og fjölga slysum. Nog er nú samt. Gunnar Björnsson r- Omar Ragnarsson: Þjóðin taki ákvörðun að vel athuguðu máli Enn er bjórinn á ferðinni i íslenskri umrœðu, og enn greinir menn á, hvar draga eigi þá línu, sem óhjá- kvœmilega verður að draga í áfengismálum. Ég er í flokki í þeim litla minni- hlutahóps meðal þjóðarinnar, sem hvorki finnst það áhættunnar virði né peninganna að neyta vanabind- andi vímugjafa af neinni tegund. Ég hef hingað til efast um, að innreið áfengs öls yrði til bóta í ís- lensku þjóðlífi. Vitanlega er það samt þversögn, að banna sterka bjórinn en leyfa létt vín af svipuðum styrkleika. En á það er að líta, að aldrei verð- ur hægt að draga línuna milli þess, sem leyft er, og þess, sem er bannað án þversagnar. Ætli það verði ekki talið skjóta skökku við eftir innreið sterka bjórsins að menn kaupi heilu bjórkassana í rikinu og séu svo að drekka þetta í belg og biðu, þegar heim er komið í stað þess að geta keypt þetta úti í búð eins og erlend- is. Það eru nefnilega aðeins tvær leiðir til þess að afgreiða áfengis- málin án þversagnar. Annars vegar að gera vín og aðra vímugjafa út- læga eða þá hitt að leyfa alla vímu- gjafa hömlulaust. En hvað um það. Sjálfsagt er að meirihlutinn ráði, og reynt sé að draga línuna þar, sem fiestir sætta sig við. Ný sjónarmið eru nú að ryðja sér til rúms hjá allstórum hópi fólks, einkum ungs fólks. Þessi hópur er hlynntur líkams- rækt og hollustufæði og kýs fremur létt vín eða áfengi heldur en sterk vín. Ég óttast því ekki, að sterkur bjór hafi slæm áhrif hjá þessu fólki, en hins vegar virðist reynsla annarra þjóða af slökun á hömlum í sölu á öli og áfengi ekki gæfuleg, hvað unglingana snertir. Öllu verr Iíst mér á sterka bjórinn á vinnustöðunum. Ég kynntist danskri bjórmenn- ingu svokallaðri á vinnustað í danska sjónvarpinu, meðan ég vann þar í þrjár vikur árið 1973. Þessi menning var I stuttu máli sú, að mannskapurinn nánast gekk fyrir bjór allan vinnutímann og var mildur af áhrifum daginn út og daginn inn. Ölið var keypt í kassavís r Arni Gunnarsson: „Trúi því ekki lengur að hægt sé aö kenna fólki að drekka" „Bjór eða ekki bjór. Það er spurningin!“ Og mikið óstjórnlega er búið að deila um þennan drykk. Enn á ný er umrœðan haf- in, röksemdir með og á móti eru svipaðar og áður. Við erum engu nœr niður- stöðunni. Sú hugmynd hefur hvað eftir annað skotið upp kollinum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll. Þar með hefur Alþingi létt af sér þeirri ábyrgð, að þurfa að taka ákvörðun. Þá verður auðvitað sagt um alþingismenn, að þeir þori ekki að taka ákvörðun. Og ef þeir taka ákvörðun verður sagt, að alltaf séu þessir skarfar að reyna að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Sumir segja bjór hættuminnstan áfengra drykkja. Menn verði bara saddir og syfjaðir. Þeir fari heim, hátti ofan í rúm (ef þeir hafa ekki verið heima) og fari að sofa. Menn verði ekki árásargjarnir af bjór- drykkju og með henni komi kráa- menning. Þessar fullyrðingar verð- ur hver einstaklingur að meta sam- kvæmt reynslu sinni af bjórdrykkju og annarri áfengisdrykkju. Aðrir segja, að bjórinn verði við- bót við allt annað áfengi, sem fyrir er i landinu. Hann verði auk þess hættulegur ungu fólki, meira muni bera á þjóri, og sem afréttari fyrir veiklundaða verði hann ákaflega freistandi. Það sé ekkert mál að fá sér einn öllara. Flestir kannast við alla þessa röksemdafærslu. En nú á ég að svara því hvort ég sé hlynntur bjórn- um eða ekki. Þegar ég svara þessari spurningu geri ég það á þeim forsendum, að ofneysla áfengis er stærsta félagslega vandamál, sem íslendingar eiga nú við að stríða. Það kostar okkur meiri útgjöld til heilbrigðiskerfisins en nokkur sjúkdómur, sem við er að stríða. Þrátt fyrir miklar tekjur af sölu áfengis, tapar ríkið á henni, þegar reikningarnir hafa verið gerðir upp. Mínar forsendur eru einnig þær, að ég trúi þvi ekki Iengur, að það sé hægt að kenna fólki að drekka. Menn hafa gjarnan Iitið til drykkju- siða Frakka og Dana, en nýlegar heilbrigðisskýrslur sýna, að sjúk- dómar af völdum ofneyslu áfengis eru hvergi meiri en einmitt hjá þess- um tveimur þjóðum. Hvert skal þá litið eftir fordæmum, eða þekkingu á því hver sú eina sanna aðferðsié við neyslu áfengra drykkja? Ekki veit ég.

x

SÁÁ blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÁÁ blaðið
https://timarit.is/publication/2069

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.