SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 12
t2
Hendrik „Binni“ Berndsen
formaður SÁÁ tekinn tali
Fyrir níu árum var Binni lifandi dauður
eins og hann orðar það sjálfur. í 12 ár hafði
hann þvælst milli stofnana í árangurslausri
leit að bata við áfengissýki sinni. 19 ára fór
hann í sínu fyrstu meðferð á Flókadeildina.
Þá var meðalaldur drykkjusjúklinga þar
50-60 ára. Fjórtán sinnum dvaldist hann á
Kleppsspítala vegna drykkju. Á þessum
drykkjuárum eignaðist hann fjölskyldu,
húsnæði og fyrirtæki og glataði einnig öllu
saman. Síðustu drykkjuárin lifði hann ein-
ungis fyrir áfengi og hans bestu vinir og
læknar voru gjörsamlega búnir að gefast
upp á honum. Að lokum tilkynntu geðlækn-
ar honum að hann væri geðveikur. „Þá varð
ég fegnastur allraý segir Binni. „Með þessa
uppáskrift upp á vasann gat ég drukkið
sleitulaust.“ Binni brosir og kveikir sér í nýrri
sígarettu.
Og Binni drakk sig næstum því til heljar.
Hann fór alla þá leið sem alkóhólisti getur
farið án þess að láta lífið. Hann reyndi
sjálfsmorð og hann lifði af deleríum
tremens. En honum tókst að stöðva drykkj-
una og hann hefur verið edrú í níu ár.
Sjálfur segir hann svo frá kraftaverkinu:
„Eg var staddur upp á mínum vanalega
morgunbar eftir svefnlitla nótt þegar maður
gefur sig á tal við mig og sagðist hafa hitt
Hilmar Helgason í flugvél frá Bandaríkjun-
um. Hilmar hafði verið edrú. Þessu trúði ég
ekki. Ég hafði verið fastur drykkjufélagi
Hilmars árum saman og þekkti drykkju
hans. En þetta var rétt. Hilmar hafði leitað
sér lækninga á Freeport-spítalanum annar
íslendinga og tekist að stöðva drykkju sína.
Nokkrum dögum síðar kom Hilmar að máli
við mig og til að gera langa sögu stutta:
Hann flaug með mig vestur um haf og ég
dvaldist á Freeport í sex vikur.
Meðan á dvalartíma mínum í Bandaríkj-
unum stóð, kom Hilmar fimm, sex sinnum
með nýja sjúklinga og við tókum að ræða
þennan stórkostlega hlut og fylltumst báðir
óskhyggju að stuðla að því að aðrirfengjp
þetta makalausa tækifæri sem við hefðum
fengið.
Eitt þúsund félagar
— Enginn Sjóður
Þannig fæðist fyrsta hugmyndin að SÁÁ.
En enn var langt í land. Hilmar og Binni
tóku nú ótrauðir við að ferja íslendinga yfir
Atlantsála til Freeport. Anna Guðmunds-
dóttir, sem Binni kallar „guðmóðir okkar“
bjó á Long ísland og sýndi þessari starfsemi
mikinn áhuga; ók sjúklingum milli flugvall-
ar og spítala, skaut yfir þá skjólshúsi og
greiddi götur þeirra á allan hátt. Hugmynd-
in að samtökum styrkist þegar Anna ýtti
undir stofnun Freeport-klúbbsins svo-
nefnda; félag íslendinga sem Ieitað höfðu
sér lækninga á Freeport—spítalanum.
Stofnendur klúbbsins voru um 40 talsins. A
þessum tíma kom Ewald Berndsen, þekktari
sem Lilli, úr meðferð. Binni segir um frænda
sinn: „Við höfðum áhyggjur af Lilla því við
vissum ekki hvað hann ætlaði að taka sér
fyrir hendur þegar hann var orðinn edrú. Þá
var það sem hugmyndin fæddist um hús,
eða heimili fyrir alkóhólista sem komnir
voru úr meðferð en höfðu ekkert þak yfir
höfuðið. Við ræddum við ýmsa ráðamenn,
m.a. Albert Guðmundsson. Albert hélt mál-
inu vakandi, og að lokum gengu Hilmar,
Lilli og ég á fund Birgis ísleifs borgarstjóra
og lögðum þá fyrirspurn fyrir hann hvort
borgin gæti keypt hús í umræddum tilgangi.
Þetta varð úr og fyrir valinu varð Ránargata
6. Lilli og ég hófumst handa við að innrétta
húsið og hann rekur það með sóma enn
þann dag í dag. Þarna var dvalarrými fyrir
12 menn. Borgin keypti síðar tvö hús í viðbót
svo nú er dvalarrými fyrir 25 manns alls. í
framhaldi af þessu máli mótaðist hugmynd-
in um Samtök áhugamanna um áfengis-
vandamálið—SÁÁ. Hilmar setti alla sína
orku í að undirbúa stofnfund og þá var
ekkert smáhýsi fyrir valinu; heldur Háskóla-
bíó. Það stórkostlega gerðist að húsið fyllt-
ist þótt flestir væru á taugum að svo yrði
ekki, og um eitt þúsund manns sátu stofn-
fundinn. Síðan var haldinn framhaldsfund-
ur á Hótel Sögu þar sem framkvæmdastjórn
var kjörin og Hilmar kosinn formaður en ég
lenti í framkvæmdastjórn. Fyrsti fram-
kvæmdastjórnarfundurinn var haldinn á
Ránargötunni. Okkur þótti kyndugt að
koma saman sem framkvæmdastjórn eitt
þúsund manna félags þar sem enginn sjóður
var til. En hugsjónirnar voru stórar og
markmiðin mörgþ
Sjúkrastöð á Hólum
Fljótlega varð forystumönnum hinna ný
stofnuðu samtaka það ljóst, að ef SÁÁ átti
að starfa af þrótti, og þjóna mikilsverðum
tilgangi, yrði að leggja varanlegan hornstein
að starfinu. Sá hornsteinn hlyti og yrði að
verða afvötnunar — og sjúkrastöð í líkingu
við Freeport —spítalann. „Við vissum, að ef
þetta tækist værum við búnir að festa okk-
urj‘ segir Binni.
Nokkrum mánuðum síðar leigðu samtök-
in hús styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í
Reykjadal, fengu gefins slatta af húsgögn-
um, réðu Val Júlíusson lækni, einn kokk,
„og nokkrar afturbatafyllibyttur sem ráð-'
gjafaý eins og formaðurinn núverandi orðar
það. Eina prógrammið sem var á hreinu
voru matmálstímarnir: Morgunmatur,
hádegisverður, kaffi og kvöldverður. Og svo
AA-fundir á kvöldin. „Okkur var þó ljóst að
eitthvað yrði að vera á milli mála,“ segir
Binni, „og settum upp stundaskrá sem er í
stórum dráttum sú sama og er notuð á Vogi
í dag“
Binna er það minnisstætt að fyrsti sjúkl-
ingurinn hét Hilmar, og hefur verið edrú í
þessi sjö ár. Samtökin starfræktu Reykjadal
á árunum 1977-79, en staðurinn var þó að-
eins starfræktur á veturna, þvi barnaheimil-
ið þurfti húsið á sumrin. „Við urðum að
flytja allt heila klabbið á sumriný segir
Binni, „og fengum inni í Langholtsskóla í
sumarleyfum frá kennslunni. Þar var útbúið
sjúkrahús fyrir 25 sjúklinga á sumrin. Við
skelltum á fundi í einni kennsiustofunni
meðan við komum upp rúmum, bjuggum
um og gengum frá húsgöngunum. Þannig
breyttist skólinn í sjúkrastöð alkóhólista á
nokkrum tímum.“
Leitin að varanlegra húsnæði hófst. Sam-
tökin fengu augastað á Korpúlfsstöðum en
sú áætlun gekk ekki upp. Þá kom Silunga-
pollur til sögunnar. Húsnæðið var ekki talið
íbúðarhæft á þessum tíma en menn settu
það ekki fyrir sig heldur hófust handa við að
betrumbæta húsnæðið. Silungapollur sem
var að falli kominn og stóð til að rífa, en
breyttist nú á einum mánuði í sjúkrahús.
Fyrstu sjúklingarnir fluttu inn árið 1979.
„Við vorum hins vegar undir þrýstingi frá
yfirvöldum," segir Binni. „Silungapollur er í
nágrenni vatnsbóls Reykvíkinga og ákveðin
mengunarhætta gat stafað af Silungapolli.
Þess vegna vorum við einfaldlega neyddir til
þess að velja milli þess að halda hlaupunum
áfram með nokkra tugi sjúklinga á bakinu
eða finna varanlega sjúkrastöð. Við tókum
síðari kostinn og þar með hófst byggingar-
ævintýrið; ég held að það sé heimsmet að
byggja sjúkrastöð á 13 mánuðum. Mikið
gekk á þessa mánuði sem of tímafrekt yrði
að rekja, en ég get nefnt þér sem dæmi um
bjartsýnina og ofurkappið hjá samtökun-
um; þegar við byrjuðum áttum við ekki fyrir
teikningunum að stöðinni. En með sam-
einuðu átaki og aðstoð þjóðarinnar allrar í
mestu söfnunarherferð íslendinga, tókst hið
ótrúlega. í dag er sjúkrastöðin á Vogi í fullri
notkun þótt enn hafi ekki fengist leyfi fyrir
fullri notkun sjúkrarúma. Við erum með um
40 sjúklinga inni en það sinnir hvergi þörf-
inni, því um 200 sjúklingar eru á biðlistaí1
Binni telur ennfremur að aflið bak við
jafnviðamiklar og öflugar framkvæmdir sé
að finna í samtakamætti SÁÁ; „þegar ein-
staklingarnir sem tengjast samtökunum
hafa Iifað það kraftaverk að lifa vímuefna-
lausir, framkvæma þeir sjálfir kraftaverk,
og sameinaðir verða þeir að sprengjuafli.
Það er liður í þeirra bata að vísa öðrum sem
þjást á sína eigin leið!‘
Guðmundur á loftinu
En hverfum aðeins aftur í tímann.
Skömmu eftir að Reykjadalur tók til starfa
fundu samtökin samastað fyrir fundi og
ráðgjafaþjónustu að Lágmúla. Þar störfuðu
samtökin ásamt Áfengisvarnardeild Reykja-
víkurborgar og hefur það samstarf haldið
áfram eftir það og flutt starfsemina að Síðu-
múla 3-5. Á stuttum tíma frá stofnun sam-
takanna var því tvíhliða starf hafið og nú
tóku forystumenn SÁÁ AÐ HUGSA UM
EFTIRMEÐFERÐINA: „Á þessum tíma
höfðu svo stórkostlegir hlutir gerst svo
hratt, að okkur fannst við standa í þakkar-
skuld við einhverný segir Binni. „Við Hilrn-
ar vorum ennþá það feimnir við Guð, enda
gamlir trúleysingjar, svo við Iögðum ekki í
að fallast á hnén í þakkargjörð. Þess vegna
sögðum við bara sí sona: Þetta er honum
Kraftaverk
að lifa
vímuefnalaus
r r
Fœstir þekkja formann SAA undir fullu nafni; Hendrik
Berndsen. I hugum og á vörum vina sinna og samstarfs-
manna er hann einfaldlega Binni. Því kann hann vel. Þess-
um mjóslegna og lágvaxna manni er ekki um að flœkja
hlutina; hann kemur beint og hreinskilnislega að efninu á
rólegan og elskulegan hátt þótt stundum geti brugðið fyrir
glampa framkvœmdamannsins íaugunum. Binni er maður
aðgerða. Dagur hans er lengri en margra annarra. Hann fer
á fætur um sexleytið, drekkur morgunkaffi á Kaffivagnin-
um á Granda um sjö og er kominn í búðina sína, Blóm og
ávexti fyrir átta. ífjölskyldufyrirtœkinu, sem hann tók við
afafa sínum og alnafna, er Binna yfirleitt að finna fram að
hádegi. Þá kalla formannsstörfin á hann, og reyndar gagn-
taka SÁÁ-efnin Binna allan sólarhringinn.
SAA-blaðið rœddi nýverið við Hendrik „Binna“ Bernd-
sen um starfið íþágu samtakanna, tilgang þeirra og mark-
mið, lífsviðhorf hans og eigin alkóhólisma.