SÁÁ blaðið - Apr 1984, Page 29
29
FNI OG FJÖLSKYLDUNA
Kristín Waage, ráðgjafi ÁHR,
„fjölskyldudeildinni'* lýsti þeirri
hlið vímuefnaneyslunnar, sem snýr
að ástvinum og aðstandendum. Ó-
vissa, kvíði, spenna, yfirvegað iát-
bragð gagnvart ókunnugum og
streitan sem þessu fylgir verður þess
valdandi að fjölskyldan verður á
sinn hátt „veik“ og þarfnast með-
ferðar. Ráðgjafar ÁHR eru til að-
stoðar þegar svo stendur á, en AI-
Anon er félagsskapur aðstandenda
vímuefnaneytenda, hliðstæður AA
samtökunum. Nokkur munur er á
því, hvort um áfengi eða t.d. kanna-
bisefni er að ræða. Foreldrar
þekkja áfengið á lyktinni og hafa
flestir reynslu af neyslu þess. Sú
stigvermandi þróun sem jafnan
fylgir ofneyslu áfengis er hraðari
þegar önnur fíkniefni eiga i hlut.
Neysla þeirra er lögbrot og leiðir af
sér mörg fjáröflunarbrot, þannig
verður hópur aðstandenda meiri og
feluleikur þeirra ákafari.
Sigtryggur Jónsson, sálfræðing-
ur við unglingaráðgjöfina í Reykja-
vík talaði næstur. Hann ræddi um
það hvernig unglingar hefðu fyrr á
öldinni verið settir sér á bás milli
bernsku og fullorðinsára. Þegar
umbreytingin þar á milli gerðist
ekki lengur eðlilega og árekstralítið,
heldur smátt og smátt í stökkum,
myndaðist sú firring sem við nefn-
um unglingavandamál og rekja má
til þess að unga fólkið hefur fjar-
lægst foreldra, ömmur og afa sem
áður hjálpuðu því yfir sálræna erf-
iðleika unglingsáranna. Á kostnað
þessa sambands blómstrar afþrey-
ingariðnaðurinn. Það er hinsvegar
persónubundið hver velur vímu-
efnaleiðina út úr þessum aðstæð-
um. Löggjöf, eftirlit og fræðsla eru
sjálfsagðar varnaraðgerðir, en
breyta engu um samband unglinga
við fjölskyldur sínar, en að því þarf
fyrst og fremst að stuðla: mann-
eskjulegra umhverfi, mildari og
tryggari tengslum milli einstakl-
inga.
Árni Einarsson, fulltrúi hjá Á-
fengisvarnaráði fjallaði í erindi sínu
um fræðslu- og forvarnir. í upphafi
gerði hann grein fyrir ákvæðum á-
fengislaga og ráðleggingum heil-
brigðisstofnunar SÞ á þessu sviði.
Hann taldi að markmið fræðslu í
grunnskólum sé að nemendur úti-
loki fíkniefni úr lífsvenjum sínum
BÍLALEIGA
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
þannig að hverjum og einum þyki
eðlilegt að lifa lífinu án þeirra. Þá
nefndi hann fjölmörg skilyrði þess
að slík fræðsla beri árangur og var-
aði við óhóflegri bjartsýni á mögu-
leika hennar, og sagði frá rannsókn
sem benti til þess að upplýsinga-
miðlun í þessu skyni gæti haft öfug
áhrif við það sem til væri ætlast.
Hann gat um þætti, sem oftast
gleymdist að fjall um í fræðslunni,
s.s. jákvæðar væntingar til vímu-
efna og félagslegan þrýsting. Til-
raunastarfsemi er dýr, svo og mis-
tök. Við ættum því að fara að öllu
með gát hvað fræðslu um ávana- og
fíkniefni áhrærir. Og fyrir það fjár-
magn sem nú er veitt til forvarna-
starfs í landinu verða engin stór-
virki unnin.
Ragnar Aðalsteinsson, iögmaður
talaði síðastur frummælenda og
gat fyrst um fjóra flokka lagareglna
á sviði fíkniefna, og ræddi síðan
hvern þeirra fyrir sig. Meðal annars
sem fram kom í ræðu Ragnars var
hið augljósa samhengi milli fíkni-
efnaneyslu og afbrota, en í dómum
hæstaréttar kemur fram að áfengi
og önnur fíkniefni koma við sögu
beinlínis í flestum sakamálum, svo
og óbeint t.d. í fjárdráttarmálum.
Um áhrif fangelsisrefsingar vita
menn ekki nóg, en hún verður að
duga þar til önnur úrræði finnast.
Sé um að ræða algjöra fylgni milli
fíknar og brotastarfsemi, eru í lög-
um ákvæði sem heimila að dæma
menn til að leggjast inn í sjúkra-
stofnanir til meðferðar. ítarlegar
lagareglur eru um fræðslu í skólum,
en framkvæmd þeirra virðist frem-
ur ábótavant. Löggjöfin er aðeins
einn margra þátta sem stuðlað geta
að því að draga úr neyslu fíkniefna
og dugir skammt ein sér. Allar að-
gerðir sem stuðla að mannúðlegra
þjóðfélagi draga úr tilhneigingu til
flótta frá raunveruleikanum með
vímugjöfum.
Að framsögu lokinni stjórnaði
Magnús Bjarnfreðsson umræðum
og sátu nokkrir framsögumanna
fyrir svörum. Var þessi hluti fund-
arins hinn fjörugasti og sumum fyr-
irspyrjendum mikið niðri fyrir.
Skúli Johnsen, borgarlæknir
fékk það hlutverk að draga saman í
lokin yfirlit um það sem fram hefði
komið í umræðum og fyrirspurn-
um, og ráða nokkuð af því um á-
stand og horfur. Skúli taldi það
höfuðeinkenni fundarins að menn
hefðu verið ósammála um nær alla
þætti málsins, og margt væri á reiki
um orsakir og afleiðingar þegar
rætt er um fíkniefnin. Ljóst er að
ekki nægir að reyna að hræða fólk
frá því að upplifa eitthvað nýtt, svo
sem þá skynvíkkun sem menn verða
varir við í vímu. Slíka skynvíkkun
má þó upplifa á annan og meinlaus-
ari hátt, t.d. í tónlist, í náttúrunni
og í trúarupplifun. Mannrækt þarf
til að þjálfa fólk í að velja og hafna.
Alkóhólistar fóru að læra hver af
öðrum og byrjuðu þá að skilja.
Ekki dugir að kenna þjóðfélaginu
um ófarir, vænlegra er að einstakl-
ingar komi saman og reyni að koma
sér saman um stærð og eðli vanda-
málsins og betri varnir. Fleiri svona
fundir gætu verið góð byrjun. Eftir
nokkurn tíma mætti þá byrja að
ræða um heildaráætlun til lausnar.
Ekki ætti að hafna neinni aðferð
sem gefst vel í baráttunni gegn
vandanum. Horfur eru semsé ekki
nógu góðar, var mat Skúla, en það
gæti lagast ef menn halda áfram á
þeirri braut, sem lagt er útá, með
því að efna til þessa fundar.
í fundarlok ávarpaði landlæknir,
Ólafur Ólafsson fundarmenn og e
hvatti til þess að halda annan slíkan
fund og reyna þá að ná til unglinga.
Hendrik Bentsen formaður SÁÁ
sagði frá því sem á döfinni er hjá
samtökum varðandi samantekt við
foreldra og reglubundna fræðslu
um fíkniefni í Síðumúla 3—5.
Vöruflutningar á sjó eru krefjandi atvinnugrein.
Þar sannast áþreifanlega . . að tími er peningar.
Viðskiptavinir eiga þvírétt á öruggri og skjótri
þjónustu.
Þeireiga að njóta hagkvæmustu fiutninga-
tækni á hverjum tíma.
Þar reynir. jafnt á góðan skipakost og þjáifað
starfsiið, sem vönduð vinnubrögð við iestun,
iosun og vörugeymslu.
Hafskip hf. er ungt skipaféiag þarsem þessi
réttur viðskiptavina er hafðurað ieiðar-
Ijósi í starfi.
Sífel/t fieiri hafa kynnst árangrinum.
” HAFSKIP HF -þarsem reynirá örugg vinnubrögð