SÁÁ blaðið - apr. 1984, Side 16
16
17
5TEFANS
BLÉM
VIÐ BARÓNSSTÍG - SÍMI: 10771
Blóm
og
blómaskreytingar
vi3 öll tækifæri
Skalli
Lækjargötu 8, Hraunbæ102
Reykjavíkurvegi 60 Hf.
________Niðurstöður könnunar á vegum SAA:_
Minnsta kosti þriðji hver
sjúklingur fær góðan bata
Samkvœmt könnun
sem unnin hefur verið á
vegum SÁÁ má fullyrða
að minnst þriðji hver
áfengissjúklingur sem lýk-
ur meðferð á Sogni í
Ölfusi nái góðum bata
nœstu tvö til þrjú ár eftir
meðferð. Þórarinn Tyrf-
ingsson yfirlœknir á Vogi
og Sigurður Gunnsteins-
son meðferðarstjóri á
Sogni unnu að gerð þess-
arar könnunar.
Könnunin náði til 334 einstaklinga.
Af þeim 390 einstaklingum sem
innrituðust á Sogn höfðu 56 ýmist
látist, dvalið skemur en í 20 daga
eða ekki fundist. Könnunin náði
því ekki til þeirra. (Sjá töflu 7).
Af þeim 210 einstaklingum sem
sendu inn svör í könnuninni hafði
91 ekki bragðað áfengi eða neytt
annarra vímuefna frá því meðferð
lauk. Auk þeirra höfðu 16 drukkið
aðeins einu sinni (allt frá einu glasi
og upp í heila flösku). Það má því
telja að 107 einstaklingar hafi náð
varanlegum bata, eða 32% þeirra
sem könnunin náði til (sjá töflu 9).
103 einstaklingar eða 30,8%
höfðu drukkið á tímabilinu. Það
skal tekið fram að meðal þessara
103 einstaklinga voru 11 sem höfðu
komið aftur til meðferðar og náð
því að vera endrú í fulla 18 mánuði
eða lengur. Auk þeirra töldu sumir
úr þessum hóp sig hafa náð góðum
árangri í baráttunni við Bakkus,
þrátt fyrir að þeir hefðu drukkið.
En það var ekki tekið tillit til þessa
í niðurstöðum könnunarinnar: Hér
eru einstaklingar sem hafa drukkið
og teljast þeir ekki hafa náð bata,
þótt þeir hafi farið í meðferð að
nýju eða telji sjálfir að þeir hafi náð
árangri þrátt fyrir drykkju.
Röskur þriðjungur sendi ekki inn
svör við spurningum könnunar
SÁÁ. Það var gert ráð fyrir að þess-
ir einstaklingar hefðu ekki náð
bata. Auðvitað verður slíkt aldrei
fullyrt, en það dregur úr áreiðanleik
niðurstaðna að gera ráð fyrir öðru.
Af þessu má sjá að það er aðeins
byggt á haldgóðum upplýsingum
þegar fullyrt er að minnst þriðjung-
ur sjúklinga nái varanlegum bata.
Þessa könnun SÁÁ ber ekki að
líta á sem vísindalega könnun. Skil-
yrði þess að könnun sem þessi
standist strangar vísindalegar kröf-
ur er að kannaður hafi verið annar
hópur til samanburðar. Slíkur
samanburðarhópur væri fólk sem
Ieitar til meðferðar en fær ekki að-
gang. Þannig væri hægt að bera
saman þá áfengissjúklinga sem
æskja meðferðar og sjá árangur
þeirra sem fara í gegnum meðferð í
ljósi árangurs þeirra sem ekki hafa
fengið aðgang í meðferð. Siðferði-
lega er að sjálfsögðu engum sjúkl-
ingum vísað frá meðferðarstofnun-
um SÁÁ í þeim tilgangi einum að
búa til samanburðarhóp fyrir
strangvísindalega könnun. Engu
að síður hefur SAÁ skapað sér við-
miðun með könnun þessari svo gera
má aðrar sambærilegar kannanir
sem gefa vísbendingu hvert stefnir í
baráttu samtakanna við áfengissýk-
ina. Einnig er þessi könnun SÁÁ
fyllilega sambærileg við sams kon-
ar kannanir sem gerðar hafa verið
erlendis.
Könnunin var unnin að mestu
leyti frá vorinu 1983 fram á haust
sama ár. Send voru út bréf með
spurningalistum til þeirra 334 ein-
staklinga sem áður er getið og dval-
ið höfðu á Sogni árið 1980. Sýnis-
horn bréfs af þessu tagi er sýnt hér
í opnunni. Fyrstu bréfin voru send
út í maí síðastliðið vor. í ágúst var
ítrekun send til þeirra, sem höfðu
ekki sent inn svarbréf. Síðustu svör
fyrrverandi sjúklinga bárust síðan
til SÁÁ í september síðastliðið
haust. Þegar síðustu þátttakendur í
könnunínni voru að undirbúa svör
sín til SÁÁ voru því liðin allt að því
þrjú og hálft ár frá því að þeir
höfðu verið í meðferð á Sogni. Svo
langur tími treystir vitaskuld niður-
stöður, þegar spurt er um einfalda
hluti og óskað eftir jákvæðu eða
neikvæðu svari.
Af sjúkraskýrslum og öðrurn
gögnum er leitað var heimilda í má
ráða, að stór hópur hinna tæplega
fjögur hundruð sjúlkinga að Sogni
árið 1980 hafi verið alvarlega sjúkir
af drykkjuskap og annarri vímu-
efnaneyslu, þegar þeir komu inn
til afvötnunar eða hvíldar að
Silungapolli áður en meðferðin að
Sogni hófst. Þetta má meðal annars
ráða af sjúkraskýrslum. Þar kemur
fram, að nánast hver einasti sjúkl-
ingur hefur upplifað gleymsku eftir
drykkju (blackout) og langstærsti
hluti þeirra hefur tekið eftir því, að
þetta fyrirbæri hefur aukist eftir
því sem fram líða stundir og sjúk-
dómurinn færist í aukana. Þá hefur
nærfellt hver einasti sjúklingur rétt
sig af að morgni með áfengi og
næstum allir hafa reynslu af því að
drekka dögum saman. Hvorki
meira né minna en helmingur sjúkl-
inganna hafði reynslu af mánaðar-
fylliríi. Tæplega þriðjungur hafði
orðið fyrir ofskynjunum eftir
drykkju og áberandi stór hópur
hafði drukkið í vinnunni. (Sjá töflu
5)
Það kom einnig í ljós, þegar
kannað var, að allstór hópur þess-
ara sjúklinga hafði vistast á stofn-
unum fyrir áfengissjúka áður en
þeir komu að Sogni. Flestir höfðu
verið á Kleppsspítalanum eða 90
manns; 67 á vistheimilinu að Vífil-
stöðum, 80 á deild 10, en 38 verið
áður á stofnunum SÁÁ. Að Hlað-
gerðarkoti höfðu níu verið, en 25
farið á Freeport. Af þessu má sjá,
að sjúklingarnir höfðu ýmislegt
reynt til að losa sig við Bakkus. (Sjá
töflu)
Það gefur einnig nokkra mynd af
hópnum, hversu útbreidd lyf og
önnur vímuefni voru meðal þessa
fólks auk þess sem það var illa hald-
ið af ofneyslu áfengis. Mjög stór
hópur hafði notað róandi lyf og/
eða svefnlyf og nálægt fjórðungur
notað amfetamín. 72 voru regluleg-
ir kannabisneytendur, en tvöfaldur
sá fjöldi hafði prófað efnið. Um
fjórðungur sjúklinganna kvaðst
nota ávanalyf og/eða önnur fíkni-
efni jöfnum höndum samhliða
áfengi. (Sjá töflu)
Af öllum þessum upplýsingum
má augljóslega ráða, að þeir sjúkl-
ingar, sem komu að Sogni árið 1980
voru ekki einungis langt leiddir af
áfengisneyslu. Mjög stór hópur
notaði einnig önnur vímuefni og
ekki hafði tekist að venja síóran
hóp þessa fólks af ofneyslu áfengis
og lyfja þó það hefði áður farið í
meðferð. Hér er því um að ræða
stóran hóp sjúklinga, oft með
flókna og erfiða sjúkrasögu að
baki, þar sem áfengið er þó aðal-
ó/inur líkama og sálar.
Enda nefna tveir þriðju sjúkl-
inganna 141 af 210, sem svara
spurningum um þetta efni þannig,
að áfengi hafi verið aðalvandamál
þeirra, er þeir komu til meðferðar
að Sogni á árinu 1980.
Mjög mikilvægt er að hafa allt
þetta í huga, þegar reynt er að rýna
í þann árangur, sem lesa má út úr
niðurstöðum könnunarinnar. Þá
má einnig minna á að þessi árangur
hefur einnig náðst vegna starfa AA
samtakanna. Enda kemur það í
ljós, að þeir sem ná bestum árangri
eru jafnframt duglegastir að mæta
á fundum hjá AA og halda sig við
þau sannindi sem þeir nema á með-
ferðarstöðinni; að enginn raunhæf-
ur bati náist nema með algeru bind-
indi. Þetta er þó ekki rannsakað
sérstaklega í könnuninni.
Fróðlegt er að athuga hvernær
mönnum verður það á að hefja
drykkju að lokinni meðferð (sjá
töflu 10). Þá kemur í Ijós að hættan
er mest á falli fyrstu mánuðina eftir
að komið er út í lífið. 38,6% þeirra
sem byrjuðu drykkju gerðu það á
fyrstu þremur mánuðunum. 61,3%
á fyrsta hálfa árinu og 81,5% á
fyrsta árinu.
inga, er innrituðust að Sogni árið
1980, hafi náð fullum bata þar sem
þeir hafa ekki neytt áfengis í tvö og
hálft til þrjú og hálft ár. En 124
svara ekki spurningum ykkar. Hvað
er að segja umþennan hóp? Hvern-
ig ber að meta hann með hliðsjón af
niðu stöðum könnunarinnar?
„Þetta hefur verið kannað í rann-
sóknum erlendis, þ.e.a.s. hvernig
hópurinn sem svarar ekki bréfun-
um er á sig kominn þá kemur í ljós
að hlutföll innan hans varðandi
bata og önnur veigamikil atriði eru
ekki þau sömu og í þeim hópi sem
svarar bréfum í svona könnun.
Miklum mun færri þeirra hafa verið
í varanlegu bindindi. Það er
kannski of djúpt í árinni tekið að
segja að þeir sjúklingar neyti allir
áfengis, en við erum ekki að láta
það vefjast neitt fyrir okkur í þess-
ari könnun. Við látum það alveg
liggja á milli hluta. Ég geri samt ráð
fyrir því að margt af þessu fólki nái
betri tengslum og samskiptum við
annað fólk eftir fyrstu meðferð og
gangi betur í ýmsu öðru, þó það nái
ekki eftir hana algeru bindindi.
Það má skipta fólkinu sem kem-
ur til okkar í hópa eftir að meðferð
Sjá bls. 18
Ýmislegt annað fróðlegt má lesa
út úr þeim töflum sem birtar eru hér
í opnunni. M.a. kemur í ljós, að
60% karlmanna geta gengið inn í
starf sitt að nýju eftir meðferð en
aðeins um 40% kvenna höfðu
vinnu eftir að meðferð Iauk auk 22
húsmæðra sem í könnuninni voru.
Þetta segir vitanlega ekki allt um
atvinnuöryggið en gefur þó vís-
bendingu um atvinnustöðu sjúkl-
inganna.
Ef við skoðum í lokin þann hóp
sem enn neytir áfengis, af þeim sem
svara þá kemur eftirfarandi í ljós:
19 manns telja sig drekka minna, en
hafa ekki farið aftur á stofnun.
Aðrir tólf drekka minna, en hafa
leitað á stofnanir. Þá eru 27 sem
drekka álíka og áður. 11 telja sig
drekka verr. (Sjá töflu 11) Reynsla
kannana sem gerðar hafa verið er-
lendis sýnir að taka ber upplýsing-
um af þessu tagi með mikilli varúð.
Við látum þessa samantekt
nægja. Að þessu sinni verður ekki
dregin upp mynd af þeim hópi
sjúklinga sem náðu varanlegum
bata. það verður að biða betra
tækifæris.
Þórarinn Tyrfingsson lœknir:
Erum í þessu starfi
vegna árangursins
Könnun SAA vekur marg-
ar spurningar. Við snerum
okkur til Þórarins Týrf-
ingssonar lceknis en hann
framkvœmir könnunina
ásamt Sigurði Gunnsteins-
syni meðferðarstjóra, og
spurðum hann um vís-
indalegt gildi könnunar-
innar. Þórarinn var fyrst
spurður hvort hœgt vœri
að reiða sig á niðurstöður
könnunarinnar.
„Já, það sem við höfum til við-
miðunar við gerð og vinnslu þessar-
ar könnunar eru sambærilegar
kannanir, sem unnar hafa verið er-
lendis af vísindamönnum. Sumar
hafa verið í vinnslu árum saman og
niðurstöður síðan unnar upp úr
upplýsingum frá sjúklingum og
stundum líka aðstandendum
þeirra. Svari sjúklingur að hann
hafi alls ekki drukkið eða aðeins
drukkið einu sinni, má treysta að sé
rétt í yfir 90% tilvika. Við höfðum
einnig ýmsar hliðarupplýsingar um
þetta fólk og þær komu allar heim
og saman við svör þessa hóps,
nema í þremur tilvikum. Þetta voru
einstaklingar sem voru greinilega
að svara til um árangur meðferðar
sem þeir fóru í eftir 1980.
Svari sjúklingur að hann hafi
drukkið meira eða minna, þá er
miklu síður hægt að treysta því. í
fyrsta iagi er það oftast svo að
sjúklingur fer ekki betur með vín en
áður, þótt ástandið hafi lagast.
Heldur hitt að hann nær lengri
bindindum. Svo er ástandið breyti-
Iegt frá ári til árs og frá einum
mánuði til annars þegar drukkið er.
Það er því oftast erfitt og jafnvel
ómögulegt fyrir sjúklinginn sjálfan
eða aðra að meta hvort hann hefur
drukkið meira eða minna í heild á
tveggja og hálfs til þriggja og hálfs
árs tímabili, — þegar spurt er að-
eins einu sinni langt aftur í tímann.
Við þyrftum að spyrja mun oftar, ef
við ætluðum að komast einhverju
nær um þetta, t.d. tvisvar á ári og
fylgja könnuninni eftir í mörg ár.
Eg vil taka það fram í þessu sam-
bandi, að markmið okkar var ein-
ungis að reyna að finna hversu stór
hópur það var sem ekki hafði
drukkið eftir meðferð. Síðar verður
hægt að bera þennan hóp okkar
saman við slíkan hóp í sambærileg-
um könnunum erlendis. Annað
markmið okkar var á hinn bóginn
að koma okkur upp einhverri mæli-
stiku á árangurinn af starfi SÁÁ.
Nú höfum við fyrsta árangurinn í
tölum og getum farið að meta það
á hvaða leið við erum þegar við ger-
um sams konar könnun aftur!‘
—-Nú má líta svo á með miklurn
líkindum að um þriðjungur sjúkl-
Sýnishorn af eyðublaði
Hvert var aðalvandamál þitt, þegar þú komst í síöustu með-
ferð?
Áfengi eingöngu.
□ (2) Hass eða önnur canabisefni.
□ (3) Önnur vimuefni.
□ (4) Áfengi og önnur vimuefni.
. O (5) Hvorki áfengi né önruir vlmuefni.
Hvaða staðhaefing kemst naést þvi aö lýsa notkun þinni á
áfengi samanborið viö það sem var áöur en þú fórst í meðferö-
ina?
: fi (1) Ég hef ekki neytt áfengis.
□ (2) Ég drekk minna þegar ég drekk.
□ (3) Ég drekk álíka mikið og áður.
□ (4) Ég drekk meira en áður.
Hvaöa staöhæfing kemst næst þvi að lýsa notkun þinni á
öðrum vímuefnum en áfengi, miðað við magn, samanborið
við það sem var áður en þú fórst i meðferðina?
□ (1) Ég hef engin vímuefni no.tað.
□ (2) Ég neyti minna.
LJ (3) Ég neyti álika mikiis.
□ (4) Ég neyti meira.
Hversu langur tími leið frá því að meðferö lauk, þar til að þú
neyttir áfengis eða vimuefna? (t.d. 2, 3, 4 mán.).
Hafirðu ekki neytt áfengis/vimuefna svarar þú ekki þessari
spumingu.
Hversu oft hefir þú notaö áfengi eða önnur vímuefni síðast-
liðna 6. mánuði?
□ (1) Aidrei.
□ (2) Hve oft? ___________________■ : ..-———
Hefurðu notið nokkurrar vimugjafameðferðar eða annarrar
meðferöarþjónustu siöan þú varst i meöferð hér?
aftj(1) jáÍM:(2l nei. Ef svarið er já. þáteldu upp hvaða þjónustu
Hversu oft ferð þú á AA fundi?
□ (1) Oftar en einu sinni í viku.
□ (2) Um það bil vikulega.
□ (3) Tvisvar til þrisvar í mánuði.
i J (4) Urn það bi! mánaðarlega.
□ (5) Sjaldnar en mánaðarlega.
□ (6) Fer aldrei á fundi.
Tekur þú þátt i annarskonar hópstarfi?
Í (1) Já.i:ffl (2) Nei. Hvaða Starfi? ffli.fflftj: ...
Hve margir neyttu annarra vímuefna
en áfengis?
Hve lengi dvöldu sjúklingar að Sogni?
Dvöl Fjöldi karla Fjöldi kvenna
0— 7 dagar 9 1
8—14 dagar 10 3
14—21 dagar 7 3
22—28 dagar 253 79
29—35 dagar 18 4
36—42 dagar 1 4
43— dagar 0 0
Aldur og kyn sjúklinga að Sogni 1980
Aldur Karlar Konur Alls
Yngri en 20 ára 20—29 ára / 92 o 18 15 110
30—39 ára 104 26 130
40—49 ára 50—59 ára 57 30 28 13 85 43
60—69 ára 5 1 6
Eldri en 69 ára 1 0 1
290 94 390
3
Hjúskaparstaða sjúklinga að Sogni 1980
Karlar Konur Alls
Ógift(ur) 97 26 123
Gift(ur) 110 38 148
í sambúð 38 11 49
Fráskilin 49 13 62
Ekkja(ill) 2 6 8
296 94 390
4
Stofnanir og fjöldi sj. er höfðu dvalist þar fyrir meðferð
Stofnanir Kleppsspltali Karlar 69 Konur 21 1 A
vistneimiuo vitiisi Deild 10 DO 54 16
Gunnarsholt Stofnanir SÁÁ IU 38 10 Q
SiIuiigapo11u i eöa Sogn HeyKjaa. O l 7 o 2
Hlaðgerðarkot Freeport 9 21 0 4
Karlar Konur Alls
Fjöldi einstaklinga Höfðu notað svefnlyf og/eða 296 94 390
róandi lyf* Höfðu notað róandi lyf* síðustu 159 73 232
6 mánuði 98 56 154
Höfðu notað amfetamín og skyld lyf 68 24 92
Höfðu notað amfetamín og skyld lyf síðustu 6 mánuði 21 10 31
Höfðu notaö kannabisefni Höfðu notað kannabisefni 117 26 142
reglulega sem vlmugjafa Kváðust nota ávanalyf og/eða önnur vímuefni jöfnum höndum 53 19 72
með áfengi 67 31 98
af þeim kváðust fremur
sæKja i onnur vimuemi en áfengi Sóttust fyrst og fremst í ávanalyf og eru ekki taldir 17 11 28
i næstu tveimur dálkum fyrir ofan 7 7 14
* Hér er átt viö róandi ávanalyf 7
Brottfall og útsend bréf
Karlar Konur Alls
Innlagnir á Sogn 1980 298 94 392
Einstaklingar 296 94 390
Látnir 6 2 8
Dvöldust skemur en 20 daga 22 4 26
Fundust ekki 17 5 22
Útsend bréf 251 83 334
Svör bárust frá 158 52 210
8
Vandamál þelrra 210 er svöruðu
Karlar Konur Alls
Spurning: Hvert var aðalvanda- mál þitt, þegar þú komst í með- ferð? Vaikostir: 1. Áfengi eingöngu 110 31 141
2. Hass eða önnur kannabisefni 1 0 1
3. Önnur vímuefni 3 0 3
4. Áfengi og önnur vímuefni 5. Hvorki áfengi né önnur 37 21 -58
vlmuefni 4 karlar merktu við 1 og 2 1 0 1
og 2 karlar merktu við 2 og 4 6 0 6
158 52 210
9
Hve margir fengu bata?
Karlar Konur Alls
Kváðust ekki hafa neytt áfengis eða annarra vlmuefna 63 28 91
Höfðu neytt áfengis einu sinni 12 4 16
75 32 107
75 karlar 47%:svara 30% útsendra bréfa 25% innritaðra
32 konur 61% svara 38% útsendra bréfa 34% innritaðra
107 alls 51% svara 32% útsendra bréfa 27%. innritaðra
10
Hversu iengi án áfengis eda annarra vímugjafa
3 mán 6 mán 1 ár 18 mán 2 ár 2% ár
Karlar 124 101 79 74 68 63
Konur 39 35 33 31 29 28
164 137 113 106 99 91
Ekki drukkið eða neytt vlmugjafa slðustu 6 mán:
Karlar 94 Konur 41 Ails 135
Höfðu farið til annarrar meðferðar og verið frá víni éða
öðrum vlmugjöfum í 18 mán eða lengur:
Karlar 8 Konur 3 Alls 11
11
Hér er ekki getið þeirra er leitaö höfðu göngudeilda án þess að vistast
á framantöldum stofnunum
5
Hvernig/hve lengi var drukkid?
Einkenni 292 karla og 93 kvenna =
385 alls/unnið úr sjúkraskýrslum
Einkenni: Karlar Konur
Gleymska eftir drykkju (blackout) 289 86
Aúkning á gleymsku eftir drykkju 240 71
Afréttari með áfengi 289 92
Drukkið í túrum að 4 d. eða lengur ' 286 82
.Drukkiö dagl. i 4 vikur eða iengur 141 34
Fengið ofskynjanir eftir drykkju 119 32
Krampar , 38 '11
Delirium tremens 41 5
Höfðu drukkið við vinnu 159 23
Hvernig umgangast þau áfengi/ aðra
Kváðust ekki hafa neytt áfengis
eða ánnarra vlmugjafa
Notað áfengi eða aðra vfmu-
gjafa einu sinni á 21/2 ári til
3Vz ári
í aðra meðferð og ekki neytt
vímuefna i 18 mán. eða lengur1
Kváðust drekka minna ~ ekki
komið á stofnun
Drekka minna en komið á
stofnanir ' ' )
Drukku álíka mikið og áður
Drukku verr
Óflokkað ca. 10%
Karlar Konur Alls
63 28 91
Í . \ 12 4 16
8 3 11
14 5 1-9
11 21 1 6 12 27
9 3 12
20 ' 2 22
158 52 210