Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Page 2
Persónur Niflungahringsins
Þegar Wagner saincli Niflungahringinn leitaöi
hann m.a. fanga í fornum norrænum bókmennt-
um sem varðveist hafa á Islandi. Nöfn persóna
og atburðir Niflungahringsins eiga sér nána
samsvörun í norrænni goðafræöi og hetjusögum
og koma því flestum íslendingum kunnuglega
fyrir sjónir þótt Wagner hafi sveigt atburðarás og
eiginleika persóna að lögmálum eigin verks. I
sýningu Listahátíðar og hér á eftir eru notaðar
þær norrænar nafngiftir persóna, staða og hluta,
sem nánasta hliðstæðu eiga í verki Wagners en
nöfn Wagners sjálfs eru t sviga.
Þær persónur sem ekki koma fram í sýningu
Listahátíðar eru merktar með stjörnu (*).
í heimi goða og vætta
Æsir
Óðinn (Wotan); Alfaðir, æðstur ása. Hann fær
jötnana Fáfni og Regin til að reisa Valhöll og
greiðir þeim fyrir með Rínargullinu, ægishjálmi
(huliðshjálmi) og hringnum, sem hann rænir frá
niflungnum Andvara og er þar með orðinn með-
sekur í stuldi þess frá Rínardætrum. Hann óttast
að hringurinn komist aftur í hendur Andvara sem
þá muni ná heimsyfirráðum en fær sjálfur ekki
að gert vegna samninga sinna við jötnana.
Fx'igg (Fricka): Eiginkona Óðins og gyðja
hjónabandsins.
Freyja (Freia): Systir Friggjar (tg gyðja ástar og
æsku; hún gætir eplanna, sem halda goðunum
ungum.
Freyr (Froh): Bróðir Friggjar, frjósemisguð.
Þór (Donner): Bróðir Friggjar, orrustu- og
þrumuguð.
Persónur tengdar ásum
Loki (Loge): Hinn slóttugi, ráðkæni og svikuli
félagi Óðins. Hann er jafnframt elclurinn (iogi)
sem æsir tömdu.
Jöró (Erda): Frummóðirin og völvan, sem allt
veit. Með Jörðu getur Óðinn valkyrjurnar níu.
Valkyrjur (Walkuren): Dætur Óðins og Jarðar,
níu að tölu. Þær sendir Óðinn til hverrar orrustu
að kjósa feigð á menn og ráða sigri. Þær fram-
kvæma vilja Óðins.
Brynhildur (Briinnhilde): Valkyrja, dóttir
Óðins og'Jarðar. Hún óhlýðnast boði föður síns
um að láta Sigurð falla fyrir Hundingi og hann
refsar henni með því að gera hana að mennskri
konu.
•Valþrúður (Waltraute): F.in valkyrjanna.
Nornirnar þrjár: Dætur Jarðar með spádóms-
gáfu. Þær spinna mönnum og goðum örlaga-
þræði.
Niflungar (dvergar)
Andvari (Alberich): Drottnari í Niflheimí. Hann
rænir gullinu frá Rínardætrum og smíðar úr því
hringinn sem getur fært honum heimsyfirráð.
Hann missir hringinn í hendur Óðni og leggur
þá bölvun á hringinn að hann verði hverjum
eiganda sínum að bana. Hann neytir allra bragða
til áð ná honum aftur og beitir syni sínum,
Högna, fyrir sig.
*Mímir (Mime): Bróðir Andvara. Hann smíðar
ægishjálminn (huliðshjálm) úr gullinu og síðar
fóstrar hann Sigurð í skóginum í þeim tilgangi að
láta hann ná hringnum og gullinu fyrir sig undan
Fáfni.
Jötnar
Fáfnir (Fafner) og Reginn (Fasolt): Þeir
byggja Valhöll fyrir .Óðin gegn því aö fá Freyju
að launum, en semja svo um að fá gullið í
staðinn ásamt ægishjálmi og hringnum. Fáfnir
drepur Regin og leggst síðan í ormslíki á gullið.
2