Leikskrár Þjóðleikhússins


Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Blaðsíða 3

Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Blaðsíða 3
Aörar vættir Rínardætur (Rheintöchter): Dísir, sem búa í cljúpi Rínar og gæta gullsins. Igðan (Waldvogc), skógarfugl): Fugl viö bæli Fáfnis. Fuglinn varar Sigurð við svikum Mímis og vísar honum á Brynhildi. í mannheimi Völsungar Sigmundur (Siegmund) og Signý (Sieglinde): Tvíburasystkini, börn Óðins og mennskrar konu. Þau verða viðskila í æsku og sjást ekki fyrr en Sigmund ber að garði í húsi Hundings, eigin- manns Signýjar. Sigmundur fellur fyrir Hundingi, en Signý hrekst til skógar þar sem hún fæðir Sigurð, son þeirra Sigmundar. Siguröur Fáfnisbani (Siegfried): Sonur Sig- mundar og Signýjar, sem elst upp í skóginum hjá Mími og kann ekki að hræðast. Hann drepur drekann Fáfni og nær hringnum og gullinu, ríður vafurlogann og vekur Brynhiidi. í höll Gjúkunga er honum byrlaður óminnisdrykkur svo hann gleymir Brynhildi, en hrífst af Guðrúnu. Gjúkungar (Gibbichungen) Gunnar (Giinther): Höfðingi ættflokks Gjúk- unga í Rínardal. Kvænist Brynhildi. Guðrún (Guthrune): Systir Gunnars, giftist Sig- urði Fáfnisbana. Högni (Hagen): ITálfbróðir Gunnars og Guð- ri'inar, sonur Andvara. Hann leggur á ráðin um að Guðrún og Gunnar fái Sigurðar og Bryn- hildar, en sjálfur ætlar hann að ná hringnum, að undirlagi föður síns. Gjúkaþegnar (Vasallen) Aörir menn Hundingur (Hunding): Eiginmaður Signýjar, fjandmaður Völsunga. Hann fellir Sigmund í ein- vígi, en lætur sjálfur lífið fyrir hendi Óðins. Brynhildur boðar Sigmundi feigð. Alriði úröðrumþœtti Valkyrjunnar. Teikning eftir Theodor Pixis, Muncben 1870. 3

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.