Leikskrár Þjóðleikhússins


Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Síða 5

Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Síða 5
í fyrstu er Óðinn hikancli við að ræna gullinu, en þegar æsir finna fyrir þverrancli kröftum eftir að gullepli Freyju eru horfin, fellst hann á að halda með Loka í Niflheim. 3■ alridi. t Niflheimi Óðinn og Loki koma til Niflheims og hitta fyrir Mími, bróður Andvara. Mímir segir þeim frá hringnum, sem Andvari hefur smíðað úr gullinu. Sjálfur kveðst hann hafa smíðað ægishjálm en misst í hendur Andvara. Andvari birtist og Loki fær hann til að sýna mátt huliðshjálmsins. Fyrst notar Andvari hjálminn til að breyta sér í risavaxinn orm, en Loki ginnir hann þá til að breyta sér í agnarsmáan frosk, sem þeim félögum reynist auðvelt aö fanga. 4. atriði. Við Valhöll Andvari er fangi Óðins, sem neyðir hann til að afhenda gullið og huliðshjálminn. Óðinn slítur hringinn af Andvara en hann leggur á að hringurinn verði hverjum höfuösbani er eigi. Æsir fagna endurkomu Óðins og Loka, og Fáfnir og Reginn snúa aftur með Freyju og krefjast gullsins í hennar stað. Það semst svo um að jötnarnir fái eins mikið gull og þarf til að hylja Freyju. Æsir stafla upp gullinu þar til |rað þrýtur, en þá sjá jötnar enn í hár hennar og krefjast huliðshjálmsins til að hylja það. Regni er sárt um að missa Freyju og kveðst enn sjá í augu henni. Hann krefst hringsins til að hylja þau, en Óðinn neitar. Völvan Jörð rís þá úr djúpinu og varar Óðin við því að halda hringnum því það muni leiöa til tortímingar goðanna.3 Viö það lætur Óðinn jötnunum hringinn eftir, en Joeir taka þegar að deila um skiptingu gullsins. Lýkur svo viðskiptum þeirra að Fáfnir drepur Regin, en heldur sjálfur á brott með gullið. Óðinn hefur nú gert sér grein fyrir þeirri bölvun sem hringnum fylgir og verður uggandi um afleiöingar gerða sinna. Valhöll ljómar þá í skini aftansólar. Óðinn dásamar glæsileika hennar og traustan umbúnað4 og vongóður gengur hann siðan fyrir ásum yfir Bifröst til hallarinnar. Eftir stendur Loki, fullur fyrirlitningar á framferði goðanna, en slæst svo í förina og kveinstafir Rínardætra undirstrika þann órétt sem sjálfur Alfaðir hefur Ireitt þær. 3 Weiche, Wotan! (Erda). 4 Abendlicht strahlt (Wotan). Óðinn gengurjyrtr ásum yfir Bifröst til Valballar. Loki stendur á sviðinu. Teikning eftir Tbeodor Pixis, 1869. 5

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.