Leikskrár Þjóðleikhússins - 27.05.1994, Blaðsíða 9
III. Úr Sigurði Fáfnisbana og Ragnarökum
Sigurður Fáfnisbani (Siegfried)
Þegar óperan hefst eru mtirg ár liðin. Ráða-
gerð Óðins um að endurheimta hringinn
virðist hafa runnið út í sandinn. Signý fæddi
Sigurð, son þeirra Sigmundar, en andaðist
litlu síðar. Drengurinn ólst upp r skóginum
hjá niflungnum Mími, skammt frá Gnitaheiði,
bæli Fáfnis. Hann er orðinn stór og sterkur
og kann ekki að hræðast.
1. Þáttur. í Ijelli Mímis
Mímir hefur í hyggju að láta Sigurð drepa
orminn fyrir sig, en hiröa sjálfur gullið. Hann
bisar við að smíða enn eitt sverð handa Sig-
uröi, sem til þessa hefur jafn óðum brotið
hvert það sverð sem Mímir hefur smíðað og
svo fer einnig nú. Mímir sakar Sigurð um
vanþækklæti fyrir að hafa annast hann frá
blautu barnsbeini en Sigurður kann Mími
litlar þakkir fyrir og kveðst hafa andstyggö á
honum. Hann neyðir Mími til að skýra sér frá
uppruna sínum og fær þá að heyra um
komu Signýjar í skóginn og andlát hennar
skömmu eftir að hún ól hann. Er Sigurður
heyrir um sverðsbrotin, sem Signý haföi
meðferðis, krefst hann þess að Mímir smíði
úr þeint nýtt sverð, en heldur svo sjálfur til
veiða.
Óðinn birtist í líki förumanns (Wanderer).
Hann býður Mími að leggja fyrir sig þrjár
spurningar og leggur höfuðið að veði. Óðinn
svarar öllum rétt og krefst þess að Mímir
svari einnig þremur spurningum. I svörum
þeirra eru rakin helstu atriði þess sem áður
hefur gerst. Mími tekst að svara fyrstu tveim-
ur þeirra, en fær ekki svarað því hver fái
smiðað voldugt sverð úr brotum sverðsins
Grams. Óðinn gefur honum svarið og segir
að það geti aðeins sá sem ekki kunni að
hræðast. Síðan hverfur Óðinn af vettvangi.
Sigurður kemur af veiðum, en sverð Mímis
er ekki tilbúiö. Mímir segir að sá einn, sem
ekki kunni að hræðast, geti smíðað sverðið.
Sigurður kveðst ekki kunna það en hafa hug
á að læra það. Mímir greinir honum þá frá
orminum Fáfni og Sigurður vill ólmur hitta
hann, og ákveður að smíöa sjálfur nýtt sverð
úr brotum Grams. Á meðan Sigurður smíðar
sverðið13 bruggar Mímir eiturdrykk, sem
hann hyggst gefa Sigurði eftir að hann hefur
drepið orminn.
2. þáttur. Við bœli Fáfnis á Gnitaheiði
Við bæli Fáfnis er Andvari á vappi. Óðin irer
þar að og þeir rifja upp fyrri viðskipti sín.
Andvari segir Óðni að hypja sig, en Óðinn
kveðst aðeins vera kominn til að fylgjast
með. Hann segir að Sigurður muni brátt
koma og drepa drekann. Sér til gamans
vekur Óöinn orminn og varar hann við
komu Sigurðar, en Fáfnir skeytir því engu og
fer aftur að sofa.
Sigurður og Mímir birtast. Mímir reynir að
vekja ugg í brjósti Sigurðar, en hann segist
treysta á sverð sitt og því sé ekkert að óttast.
Siguröur rekur Mími burt og er hann heyrir
igðuna klaka, reynir hann að herma eftir
hljóðum hennar, en tekst illa.
Sigurði þykir dauflegt, lilæs í veiðihorn sitt og
Fáfnir vaknar. Sigurður fagnar honum og gerir
að gamni sínu við hann, en Fáfnir hótar að éta
Sigurð. Sigurður ræðst þá að orminum með
13 Notung! neidliches Schwert! (Siegfried).
9