Húsgangur - mar. 1997, Side 6

Húsgangur - mar. 1997, Side 6
6 Húsgangur - Mars 1997 ákveðið að hveiju korti væri lýst og það sett í sögulegt og kortasögulegt samhengi. Öll vinna sem viðkom kortunum sjálfum, svo sem myndataka, rannsókn á sögu þeirra, flokkun og skráning, var unnin hér. Fyrsta verkið áður en kortin voru mynduð var að bera kennsl á þau og flokka eftir aldri og uppruna. Við gerð ættartrés og samningu lýsingar á hveiju korti var aðallega stuðst við Kortasögu íslands eftir Harald Sigurðsson enda er það rit sannkölluð biblía hverjum þeim sem ætlar að kynna sér gömul íslandskort. Einnig var hægt að hafa not af miklu bókasafni um kort og kortagerð sem Haraldur gaf Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni. Allar vefsíður eru bæði á íslensku og ensku. Samtímis því að unnið var að skönnun og lýsingu kortanna var unnið að forritun notendaviðmóts og gagna- grunnsskila. Vefsíðurnar Ákveðið var að bjóða upp á þrenns konar aðgang að kortunum til að upp- fylla mismunandi þarfir notenda gagnvart verkefninu og geta þeir leitað að korti eftir aldri og skyldleika, eftir sögulegu yfírliti eða samkvæmt ýmsum leitarskilyrðum. Við hönnun notendaviðmóts var reynt að gæta samræmis á öllum vef- síðunum. Reynt var að forðast að not- andi þurfí að skruna og að myndir væru stærri en 60 kb á síðu en það eru nokkurs konar viðmiðunarmörk fyrir heimanotendur. Það skal þó tekið fram að sum kortin eru mjög stór og er þessi regla því sumstaðar brotin. Til að auðvelda notkun voru búnar til hjálparsíður. Úr öllum vefsíðum er hægt að komast á titilsíðu. Kortin öll kortin voru forunnin. Ljós- myndimar af kortunum vora yfir- færðar á stafrænt form með skönnun í mjög hárri upplausn, í um 3500x3000 punktum og lit (24 biturn). Þetta þýðir að myndirnar eru um 34 mb að stærð og þar sem um er að ræða 275 myndir verður heildargeymslurými fyrir óþjappaðar myndir um 9 gb sem er augljóslega of stórt til að bjóða upp stöðugan aðgang. Því voru öll kortin minnkuð niður í um 1500x1300 punkta sem gefur um 6,2 mb myndir að meðaltali. Yfirleitt var skerpa og birta myndanna aukin um leið og þær voru smækkaðar. Það var gert til að auka læsileika textans á kostnað lita. Öll þessi forvinnsla var unnin í myndvinnsluforritinu Photoshop. Stækkun kortanna er framkvæmd eftir þörfúm á rauntíma þannig að eftir að notandi hefúr valið stækkun og staðsetningu reiknar forritið út hnit á kortinu, klippir þann bút út úr sem stækka á, breytir honum í vefmynd og sendir hana út til notenda afltur í viðunandi stærð. Framhald Áhugi er fyrir því hjá Lands- bókasafni íslands - Háskólabókasafiii að verkefnið haldi áfram þó að Internetnámskeið þessum hluta sé senn lokið. Ljóst er að safnið á ekki öll kort sem gerð hafa verið af íslandi fyrir 1900. Það er ósk þess að geta birt sem flest íslandskort á Alnetinu og fá til þess lánuð, til yfirfærslu á stafrænt form, kort hjá einstaklingum og öðrum söfnum. Næst liggur fyrir að athuga möguleikann á því að færa yfír á stafrænt form herforingjaráðskortin svokölluðu, þ.e. kort sem danskir landmælingamenn gerðu af landinu á fyrri hluta aldarinnar. NDLC, sam- starfsaðili Landsbókasafnsins við verkefnið, hefur mikinn áhuga á að kanna áhuga hinna Norðurlandanna á samvinnu um að vinna sambærilegt verk með söguleg kort þeirra. Ef af því verður mun þetta verkefni verða undirstaða þess verks. Kynning Verkefnið verður kynnt á ýmsan hátt. Erlendis verður það kynnt með því annarsvegar að athugað verður hvernig best er að koma viðeigandi leitarorðum inn í helstu leitarforrit veraldarvefsins og hinsvegar verður það kynnt í sérstökum spjallþætti Al- netsins sem fjallar um söguleg kort. Innanlands verður vakin athygli fjölmiðla svo sem dagblaða og sjón- varps á verkefhinu. Slóðin að vefsíðunni sem kortin og saga þeirra eru geymd á er: http://egla.bok.hi.is/kort Þorsteiim Hallgrímsson 1. apríl /) agíina 20.-2I. janúar sóttu Halldóra Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Ámadóttir námskeið sem bar heitið: Internet course for medical librarians in Iceland. Námskeiðið var haldið að tilhlutan Sólveigar Þorsteinsdóttur á bókasafni Land- spítalans. Leiðbeinendur voru Per Ölsson og Maj-Lene Hedenborg sem bæði starfa við bókasafn Karolinska Institutets (KIB) í Svíþjóð, hann sem yfirmaður þess. Fyrri daginn var farið í undirstöðuatriði vefsins, leitarvélar hans, helstu upplýsingasíður í læknis- fræði og fleiri greinum. Fyrir- lestrunum var síðan fylgt eftir með verkefnum í tölvuveri. Síðari daginn voru fyrst rifjuð upp helstu atriði þess sem farið var í fyrri daginn og síðan tekið til við heimasíðugerð í tölvuveri. Námskeiðið var hið gagnlegasta og fyrirlesaramir áheyrilegir og vel að sér í fræðunum, enda búnir að halda slík námskeið bæði á Norður- löndunum og annars staðar. Síðast höfðu þeir haldið námskeið í Portúgal. Þeir töldu íslenska bókaverði vel að sér og fljóta að átta sig á hlutunum. Sennilega segja þeir þetta alls staðar til að hvetja þátttakendur til dáða. Fyrirlesaramir era með öll gögn Minnt skal á að fyrstu þrír stafir í símanúmeri safnsins breytast 1. apríl 525 námskeiðsins inni á heimasíðu bóka- safnsins (http://www.kibic.ki.se/) og veittu góðfúslegt leyfi til þess að við nýttum okkur þau gögn til kennslu. Einu skilyrðin vora þau að þess væri getið hvaðan gögnin væru. Einnig fengum við heilmikla pappíra í hendur. Ingibjörg Ámadóttir

x

Húsgangur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsgangur
https://timarit.is/publication/2070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.