Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Page 14
Guðrún Þ. Stephensen (Doris)
lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1954 en hóf
strax að námi loknu að leika hjá Leikfélagi Revkjavíkur
þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Meðal minnisstæðra
hlutverka hennar þar má nefna Madge í Tíminn og við,
Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í Húsi Vernörðu Alba,
Marisku í Það er kominn gestur og tvær kostulegar konur
í leikritum Jökuls Jakobssonar Dómínó og Kertalogi og er
þá aðeins fátt eitt nefnt. Ógleymanleg verður frábær
túlkun hennar á Bessí Burgess í Plógi og stjörnum.
Síðustu tvo áratugina hefur Guðrún verið fastráðin við
Þjóðleikhúsið og leikið á fimmta tug hlutverka og skipað
sér í röð okkar fremstu leikkvenna. Meðal eftirminnilegra
persóna, sem hún hefur leikið eru Kerlingin í Gullna
hliðinu, Soffía frænka í Kardemommubænum, Sólveig í
Lúkasi, Stella í Sólarferð, móðirin í Þeir riðu til sjávar,
Lóna Ilessel í Máttarstólpum þjóðfélagsins, frú Arneus í
íslandsklukkunni og Valborg í Valborg og bekkurinn.
Á síðustu árum hefur Guðrún m.a. leikið
Fjalladrottningu í Búkollu, Idu í Himneskt er að lifa, Þrúði
í Elín, Helga, Guðríður; bangsamömmu í Dýrunum í
Hálsaskógi og Tengdamóðurina í Blóðbrullaupi. Guðrún
sat um árabil í þjóðleikhúsráði. Hún hefur leikið fjöldann
allan af útvarps-sjónvarps-og kvikmyndahlutverkum, nú
síðast Gunnlaugu í Benjamín dúfu.
12