Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Page 20
Þóra Friðriksdóttir (Mildred) hefur starfað
hér við Þjóðleikhúsið í þrjá áratugi og leikið um
80 hlutverk. Ilún nam við Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins og Gentral School of Speech. Um
skeið lék hún með Leikfélagi Reykjavíkur, m.a. í
Tíminn og við, Tannhvassri tengdamömmu og
Túskildingsóperunni. Þóra hefur frá fyrstu tíð
verið jafnvíg á dramatísk hlutverk og gaman-
hlutverk. Meðal hlutverka hennar í Þjóðleik-
húsinu má nefna aðalhlutverkið í Fædd í gær,
Súsönnu í Litla kofanum, Pálinu Ægis í Delerium
Búbonis, Ljónu Ólfer í Strompleiknum, móður-
ina í Hungsilmi, Rauðmýrarmaddömuna í Sjálf-
stæðu fólki, Blanehe Dubois í Sporvagninum
Girnd, Kötu í Liðinni tíð, frú Stokkmann í
Þjóðníðingi, Nínu í Sólarferð, Júllu í Týndu
teskeiðinni, Matthildi í Syni skóarans og Mary
Tyrone í Dagleiðinni löngu. Af hlutverkum henn-
ar síðustu árin má nefna Daladrottningu í
Búkollu, Goru íHimneskt er að lifa, Frú Pearce í
My FairLady og Ókunnu konuna í Sannar sögur
af sálarlífi svstra. Á liðnu ári lék Þóra í Herbergi
Veróniku í Kaffileikhúsinu og hér í Þjóðleik-
húsinu leikur hún um þessar mundir hlutverk
18
Báru Fengel í Þreki og tárum. Þóra átti fjörutíu
ára leikafmæli á liðnu ári.