Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Qupperneq 25

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Qupperneq 25
Andrés Sigurvinsson, leikstjóri, brautskráðist frá Leiklistarskóla íslands 1978 og sótti síðar námskeið í leikstjórn hjá Ritva Siikala og kynnti sér leikstjórn í Bandaríkjunum og á ftalíu. Andrés hefur víða starfað, bæði sem leikari og leikstjóri, tók meðal annars þátt í að endurreisa Stúdentaleikhúsið 1982-1983 og var framkvæmdastjóri þess. Starfsemin hlaut menningarverðlaun D.V. ‘83. Hann stofnaði Pé- leikhópinn 1987 og leikstýrði á hans vegum Heim- komunni og Húsverðinum eftir Harold Pinter, / tilefni dagsins eftir Þorvald Þorsteinsson (Óháða listahátíðin ‘92) og Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen (Lista- hátíð Hafnarfjarðar ‘93). Andrés liefur leikið hjá Þjóð- leikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Alþýðuleikhúsinu og Stúdentaleikhúsinu, Útvarpsleikhúsinu og í sjónvarpi. Síðustu 10 ár hefur hann eingöngu starfað sem leik- stjóri. Hann hefur stjórnað leiksýningum hjá Stúdentaleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar, Pé-leik- hópnum, leikstýrt fjölda verka hjá Útvarpsleikhúsinu og einnig hjá sjónvarpinu og fjöldamörgum skóla- og áhugaleikfélögum. Ilér í Þjóðleikhúsinu hefur hann sett upp Gertrud Stein Gertrud Stein Gertrud Stein eftir Marty Martin, Lítið fjölskyldujyrirtæki eftir Alan Ayckbourn, Ef ég væri þú eftir Þorvarð Ilelgason, Ástarbréf eftir A.R. Gurney, Seið skugganna eftir Lars Norén og Snædrottninguna eftir Evgení Schwartz. Var sú sýning tilnefnd til Menningarverðlauna D.V. í leiklist ‘95. Einnig stjórnaði hann ljóðadagskránni Á meðan blómin anga í tilefni 100 ára afmælis Davíðs Stefánssonar. Andrés var fastráðinn leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu síðastliðin tvö leikár. Hann var for- maður Félags leikstjóra 1991-1992, og sat í stjórn B.Í.L. á sama tíma. Næstu verkefni hans eru Animal farm (Dýrabærinn) hjá Leikfélagi M.II. og Nanna syst- ir eftir þá Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson hjá Leiltfélagi Akureyrar. Elísabet Snorradóttir, þýðandi, lauk magisterprófi í enskum og amerískum bókmennt- um frá University of East Anglia í Bretlandi. Ilún hefur verið afkastamikill þýðandi m.a. fyrir leiksvið og Útvarpsleikhúsið. Meðal verka hennar má nefna Hús- vörðinn og Heimkomuna eftir Ilarold Pinter fyrir Pé- leikhópinn og fyrir Þjóðleikhúsið þýddi hún Gertrud Stein Gertrud Stein Gertrud Stein eftir Marty Martin. Einnig vann hún leikgerðina að Snædrottningunni eftir Evgeni Schwartz ásamt Andrési Sigurvinssyni.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.