Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Blaðsíða 27

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Blaðsíða 27
Asmundur Karlsson, Ijósahönnuður, kom fyrst til starfa við Þjóðleikhúsið 1962. Ilann var fastráðinn ljósamaður við Þjóðleikhúsið 1966-1974, en árið 1974-1977 starfaði hann við ljósadeildina í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Ilann sótti námskeið í ljósahönnun í Stokkhólmi 1978 og hefur verið fastráðinn Ijósamaður við Þjóðleikhúsið síðan og ljósameistari ásamt Páli Ragnarssyni undanfarin ár. Ásmundur hefur hannað lýsinguna í hátt í fjörutíu sýningar í Þjóðleikhúsinu og meðal nýlegra verkefna hans má m.a. nefna Kæru Jelenu, Dýrin í Hálsaskógi, Kjaftagang, Skilaboðaskjóðuna, Dóttur Lúsifers, Sannar sögur af sálarlífi systra, Oleanna og Sannan karlmann. Anclrea Gylfadóttir tónlistarumsjón, hefur stundað nám í hljóðfæraleik í hinum ýmsu tón- listarskólum frá unga aldri, er með 7. stig á selló og lauk burtfararprófi frá Söngskóla Reykjavíkur 1987. Hún hefur starfað við kennslu í Tónlistarskóla Akraness, Tónlistarskóla Garðabæjar og Rokkskólan- um í Reykjavík. GRAFÍK, TODMOBILE, TWEETY og BORGARDÆTUR eru meðal þeirra hljómsveita sem hún hefur unnið með. Kirkjugarðsklúbburinn er fyrsta verkefni Andreu við Þjóðleikhúsið.

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.