Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Blaðsíða 27
Asmundur Karlsson, Ijósahönnuður,
kom fyrst til starfa við Þjóðleikhúsið 1962. Ilann var
fastráðinn ljósamaður við Þjóðleikhúsið 1966-1974,
en árið 1974-1977 starfaði hann við ljósadeildina í
Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Ilann sótti
námskeið í ljósahönnun í Stokkhólmi 1978 og hefur
verið fastráðinn Ijósamaður við Þjóðleikhúsið síðan og
ljósameistari ásamt Páli Ragnarssyni undanfarin ár.
Ásmundur hefur hannað lýsinguna í hátt í fjörutíu
sýningar í Þjóðleikhúsinu og meðal nýlegra verkefna
hans má m.a. nefna Kæru Jelenu, Dýrin í Hálsaskógi,
Kjaftagang, Skilaboðaskjóðuna, Dóttur Lúsifers,
Sannar sögur af sálarlífi systra, Oleanna og Sannan
karlmann.
Anclrea Gylfadóttir tónlistarumsjón,
hefur stundað nám í hljóðfæraleik í hinum ýmsu tón-
listarskólum frá unga aldri, er með 7. stig á selló og
lauk burtfararprófi frá Söngskóla Reykjavíkur 1987.
Hún hefur starfað við kennslu í Tónlistarskóla
Akraness, Tónlistarskóla Garðabæjar og Rokkskólan-
um í Reykjavík. GRAFÍK, TODMOBILE, TWEETY og
BORGARDÆTUR eru meðal þeirra hljómsveita sem
hún hefur unnið með. Kirkjugarðsklúbburinn er
fyrsta verkefni Andreu við Þjóðleikhúsið.