Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Blaðsíða 30

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Blaðsíða 30
Leigjandinn eftir Simon Burke Glænýtt, breskt verðlaunaleikrit. Sögusviðið er lítil borg í Bretlandi. Ung kona með vafasama fortíð kemur til borg- arinnar í leit að húsnæði og tekur á leigu subbulegt herbergi. Smám saman takast kynni með henni og húseigandanum en fortíðin eltir hana miskunnarlaust uppi. Spennandi atburðarrás sem kemur sífellt á óvart. Þýðing: HaUgrímur H. Helgason Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson Hljóðmynd: Georg Magnússon Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson Leiltendur: Tinna Gunnlaugsdóttir, Örn Árnason, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Stefán Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Frumsýnt um miðjan janúar Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson oý Þórunni Sigurðardóttur Skáldsagan Tröllakirkja var tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna 1992 og þótti tímamótaverk. Sagan gerist í Reykjavík á árunum eftir stríð, og segir frá íslenskum athafnamanni sem dreymir um að byggja voldugt stórhýsi í Reykjavík. Skýjaborgirnar hrynja til grunna þegar ofbeldis- verk er framið í fjölskyldunni. Átakanlegt verk um hefnd og fyrirgefningu. Er fall sérhvers manns falið í draumi hans? Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson Lýsing: Elvar Bjarnason Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson Leikendur: Arnar Jónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Eyjólfur Kári Friðþjófsson, Jóhann Sigurðarson, Guðrún S. Gísladóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ililmar Jónsson, Ilelga Bachmann, Róbert Arnfinnsson, Bryndís Pétursdóttir og Sveinn Þ. Geirsson. Frumsýnt í marsbyrjun

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.