Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Page 35

Leikskrár Þjóðleikhússins - 05.01.1996, Page 35
okkar? Eftir allt sem hún hefur gengið í gegnum. Hún fer á þessa fundi í góðri trú. Helga Brá: Jaaá, er það virkilega? En þessi snerti- miðill hefur víst svipað handbragð og framliðni maðurinn hennar....lyktar og talar meira að segja með sömu rödd og hann. Helga Gná: Þú heyrir greinilega ýmislegt. Kannski raddir líka? Helga Brá: Þeir eru í öllu falli í góðu sambandi þessir andans menn þykir mér. Eða hitt þó heldur. Helga Mjöll: Hann er enn þá inni í mér. Það er ekki flóknara en það....... mér þykir ennþá ógeðslega vænt um hann. En ef þú held- ur svona áfram þá er ég farin. Helga Brá: Á eftir honum þá? Þú ert nú sjaldnast á staðnum hvort sem er. Ert hvorki með okkur eða í sambandi við sjálfa þig. Þú ættir eiginlega að setja afruglara í þig til að við fengjum loksins skýra mynd af þér. Hvað ertu eiginlega að pæla? Helga Mjöll: Maður má nú hugsa sitt, skárra væri það. En annars finnst mér nánasta umhverfið oft vera eins og leikmynd, já svona sviðs- mynd. Um leið og eitthvað breytist í einkalífinu þá færist allt úr stað í leik- myndinni. Helga Brá: Og þú ert þá sviðsmaðurinn ha, eða sviðskonan kannski? Konan á bak við manninn. Helga Mjöll: Kannski. Nei og þó. En eftir að hann lagðist veit ég heldur ekki lengur hvað er hvað eða hvað er hvar. Bókstaflega ekkert er á sínum stað. Leikmunavörður- inn setur hlutina ekki lengur á réttan stað................og ég gríp bara í tómt. Helga Brá: En núna er búið að setja upp nýtt leikrit. Helga Mjöll: Hvað veist þú um það?. Helga Brá: Ég er ekki blind. Helga Gná: Látið ekki svona. Mér finnst nauðsynlegt að draga línuna einhvers staðar, ég meina leikhúsið er eitt og manns pers- ónulega líf er annað. Ástandið er bara

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.