Landsmál - sept 1947, Side 3

Landsmál - sept 1947, Side 3
BJÖRIM ÓLAFSSOIM: Afieiðingar verðbólguáranna i. Leirfœtur framleiðslunnar. Flestir hugsandi menn í landinu munu nú hafa gert sér grein fyrir því, a3 ekki megi lengur dragast að þjóðin hrindi af sér andvaraleysi ófriðaráranna. Afleiðingar þess koma nú skýrar í ljós með degi hverj- um í fjárhags- og atvinnumálum vorum, sem gengin eru svo úr skorðum, að fullkomin hætta stafar af fyrir alla þjóðina. Kommúnistar eiga drýgstan þátt í því ástandi sem er að myndast, en þó þreytist ekki blað flokksins á að hamra á því, að allir sem varað hafa við afleiðingum dýrtíðarinnar og andvaraleysisins hafi verið glópar og ekkert sannazt af því, sem þeir sögðu fyrir. í því sambandi gat blaðið þess fyrir skömmu, að ég hefði sagt í ræðu 1944, að allt framleiðslukerfi landsins stæði á leirfótum, sem mundu molna í sundur, þegar friður kæmist á í álf- unni. Þetta segir blaðið að hafi reynzt hin mesta mark- leysa. Það er næsta raunalegt eins og nú horfir með atvinnu- mé? þjóðarinnar, að sjá heilan flokk manna neita ein- fölc'aai staðreyndum. Atvinnuvegirnir stóðu að vísu á leii '.útum 1944, en kommúnistar geta þakkað sér það að ve • ' gu leyti, að ekkert er nú eftir af leirfótunum. — Framieiðslan hefir nú engar stoðir til að standa á. Þessu afneita þeir einir, sem hvorki skilja né viðurkenna það einfalda lögmál atvinnulífsins, að framleiðslan getur þvi aðeins haldið áfram til lengdar, að einhver vilji kaupa vörurnar fyrir það verð, sem kostar að framleiða þær. Ef blað kommúnistanna hefði treyst sér til að vitna S

x

Landsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.