Landsmál - sep. 1947, Blaðsíða 4

Landsmál - sep. 1947, Blaðsíða 4
TÍMARIT UM LANDSMÁL frekar í áðurnefnda ræðu, sem haldin var 1944, hefði það getað birt þessar setningar í beinu framhaldi: „Þjóðin lifir nú frá hendinni til munnsins og hún má ekki láta það verð blekkja sig, sem nú fæst fyrir afurðirnar. Það stendur ekki til langframa. Það er holt að hafa það hugfast, að þótt útflutningurinn sé lífsnauðsyn fyrir þjóðina, þá getur heimurinn hæg- lega lifað án þess að kaupa nokkuð af því, sem hér er framleitt. Og hann lifir án þess, ef verðið er hærra en hjá öðrum á sambærilegum vörum. -— Þegar þetta er hugleitt, getur fáum dulizt í hvert fádæma öng- þveiti stefnir nú fyrir allri framleiðslu í þessu landi vegna dýrtíðarinnar11. Nú getur engum hugsandi manni dulizt lengur, að ekki er hægt með hávaðasamri sjálfsblekking að brjóta til lengdar í bág við það lögmál atvinnu og efnahags, sem vestræn þjóðfélög eru byggð á, án þess að lenda í erfið- leikum. Þessu hafa íslendingar lítið sinnt um nokkurt skeið og verða nú að súpa af því seiðið. Það er hægt að gera margt annað þarfara en að svara glópslegu fimbulfambi þeirra manna, sem afneita einföld- ustu staðreyndum. En nú þegar afleiðingar verðbólgu- áranna eru að koma í sinni réttu mynd fram í dagsljósið; nú þegar óveðrið er að skella á og allt atvinnulíf lands- manna er að stirðna í krepputökum dýrtíðarinnar og óhófseyðslunnar, þá virðist ekki úr vegi að gera sér nokkra grein fyrir því, hvemig sakirnar standa og hver aðdrag- andinn er þeirra erfiðleika, sem nú valda þjóðinni sárs- .auka og álitshnekki. n. Fjármálastjórn Alþingis. Síðan ófriðurinn hófst og sýnilegt var að hætta væri á ferðum vegna verðþenslu og dýrtíðar, hefir Alþingi aldrei

x

Landsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.