Landsmál - Sep 1947, Blaðsíða 8
TÍMARIT UM LANDSMÁL
stóls. En þeir, sem áttu féð voru yfirleitt hræddir við
þann grundvöll, sem nýsköpunin var byggð á. Þess vegna
varð með litlum undirbúningi að gera ráðstafanir til
stórkostlegra lánveitinga, því á annan hátt var ekki
unnt að selja gjaldeyrinn og ná tækjunum. Þessar lán- *
veitingar hafa valdið stóraukinni verðþenslu, og þótt
ekkert lánsfé hefði þurft að nota, þá gat ekki hjá því
farið, að það hlaut að valda óhemju verðþenslu eitt út
af fyrir sig, að verja 300 millj. kr. á tveimur árum til
innflutnings á skipum, vélum og tækjum, þótt til ný-
byggingar væri.
Stofnlánadeild sjávarútvegsins var mynduð með því,
að Alþingi skyldaði Landsbankann að lána 100 millj.
kr. af erlendum innstæðum sínum, gegn 2'/2% vöxtum.
Þessi hluti stofnlánadeildarinnar skyldi standa undir
þeim hluta lánveitinganna, sem útheimta erlendan gjald-
eyri, og nefnd eru A-lán. Fjár til B-lána, eða þess hluta,
sem erlendan gjaldeyri þarf ekki til (vinnulaun o. fl.)
skyldi aflað með verðbréfasölu innanlands. Sala þeirra
vaxtabréfa gekk mjög báglega. Það er nú kunnugt að
Nýbyggingarráð hefir mælt með 44 millj. kr. hærri A-
lánveitingum en Stofnlánadeildin hefir til umráða. Ekki
er kunnugt að ráðið hafi gert sér grein fyrir, hvernig átti
að afla fjár til þessara lánveitinga, fram yfir það sem
sjóðurinn hafði til umráða.
Þetta sýnir að litlu leyti, hversu óskiljanlegt og óverj-
andi fyrirhyggjuleysi hefir verið ráðandi í framkvæmd
nýsköpunarinnar. En það sýnir líka þá geipilegu hættu
sem fylgir því að láta opinbera nefnd gerast forsjón
fyrir alla landsmenn á sviði atvinnumálanna og eiga að
skipa málunum eftir sínu höfði, án þess að hafa nokkura .
ábyrgð eða áhættu. Þó er enn ónefnd ein hlið þessa máls,
sem enginn gaumur var gefinn í öllu nýsköpunarglamr-
inu. Hún er sú, að þessar framkvæmdir þarfnast beint
og óbeint innflutnings í stórum stíl til reksturs og við-
halds, ef þær eiga að koma að gagni. Um það er fyrst
8