Landsmál - sep. 1947, Side 10

Landsmál - sep. 1947, Side 10
TÍMARIT UM LANDSMÁL væri fyrir hendi í kringum síðustu áramót. Þjóðin hafði ekki gefið því nægilegan gaum, hvað var að gerast í gjaldeyrismálum hennar, sem stjórnað var af tveimur voldugum ráðum. Og enginn af hinum kjörnu forvígis- mönnum hennar hafði fundið hvöt til að aðvara hana, eða þeim sem stjómuðu að grípa í taumana. Og þjóð- bankinn var með öllu útilokaður frá að hafa nokkurt úr- skurðarvald í þessum málum. Á tveimur árum, 1945—1946, var innflutningurinn rúm- lega 200 millj. kr. hærri en útflutningurinn, auk gífur- legrar notkunar gjaldeyris til ferðalaga, námskostnaðar, utanríkisþjónustu, farmgjalda o. fl. Skýrsla Landsbank- ans fyrir 1946 sýnir, að bankarnir hafa selt gjaldeyri umfram það, sem þeir hafa keypt: 1945 100.2 millj. 1946 256.7 — 1.1. —1.8. 1947 157.2 — eða að gjaldeyrisforðinn hefir minnkað um samtals 514 milljónir á hálfu þriðja ári. Þó hafa 1945—1946 komið inn gjaldeyristekjur 35 millj. kr. fyrir annað en útflutn- ing. Sést af þessu, að mikil gjaldeyriseyðsla hefir farið fram þessi tvö ár, auk hins óhagstæða verzlunarjafnaðar, þó að nokkur hluti af gjaldeyrissölunni hafi gengið til að greiða fyrirfram vörur, skip og tæki, sem voru í pöntun. Þetta sýnir, að hálfu öðru ári eftir að ófriðnum lýkur hefir verið selt yfir 60% af gjaldeyriseigninni og af- ganginum að mestu ráðstafað. Ætla mætti að þeir, sem bera ábyrgð gagnvart þjóðinni á framkvæmd þessara mála, hefði fundið ástæðu til að gera sér ljóst, hvert stefndi og gera ráðstafanir til stöðvunar á þessari hættu- legu þróun, áður en allt væri komið í óefni. Þótt hörmu- legt sé að segja það, virðist enginn, sem vald hafði í þessum efnum, hafa gert raunhæfar ráðstafanir til að forða þjóðinni frá því að lenda í þeirri niðurlægjandi og hættulegu gjaldeyriskreppu, sem hún er nú komin í. Þetta mátti þó sjá löngu fyrirfram af gjaldeyrissölu 10

x

Landsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.