Landsmál - Sep 1947, Page 11

Landsmál - Sep 1947, Page 11
TÍMARIT UM LANDSMÁL bankanna og hinum óhagstæða verzlunarjöfnuði frá mánuði til mánuðar, ekki sízt af þeim, sem höfðu þræð- ina í hendi sér og aðgang að öllum upplýsingum í þess- um efnum. Þróunina í utanríkisverzluninni má glöggt sjá af greiðslujöfnuðinum undanfarandi ár: -s- 47 millj. kr. -4- 18 — — + 7 — — -f- 52 — — -í-152 — — 1942 1943 1944 1945 1946 1947 (6 mán.) -4- 131 Síðan í ársbyrjun 1945 og til 1. júlí 1947 hefir greiðslu- hallinn numið 335 millj. kr., auk ósýnilegra útgjalda, sem hafa numið aðeins á árinu 1946 um 80 millj króna, skv. skýrslu Landsbankans. Þær tvær stofnanir, sem ráðið hafa gjaldeyrissölunni undanfarin 2—3 ár, Viðskiptaráð og Nýbyggingarráð, bera að vísu formlega sök á hinni óhemjulegu gjaldeyris- eyðslu, vegna þess, að þessum tveimur stofnunum var gefið því nær takmarkalaust vald yfir þessum málum og bankarnir réðu þar engu um. En þó verður að taka tillit til þess, að ýmsar ráðstafanir og fyrirmæli þings og stjórnar hafa haft mikil áhrif á framkvæmdina. Samkvæmt skýrslu Landsbankans gáfu þessar tvær stofnanir út ný gjaldeyrisleyfi á árinu 1946 fyrir 736 millj. kr. og framlengdu leyfum frá árinu 1945 fyrir 89 millj kr. í umferð hafa þá verið á árinu sem leið gjald- eyrisleyfi fyrir hvorki meira né minna en 825 millj króna. Þegar þess er gætt, að Nýbyggingarráð hefir umráð yfir 300 millj., sem ekki mun öllu hafa verið ávísað á árinu 1946, kemur í ljós, að Viðskiptaráð hefir sett í umferð á árinu sem leið gjaldeyrisleyfi, er námu 550—600 millj. króna. En útflutningur 1945 var 267 millj. og 1946 reynd- ist hann 291 miUj. Verður ekki annað séð en að Viðskipta- ráð hafi ráðstafað gjaldeyri til innflutnings og annara 11

x

Landsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.