Landsmál - sep. 1947, Side 14

Landsmál - sep. 1947, Side 14
TÍMARIT UM LANDSMÁL Útlán bankanna síðustu ár hafa verið sem hér segir, samkvæmt skýrslum Hagstofunnar: 1942 (des.) 173 millj. 1943 — 193 — 1944 — 236 — 1945 — 337 — 1946 — 482 — 1947 (1./7.) 573 — Hækkun útlánanna frá ársbyrjun 1945 til 1. júlí 1947 nemur 337 millj króna. Þessi aukning útlánanna, ein út af fyrir sig, er nógu mikil til að valda verðbólgu í þjóð- félagi, sem flytur út afurðir fyrir 270—290 millj. á ári. Útlánin eru komin langt yfir það mark, sem teljast verður öruggt og skynsamlegt. Samanlögð sparisjóðseign (bankainnlög) landsmanna, nam 1. júlí síðastliðinn 528 millj. króna. Útlánin eru því komin fram úr því fé, sem bankamir ráða yfir til geymslu eða forvöxtunar. Það mundi annarsstaðar vera talin ógætileg bankastarfsemi. Ábyrgðin á lánastarfseminni hvílir að mestu á bönk- unum, en þó verður þess að gæta, að hér á ríkið bankana og hið pólitíska vald í landinu á hverjum tíma getur haft gagnger áhrif á bankastarfsemina. Þetta er einn veikasti hlekkurinn í fjármálakerfi okkar. Löggjafar- valdið og ríkisvaldið, sem með ráðstöfunum sínum und- anfarin ár hefir valdið stórkostlegri hækkun ríkisútgjalda og þar með óbeinlínis sívaxandi óhagstæðum verzlunar- jöfnuði, hefir jafnframt beint og óbeint valdið óeðlilegri hækkun útlána. Hjá nágrönnum okkar, Dönum, var farið öðruvísi að. Þar var fé einkabankanna fest að verulegu leyti í þjóðbankanum til að hindra hækkun útlána og hindra verðbólgu. Landsbankinn er eign ríkisins, en þó er hann svo sjálf- stæð stofnun, að engin ríkisstjórn getur neytt hann til að gera ráðstafanir, sem stjórn hans telur varhugaverðar eða hættulegar. Samt hlýtur hann að vera jafnan bund- U

x

Landsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.