Landsmál - sept 1947, Síða 17

Landsmál - sept 1947, Síða 17
TÍMARIT UM LANDSMÁL strax í ljós, að kostnaðurinn við embættisrekstur ríkisins er orðinn gífurlegur. Alþingi, ríkisstjórn, dómgæzla, lög- reglustjórn, tolla- og skattheimta, heilbrigðismál, kennslu- mál, kirkjumál, eftirlaun kosta á þessu ári 08 millj. króna. Þetta er aðalembættisbáknið. Auk þess mætti vel telja vegamál, samgöngur, vitamál og flugmál með föstum rekstri, en þessir liðir nema 31 millj kr. Engum ofan- greindra liða er unnt að sleppa alveg, ef halda á í horf- inu nauðsynlegum rekstri þjóðfélagsins þótt möguleikar séu fyrir hendi að draga eitthvað úr útgjöldunum. Auk þessara útgjalda eru fjárveitingar til félagsmála, er nema 23.6 millj. króna. Af þeim er stærsti liðurinn alþýðutryggingar 18.7 millj. Auk þess eru landbúnaðar, sjávarútvegs-, iðnaðar- og raforkumál 22 millj. króna. Allt er þetta afar erfitt að skera niður svo nokkru nemi á skömmum tíma. Þetta, sem hér hefir verið lauslega talið og telja mætti fastan reksturskostnað ríkisins nemur á fjárlögum þessa árs um 144 millj. króna. Eg endurtek það, að möguleikar eru á að færa eitthvað niður þessi útgjöld, en það yrði varla gert svo nokkru nemi, nema með allsherjar niður- færslu kostnaðar í landinu. En því lengur sem dregst að mæta þeim vanda, er brestandi tekjustofnar ríkisins leiða af sér, því meiri hætta er á því, að útgjöldin, eins og þau eru nú ákveðin í fjárlögum, vaxi ríkissjóði yfir höfuð. Ef ráðstafanir eru ekki teknar í tíma, getur af því hlotizt fullkomið öngþveiti í opinberum fjármálum, er endað getur með greiðsluþroti. Þegar rætt er um afkomu ríkissjóðs á þessu ári, þá verður hún ekki metin nema gætt sé ábyrgðarinnar á fiskverðinu, sem nú er fyrirsjáanlegt að kostar ríkissjóð tugi milljóna. Uppgjör á því stendur nú fyrir dyrum. Ábyrgðin var boðin fram af Alþingi í vetur til þess að það gæti einu sinni enn skotið sér undan aðgerðum í dýrtíðarmálunum. Og ábyrgðin var gefin í því trausti, að enn einu sinni væri hamingjan hliðholl þeim, sem 17

x

Landsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.