Landsmál - Sep 1947, Síða 19

Landsmál - Sep 1947, Síða 19
/ TÍMARIT UM LANDSMÁL öflun gjaJdeyris til að greiða þessar skuldir og til inn- flutnings matvæla og rekstursefna framleiðslunnar á þessu og næsta ári, er undir því komin, að framleiðslan geti starfað og selt afurðir sínar án tapreksturs á því verði sem erlendir markaðir vilja greiða. Að meðaltali mun framleiðsluverð okkar vera 40—50% af hátt, vegna verðbólgu og dýrtíðar. Ef þetta fæst ekki leiðrétt í haust, stöðvast allur bátaflotinn í vetur. Landið hefir þá lítið til að kaupa fyrir erlendar lífsnauðsynjar. Óþarfi er að lýsa því hvað þá tekur við. Af gjaldeyrisskortinum og óvissunni um framleiðsluna stafar samdráttur í flestum greinum atvinnulífsins og atvinnuleysi siglir í kjölfarið. Byggingarstarfsemin stöðvast að mestu. Efnið er af skornum skammti og fé fæst ekki til framkvæmda. Iðnaðurinn, sem er ein stærsta atvinnugrein í Reykjavík, fækkar við sig fólki í stórum stíl vegna efnaskorts. Verzlunin dregst saman og þeim fækkar ört sem að henni starfa. Vegna þverrandi vöru- flutninga minnkar mikið sú vinna sem skipafélögin hafa veitt. Allt bendir til þess að stórfellt atvinnuleysi sé að myndast í landinu vegna þess að verðþensla, dýrtíð og opinber eyðsla er komin á það stig, að atvinnuvegirnir geta ekki lengur risið undir því og ekki lengur fyllt þá gjaldeyrishít, sem þarf til að viðhalda dansinum kring- um gullkálfinn. Nýsköpunin, sem flutt hefir inn tæki og vélar fyrir 300 millj. kr. er að mestu byggð á lánum. Ef nokkuð blæs á móti, gefast margir upp af þeim, sem nú skulda stórfé út á þessi tæki og sum ekki verða rekin án stór- felldrar verðlækkunar. Það verður eitt mesta vandamálið • innan skamms. Með lánveitingum og fjárfestingu undan- genginna ára hefir hinu veikbyggða fjárhagskerfi lands- ins verið stefnt í mikla hættu. Sú hætta hangir nú sem brugðinn brandur yfir atvinnulífinu. I byrjun þessa árs gaf Alþingi ríkisvaldinu til fram- kvæmdar hæstu fjárlög í sögu landsins. Þau fjárlög 19

x

Landsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.