Landsmál - Sep 1947, Síða 20
TÍMARIT UM LANDSMÁL
styðjast aðallega við tekjustofna, sem nú hljóta að bresta.
Afkoma ríkissjóðs er því í yfirvofandi hættu. Ef ógæfa
hendir ríkissjóð, þá lendir það sem farg á allri þjóðinni.
Þessi mynd er ekki falleg en hún er sízt dregin í svart-
ari litum en efni standa til. Þjóðinni er nú ekkert nauð-
synlegra en að vita nákvæmlega hvar hún er á vegi stödd,
því það eitt getur nú bjargað landsmönnum frá að þurfa
að hokra við fátækt og volæði næsta áratug og lifa sem
stritandi kotungar með auðlindir náttúrunnar á báðar
hendur.
VIII.
iivað er hatgt tuí gera?
Eg geri ráð fyrir að fáir treystist til að fullyrða, að
þeir geti gefið óbrigðult ráð til þess að lækna ástandið.
Þjóðinni er nú líkt farið og manni, sem lengi hefir geng-
ið með illkynjaðan sjúkdóm. Því lengur sem það dregst
að leitað sé lækningar, því erfiðara verður að ráða niður-
lögum sjúkdómsins. Nú stoða ekki lengur þau meðul,
sem að gagni gátu komið fyrir tveimur árum.
Mér er ljóst að lengi má deila um þær leiðir sem hægt
er að fara, en eins og nú er komið, stoðar ekkert annað
en róttækar ráðstafanir, þótt sársauki fylgi. Ef ekki
eru nú stigin þau skref, sem duga til afturbata, þá mun
ástandið leita sér jafnvægis á annan og sárari hátt.
Nú er ekki tími til að einblína á orsakir kreppunnar og
saka hver annan um það sem orðið er. Heldur verður
nú að snúa bökum saman og verjast hættunni — af
drengskap og ósérplægni.
Hið fyrsta sem ætti að gera sér Ijóst, er að þjóðin má
ekki kaupa sér stundarfrið í erfiðleikunum með því að
taka erlent lán. Eins og ástandið er nú í heiminum,
byggist aðstaða landsins til sjálfsforræðis og frjálsra
. 20