Landsmál - sep. 1947, Side 22

Landsmál - sep. 1947, Side 22
TÍMARIT UM LANDSMÁL urðir sínar á erlendum markaði. Til þess eru aðallega tvær leiðir. Að lækka gengi krónunnar eða færa niður vísitöluuppbót á kaupgreiðslum. Mætti hugsa sér að nota hvorttveggja. Ef krónan væri lækkuð um 15% (30 krónur sterlingspundið) og vísitöluuppbót bundin við 250 stig, mætti að líkindum ná því marki sem framleiðslunni í svipinn er nauðsynlegt til þess að geta starfað. Þetta er hvorttveggja neyðarúrræði, en nú verður heldur ekki á allt kosið. Um leið og þetta væri gert, yrði að ákveða landbúnaðar- vörunúm grunnverð, er síðan tæki sömu vísitölu uppbót og kaupgjaldið. Þessar afurðir mundu þá lækka í sama hlutfalli og kaupið. Á sama tíma ætti að fella burtu, að minnstakosti frá næstu áramótum, allar tollahækkanir síðasta þings. Mundi það gera meira en vega á móti gengislækkuninni í vöruverðinu innanlands. Ennfremur ætti þá að fella burtu niðurgreiðslur ríkissjóðs vegna dýrtíðarráðstafana og fjárlögin verður að færa svo nið- ur, að greiðslujöfnuður náist með tekjum sem áætlaðar eru í samræmi við þverrandi fjárráð landsmanna. Þetta ■eru róttækar ráðstafanir, en ekkert annað stoðar, ef vel á að fara. Með þessum ráðstöfunum mundi verðlag lækka í land- inu á tiltölulega skömmum tíma. Niðurfærslan er erfið meðan á henni stendur, en eg hefi þá trú að hún muni reynast léttari en margur hyggur nú. Til þess að við getum komist í samræmi við fram- leiðslukostnað nágrannaþjóða okkar er nauðsynlegt að vísitalan komist niður í 200 stig. Því marki mætti hugsa sér að ná með því að dreifa frekari lækkun á 1—2 ár. Það mundi tryggja framleiðsluna, en nýtt líf mundi færast í allan atvinnurekstur í landinu um leið og fram- leiðslan væri komin á arðberandi grundvöll. Þá ætti jafnframt verðlagið fljótlega að komast í jafnvægi við launin. 22

x

Landsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsmál
https://timarit.is/publication/2071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.