Landsmál - Sep 1947, Page 23
Barátta
gegn dýrtíð og hrunl
BJÖRN ÓLAFSSON hefir í sex ár varað við afleið-
ingum verðbólgunnar, sérstaklega á árunum 1943—’44,
meðan hann var fjármálaráðherra. Hér birtast nokkrir
stuttir kaflar úr ritgerðum og ræðum eftir hann, sem
birzt hafa á prenti, þar sem hann varar við þeim þreng-
ingum, er þjóðin hljóti að komast í ef dýrtíðinni eru ekki
skorður settar.
Ástandið eins og það er nú orðið og lýst er í ritgerð
hans hér að framan, er hverjum manni ærið áhyggju-
efni. En þegar svo er komið, er heldur ekki úr vegi að
rifja upp lítilsháttar hvað þeir menn hafa sagt, sem
ætíð hafa varað við hættunni er af dýrtíðinni hlýtur að
leiða og öllum er nú að verða ljós.
Ritað í Vísi 7. jan. 1941.
„-------Sterk bein þarf til að þola góða daga. Það
r hlýtur að verða prófsteinn á atgjörfi landsmanna til að
ráða málum sínum og byggja upp fullvalda þjóðfélag,
hvernig þeim tekst að vefa sér örlög úr þeim þráðum
sem forsjónin hefur nú um stund fengið þeim í hendur.
I Ef manndómur þjóðarinnar er nógu mikill til að halda
ró sinni og dómgreind um þessar mundir, þá verður henni
til giftu og gengis í framtíðinni það fé sem hún fær nú
fyrir starf sitt og framleiðslu. En þoli hún ekki með-
lætið þá skapast hér óheilbrigð þensla og óvarlegur rekst-
ur er valdið getur hruni og öngþveiti í þjóðfélaginu. Aðal
23