Landsmál - sept 1947, Síða 28
TÍMARIT UM LANDSMÁL
sem lendir á öllum en þyngst á þeim sem aumastir eru
í þjóðfélaginu. Það er þetta sem reynt er að forðast með
því að knýja dýrtíðina niður, þann vágest sem aðrar
þjóðir heims óttast meira en nokkuð annað böl. Það er
því nærri broslegt, þrátt fyrir hina miklu alvöru þessa
máls, að heyra suma menn hamra á því seint og
snemma að þeir sem vilja stöðva dýrtíðina gera það ein-
göngu til að lækka laun almennings. Þessum mönnum er
rétt að fyrirgefa, þeir vita ekki hvað þeir segja, ef orð
þeirra eru ekki vísvitandi fals og fláttskapur.
Þjóð sem keppist við að auka tekjur sínar með verð-
þenslu og dýrtíð er eins og maður sem hyggst muni geta
drýgt mjólkina með því að bæta í hana vatni.---------
Mikill hluti landsmanna lifir enn í þeirri trú að stöðugt
hækkandi tekjur sjúkrar og lækkandi krónu veiti þeim
aukin lífsgæði. Sorglegast er að hópur manna í land-
inu reynir af alefli að halda mönnum við þessa lífsskoðun,
þótt hún hljóti að leiða til almennrar atvinnustöðvunar
og eyðileggingar á þeim verðmætum og hugsjónum sem
þjóðfélagið byggir á tilveru sína. Ef fyrir þessum mönn-
um vakir að rústirnar séu bezta undirstaðan til þess að
byggja á og þess vegna sé öngþveitið ákjósanlegast, þá
er það ekki þeirra leiðsögn, sem þjóðin þarfnast nú.“
Út\arpsumræður á Alþingi 11. sept. 1944.
„-----Sumir menn munu ef til vill segja að óþarfi sé
að vera með þennan barlóm, því að þrátt fyrir aðvaranir
og hrakspár undanfarin 2 ár hafi allt gengið vel og vel-
gengnin hafi aldrei verið meiri en nú. Er því nokkur
ástæða til að ætla að farsældin geti ekki enn haldið áfram
að vaxa, þótt dýrtíðinni séu engar skorður settar?
Eftir síðasta ófrið var ástandið í Bandaríkjunum ekki
ósvipað því sem hér er nú. Af völdum ófriðarins streymdi
gullið þangað og verðbólgan magnaðist. Hin falska vel-
gengni var meiri en nokkurn tíma hafði áður þekkst.
Þjóðin var farin að trúa að velsældinni væru engin tak-
28