Vonin


Vonin - 28.08.2025, Blaðsíða 8

Vonin - 28.08.2025, Blaðsíða 8
kynning Vonin - Féhirðir YES QUEENS!!! You made it! Velkomin í Verzlunarskólann! En hvað gerir þessi drolla sem er féhirðir? Féhirðir sér um fjárhag Nemendafélagsins okkar og er basically gjaldkeri NFVÍ. Féhirðir ber því mikla ábyrgð, því hann deilir pening út til nefnda svo þær geti sinnt sínum störfum. Það er æðislegt að geta verið féhirðir, því þú þarft að vinna jafnt með öllum og kynnist svo mikið af nýju fólki. Þú þarft líka að tala við fyrirtæki og er þetta ótrúlega góð reynsla fyrir atvinnulífið. Féhirðir sendir og bókar alla reikninga fyrir styrki og greiðslur sem NFVÍ þarf að greiða. Það er mjög mikilvægt að hafa gott skipulag og sjá til þess að peningurinn komi sér til skila. Það er mikilvægt að vera skipulagður og að hafa góð samskipti við alla í skólanum. Og það sem gerir þetta skemmtilegast er að sjá alla vinnuna sem nefndir leggja í sitt starf koma sér til skila, t.d með blöðunum, böllunum, leikritum, lögum og fleira. Verið bara þið sjálf og you will eat verzló up! ERON Gott að sjá ykkur busameistarar og verið velkomin í Verzló! Ég veit nákvæmlega hvernig ykkur líður, þið eruð ekkert eðlilega spennt að kynnast nýju fólki, eruði í smá sjokki yfir því hvað þetta er allt eitthvað stórt, og vitið eiginlega ekkert hvað er að gerast. En hahaha þið hafið ratað á rétta blaðsíðu, við erum Skemmtó og við erum hér til að taka vel á móti ykkur. Við höfum verið á fullu í sumar að heimsækja nýnema og flippast aðeins í þeim og hlökkum ekkert eðlilega mikið til að sýna ykkur vakningamyndbandið í Nýnemavikunni (önnur vika skólaársins). Þar er sko allt að gerast, party á marms, skreyttar stofur, stigaleikir og bara allt það besta sem Verzló hefur uppá að bjóða. Vikan endar með stæl á nýnemaferð og illuðu balli. Næst á dagskrá er Skemmtunarskólablaðið (skemmtilegasta meme tískublað Verzló) sem við gefum út með V91 í VÍ-emer vikunni. Eftir þetta bíður það allra besta... VÆLIÐ, stærsti og flottasti viðburður Verzló sem haldinn er í Eldborgarsal Hörpu. Allir klæða sig í sitt fínasta púss, fara út að borða með bekknum sínum og skemmta sér rosalega á söngvakeppni sem inniheldur skemmtiatriði, artista og færustu söngvara Verzló. Eftir alla þessa gleðivímu brýst ástin að sjálfsögðu fram, en það er í Valentínusarvikunni sem við höldum með Listó um miðjan febrúar. Já þar getur þú, elsku nýnemi, loks fundið ástina þar sem marmarinn er málaður rauður af ástarsendingum og rómantík. Ásamt öllu þessu er okkar helsta markmið að tryggja að fólk sé alltaf í góðum gír og við tryggjum það með skemmtilegum hittingum yfir skólaárið ;) Við í Skemmtó hlökkum til að sjá ykkur og getum ekki beðið eftir því að fá að kynnast ykkur betur! DAGUR EVA-KÁRI HLÍÐBERG-ÍSOLD-TINDUR-PÉTUR-GUÐRÚN-KÁRI HJALTA-VALUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vonin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vonin
https://timarit.is/publication/2078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.