Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.04.1926, Blaðsíða 3
3. apríl 1926. ALÞÝÐUBLAÐID 3 væri óþolandi, og sagt við þá: „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér, og sá, sem ekki saman safnar með mér, hann sundur- dreifir.“ Skölamynd. Hólmfríður Árnadóttir kenslu- kona sýndi kvikmynd á miðviku- daginn er var í nýrra kvikmynda- húsinu. Bauð hún þangað kenn- araliði og fleirum. Myndin var ágæt. Væri skólum happ að geta notið hennar. Horfendur sjá á myndinni líkamlegan Jproskaferil jurta, dýra og manna. H. J. Gufunessland að frá dregnu Geldinganesi er h. u. b. 340 hektarar. Mestur hluti þess er mjög vel fallinn til rækt- unar. Nauðsynlegt væri að athuga framræsluþörf þessa lands. Þarna mætti fá mikið beitiland og gott, ef. það fengi framræslu. Það minsta, sem gért verður, er að láta leiguna af jörðihni ganga til nýrspktar. Það liefir of lengi verið vanrækt, láglendið út frá Gufu- nesstúninu, svo ágætt sem það er til ræktunar. K. G. AlpmgL Neðri deild. Á iniðvikudaginn var urðu þar mestar umráeður um frv. um þann viðauka við hafnarlög Reykjavík- ur, að hafnarsjóður fái lögveð í skipum fyrir þeim gjöldum, sem skýrt var frá hér í blaðinu s. 1. mánud. Var þetta 3. umr. um frv. Jón Baldv. tók fram, að það væri flutt til þess að greiða fyrir við- skiftum aðkomubáta við höfnina. Það gæti orðið óhagræði stund- um, ef hafnarstjórinn beitt halds- rétti þeim, sem hann hefir að lög- um, og kyrsetti báta, ef ekki væri hægt að greiða gjöldin af þeim í Iwert sinn, áður en þeir færu, því að oft gæti komið fyrir,. að það væri örðugt í svipinn. Lögveð yrði trygging fyrir greiðslunni, og hefði þá hafnarstjóri ekki að eins að velja um kyrrsetningu eða enga lögfesta tryggingu ella. P. Ott. og M. Guðrn. rnæltu á móti frv. og töldu það óþarft, og áður höfðu þeir Sigurjón og J. A. J. lagst á móti því. Vildu þeir held- ur haldsréttinn en vinsamleg við- skifti. Breyt.till. frá J. Kjart., um að undanfella sektirnar fyrir brot á reglum hafnarinnar, var fyrst samþykt, en síðan var frv. sjálft felt með 14 atkv. gegn 6. Verði nú -hafnarstjóri að grípa til halds- réttarins og kyrsetja þá aðkomu- báta, sem ekki er hægt að greiða gjöldin fyrir á meðan þeir eru af- greiddir hér, þá er réttast, að þeir, sem fyrir því verða, snúi sér til banamanna frv. og krefji þá lið- sinnis, og þá sérstaklega til þeirra, sem forustuna höfðu um fall þess, — P. Ott., Sigurjóns, J. A. J. og Magn. Guðm. Frv. um alþingiskjör(skrár), sem e. d. hafði endursent, var afgreitt sem lög, og lengist samningstími kjörskránna um mánuð. Nær sú breyting einnig til sveita. — Frv. um sölu á Snæringsstöðum í Vatnsdai var vísað til 2. umr. og mentamálan. og um bryggjugerð í Borgarnesi til 3.umr. með þeirri breytingu samg.m.n., að framlag ríkissjóðs til hennar sé ákveðið eigi meira en 150 þús. kr. Efri deild. Þann dag voru 3 mál afgreidd umræðulaust þar, en um eitt urðu mjög langdregnar umræður og vöruðu um þrjár stundir. Það var ljósmæðrafrv., 3. umr, Var það loks afgreitt þannig breytt til n. d., að laun ljósmæðra í sveitum skuli vera 300 kr. á ári og hækka þriðja hvert ár um 50 kr., upp í 500 kr. og sé greidd dýrtíðar- uppbót á þau. Auk þess fái ljós- mæður í umdæmum, sem hafa yf- ir þúsund íbúa, 30 kr. fyrir hverja 100 íbúa, sem fram yfir eru, þó svo, að öll launin, án dýrtíðar- uppbótar, fari eigi fram yfir 1500 kr. 1 kaupstöðum, þar sem eru Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. öll þessi fegurð hefði ekki tilætluð áhrif á hann. Hann leit út undan sér á majórinn; — alt var eins og það átti að< vera, og brosið á andlitinu á Jóni lengdist. Majórinn var alt af viðbjóðslegur að sjá, en sjaldan var hann viðbjóðslegri en nú. Hin syndandi drykkjumannsaugu loguðu af dýrslegri eigingirni. Hann var líkastur á svip- inn götustrák, er sér flugu, sem hann langar til að ná í til að geta rifið af henni vængi og fætur, eða þá okurkarli, sem sér ein- hverja leið til að fá 25 af hundraði í vexti á mánuði. Það er alkunnug gríska goðasögnin af ó- freskjunni Medúsu, sem Perseifur drap. Hún var með þeim ósköpum, að lokkar hennar voru lifandi nöðrur, og hver maður, sem á andlit hennar leit, varð að steini. Þegar Guðrún sá majórinn og varð fyrir hinu græðgislega augnatilliti hans, var engu Jíkara en að brugðið hefði verið upp fyrir henni ásjónu Medúsu. Það speglaðist áköf angist í hverjum drætti andlits hennar, og það var eins og hver lína væri meitluð í afarharðan stein. En Maxwell leit á þau Guðrúnu og majór- inn á víxl. 'Það var þunglyndur meðaumk- unarsvipur á andlitinu, er hann leit á Guð- rúnu. En það var bót í máli, að augnaráð drepur ekki, því að annars hefði majórinn hnigið út af örendur, þar sem hann stóð, fyrir tiliiti Maxwells. V. KAFLI. Það skríðnr til skarar. Öllum óspiltum mönnum, og flestum spilt- um líka, mun vera svo farið, að sakleysi æskunnar, sem fyrir augu þeirra ber, geri þá að betri mönnum, að minsta kosti í bili. Það er eins og ósjálfrátt grípi menn angur- blíð iotning, og eins og þeir andlega séð dragi skó sina af fótum sér, er þeir nálgast

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.