Alþýðublaðið - 12.05.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1926, Blaðsíða 3
"9Z6I !<2Ui gi ALPÝÐUBLAÐID 3 sú till. var feld. — Þingsál.till. um kaup á snjódreka og bifreið- am var endanlega samþykt. Einn- ig „Esju"-ferðatillagan og till. um rannsóknarferðastyrkinn til dr. Reinsch (til e. d.), en síðari hlutinn (tít byggingar laxastiga) feld. Póst- afgreiðslustaðatill. var vísað til stjórnarinnar (með 13 gegn 12). Kvað M. G. póststjórann ekki vera á móti því, að afgreiðsla yrði bæðí á Einarsstöðum og Grenjað- arstað. Með því að margir deildarmanna voru fjarstaddir, tókst J. A. J. að fá minnihlutasamþykt til að skora á Magnús Guðmundsson að gera breytingu á iðgjaldsgreiðslu hlutar-sjómanna, sem þó er ekki framkvæmanleg, ef stjórnin ætlar að halda slysatryggingarlögin, því að þingsályktanir og reglugerðir geta ekki breytt lögum. Á það benti líka Jón Baldv. Sams konar till. í frv.formi hafði og deildin áður fyrr á þinginu, þegar fleiri voru við staddir, vísað frá sér að sámþykkja. Við umræðurnar minti M. T. á útgerðarhlutina eða „dauöu" hlutina, sem útgerðar- menn báta taka sem gjald fyrir skip og veiðarfæri og bénti á, að af þeim skyldi gjaldið greiða, en ekki af óskiftum afla, eins og J. A. J. vill vera láta. 1 sömu ræðu lýsti M. T. áhættumun þeirra bát- eigenda, sem róa sjálfir, ög hinna, sem taka hlut sinn á þurru landi. Efri deild. 1 fyrra dag var í e. d. þál.till. nm rýmkun landhelginnar endan- lega samþykt, og afnám löggild- inga baðlyfja og frv. um skip- strönd og vogrek og björgun strandmanna, skipa og góz af- greidd sem lög, fossavirkjunarfrv. endursent n. d. og verðtollsfrv. og helgidagafrv. vísað til 3. umr. Fjárhagsnefnd e. d. var öll sam- mála um að leggja til, að verð- tollurinn skyldi ekki festur lengur en til 1. marz 1928. Þegar svo var komið, sá Jón Þorl., að ekki myndi tjá að krefjast takmarka- lausrar festingar tollsins, en þá lagði hann til, að hann haldist til 1. jan. 1929, og var það samþ. Samþ. var aö undanþiggja við- boðsáhöld tollinum. F>ær breytingar voru gerðar á fo-ssavirkjunarfrv., eftir titlögum Bj. Kr., Gunnars og Jóhanns, að mannvirki þau, sem gera þarf vegna starfrækslunnar, þurfi ekki að vera fullger fyrr en 10 árum eftir að leyfið er veitt (frestinn síðasta árið getur ráðherra veitt), og að 50 þús. kr. trygginguna þurfi fössafélagið ekki að setja fyrir efndum á virkjun og sér- leyfisskilyrðum. Pá kom og til umr. þál.till. Jónasar um aðstöðu málfærslu- nianna við undirrétt. Kvaðst ; J. Magn. ékki reiðubúinn að svara því, hver kostnaður hafi orðið af skipun setudómara í stað bæjar- fógetans hér sökum þess, að son- ur hans hefir sótt eða varið mál fyrir réttinum, en vísaði í landsreikninga og skjöl í stjórnar- ráðinú. Jóhann lagði til, að máli þessu væri vísað til stjórnarinnar og var svo gert með 10 atkv. gegn 4 (Jónasar, Einars, Guðm. og Ingvars). — Síðar deildu þeir Jónas og Jóhann lengi um gróða- skattsfrv. Jónasar. Var þeirri umr. svo frestað. í gær var í e. d. útsvarsfrv. end- ursent n. d. með þeirri breytingu einni, að konum sé skylt að taka við kosningu í niðurjöfnunar- nefndir. Aðrar br.till. voru feldar. ¦— Verðtollsfrv. var einnig endur- sent n. d. — Frv. um útrýmingar- böðun fjárkláðans var vísað pá með dagskrártill. frá landbn., og fylgdi með ósk um, að stjórnin leiti umsagna sýshmefndanna um málið. Fjárhagsn. klofnaöi um bæði happdrættisfrv. og vörutollsfrv. Voru íhaldsmennirnir með báðum, .en Jónas og Ingvar á móti. Eftir allhvassar deilur voru bæði samþ. til 3. umr. — Gróðaskattsfrv. Jón- asar var felt með 8 atkv. gegn 3 (Jónasar, Einars og Ágústs, en Ingvar var þá veikur ög Guðm. ekki við né heldur J. Magn.). Landsbankafrv. dagaði uppi. Leitað var afbrigða til að taka Landsbankafrv. til umræðu, en þeim var neitað með 9 atkv. gegn 2, og er það þar með dagað uppi. — Slíkt er afl og dugnaður ihalds- stjórnarinnar við áð koma fram þeim frv., er betur væru samþykt, en um að varpa álögum á alþýð- una er stjórnin sú í essinu sínu. Leiðrétting. í dagskrártill., sem samþ. var í gengismálinu, er hin viðskéytta óljósa ósk um að geng- isröskun verði afstýrt. 35 ára leikaraafmæli á Friðfinnur Guðjónsson prentari í dag. Minnist Leikfélagið þess .¦með því að leika „Þrettánda-kvöld" Shakespeares-til ágóða fyrir hann. Verður sú ágóðasýning vafalaust fjölsótt, því að Friðfinnur nýtur að verðleikum mikilla vinsælda sakir listar sinnar. Hefir hann leikið talsvert á annað hundrað hlutverka af margvíslegasta tagi og með því lagt drýgri skerf til islenzkrar leikmenningar en metið verði til hlítar í skyndi. Nýjnstu tfðindl erlenð. Khöfn, FB., 11. maí. Norðurför Amundsens. Frá Kingsbay er símað: Búist er við þyí, að loftskip Amundsens fari af stað á þriðjudagsmorgun. Byrd kominn aftur örlítið kalinn á höndum og nefi. Sérfræðingar eiga erfitt með að ákveða, hvort hann hafi komist á heimskautið, og líta svo á, að ná- kvæm vísindaathugnn hafi verið ökleif úr flugvélinni á hreyfingu. Flug Byrds þykir einstæð íþrótta- frammistaða. Hann hafði mat til tveggja daga. Hefði honum hlekst á, þótt að eins hefði verið lítils háttar, var dauðinn vís. (Klausa þessi er lítið ejtt lengri í skeyt- inu, eh svo afbökuð, að ógerning* ur er að ráða í, hvað við er átt.) Frá Washington er símað, að Coolidge forseti og flotamálaráð- herrann hafi sent Byrd hamingju- óskir. Miki) gleði er meðal þjóð- arinnar. « Marokköstriðið. Frá París er símað, að ófriður sé endurnýjaður í Marokkó. Þjóðrembings-óeirðir. • Frá París er símað, að þjóð- ernissinnar hafi haldið kröfugöng- ur á Jeanne d'Aíc daginn þrátt fyrir, að stjórnin bannaði flokk- unum það og tileinkun þjóðar- dýrðlingsins. Tvö hundruð settir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.