Alþýðublaðið - 26.06.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.06.1926, Blaðsíða 3
26. júní 1926. S réttinn hefir sá, er jörðina situr, svo lengi sem hann uppfyllir skyldur sínar sem góður iandseti . og jarðyrkjumaður. Ef iðnverka- maður eða daglaunaíhaður, sem vinnur hjá stórbónda, vill setja sig niður sem sjálfstæður smá- hóncli, pá þarf hann nú ekki að Jhleypa sér í skuidir fyrir jarðar- verð, eins og svo títt var áður, ef maður vildi fá eignarrétt á jarðarskika. Nú getur hann feng- ið lánaöa peninga hjá ríkinu tif húsagerðar fyrir sig og skyldu- lið sitt og einnig tií kaupa á bú- peningi. Pað hefir verið reiknað, að maður, sem ætlar að heija búskap á ríkisjörð með erfða- festuskilnjálum, þarf ekki nema 1500—-2000 kr. til þess að byrja með. Getur hann þá reist bú nægilega stórt til þess að fraitt- fleyta sér og sínum. Á þenna hátt er ætlast og von- ast til, að takast megi að útvega heimiii og atvinnu öllum þeim þúsundum Svia, sem ella myndu fara til Bandaríkjanna í Norður- Ameríku, en innflutningurinn þangað er nú heftur. Iðnaðurinn sænski, sem nú er ofhiaðinn af fólki, myndi með þessu geta iétt á sér og lagt landbúnaðinum til fólk, og myndu kostir lands og lýðs nýtast stórum betur, þegar svo er til stilt. Geta má þess, að stjórninni tókst einnig að koma því til leið- ar, að fækkað var talsvert emb- ÁBS ?ÐU.£ii*i*ID ættum ríkisins, og sparaðist all- mikið fé á því. Fjárhagur ríkisins hefir batnað í þð verkamanna- stjórnarinnar, eins og niðurfærsla á sköttum ber vott um. Aliir þeir, sem húast við gálauslegri og ráð- lauslegri meðferð á aimannafé í höndum ríkisstjórnar jafnaðar- manna, munu fara erindisleysu, ef þeir leita skoðun sinni sann- ana hjá verkamannastjórn Sví- þjóðar. Sænsku blöðin hafa einn- ig viðurkent dugnað og skarpan skiining hins fráfaranda fjármáia- ráöherra, jafnaðarmannsins Wig- fors, á fjármálum ríkisins. Þá viðurkenningu hlaut einnig fyr- irrennari hans, F. V. Thorsson, senr nú er látinn og álitið er að hafi verið hinn ágætast: fjár- málaráðherra, sem Svíþjóð hefir átt síðustu hundrað árin. Vér höfðurn nærri gleymt' að minnast eins meiri háttar afreks verkamannastjórnarinnar á ríkis- þinginu 1926, sem er það, að henni tokst að fá lögin um 8 stunda, vinnudag framiengd um 3 ár. Má líta svo á, að með því séu vinnutímalögin tryggð að fullu og öilu sænskum verkalýð. Pað má telja víst, að þegar þessi 3 ár eru liðin, rnuni sænskt atvinnu- líf hafa lagað sig svo eftir 8- stunda-lögunum, að engum stjórn- málaflokki komi framar til hugar að spyrna á móti frekari fram- lenging þeirra. Pað hefir þegar verið sannreynt, að margar at- vinnugreinar framleiða nú jafn- mikið og jafn-ódýrt, sem þær gerðu, meðan vinnudagurinn var 10 stundir. Lögin hafa læknað deyf'ð og drunga atvinnulífsins. Betra stjórnskipulag, hagkvæmari vélar og meiri afköst hafa víða fyigt í fótspor laganna. Hin nýja stjórn frjálslynda flokksins verður nú sennilega að leita sér trausts og halds hjá hægrimönnum. En ef svo fer, er ekki ólíklegt, að brátt muni bresta böndin milli vinstrimanna í þing- inu 'og umbótasinnaðra kjósenda. Peir, sem framförum unna, nmnu þá að líkindum enn frekar en áð- ur snúast á sveif með jafnaðar- mönnum. Allar horfur eru á því, að jafnaðarménn muni við kosn- ingár til neðri málstofunnar 1928 geta unnið þau 7 þingsæti, sem þá skortir nú á til þess að hafa. fullkominn meiri hluta í þeirri málstofu, og þá gefst fjórðu verkamannastjórninni færi á að taka völdin og taka upp aftur endurbótastarfsemi þá, sem nú er fallin niður um sinn, með bættri aðstöðu í þinginu. V axtalækkun í Danmörku (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Þjóðbankinn danski hefir fært forvexti niður úr 5l/á °/o í 5»/o frá Jónsmessudegi. Jafnframt háfa forvextir annara lækkað samsvar- andi. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. „Ég — ég fór heim, því að ég vildi ekki lenda í neinu stappi." „Vissirðu þá ekkert, hvað gerðist síðar?“ „Nei, ekki nema sko hérna, að majórinn fanst dauður um morguninn, og að hnífur Porsteins stóð í honum." , „Hvernig varð Þorsteini við, þegar hann sá hnífinn sinn?“ „Hann vprð sko upp frá því daufur." Guðvalínus var allur á hjólúm. Pað gat enginn vafi vérið á, að.Þorsteinn var morð- inginn, og hann sá það, að nú myndi hækka hagur Strympu, þegar hann yrði til að koma þessu upp. Og þó honúm væri það harla ljóst, að það væri tilviljuninni, en ekki hon- pi, að þakka, þá varð skilningurinn á [)ví þegar í stað daufari, og Guðvalínus fór að' þakka sér alt, og á örskammri stundu stóð þann í sínum eigin augum prýddur þeim fjöðrum, sem forsjóninni báru. Montinn eins og borgarstjóri 1 Bolungavík vjð konungsmóttöku stóð Guðvalínus upp frá borðinu. „Látið þér, Jón minn! sækja Sigurð hrepp- stjóra á Brekku, svo að hann geti fylgt mér ofan í Borgarnes, og látið þér svo Þor- stein koma. Ég ætla að taka hann fastan, En þér segið honum ekkert, hvað ég vil honum.“ Reið Guðvalínusar og Sigurðar hreppstjóra í Borgarnes með Þorstein fangaðan var ekki lítil hofferð fyrir Guðvalínus. Það hafði flogið fiskisagan um héraðið, og þar sem þeir fóru fyrir, ruku menn út úr kotunum til að sjá hinn mikla reykvíkska hugvitsmann og lögregluspæjara. Fyrir Þorstein var ferðin aftur á móti ekki eins skemtileg. Hann var í handajárnum með hendurnar fyrir aftan bak, en Sigurður á Brekku teymdi undir honum, og alls staðar, þar sem þeir komu, heyrði hann gegu um pískrið orðið: „morðinginn".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.