Alþýðublaðið - 10.07.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.07.1926, Blaðsíða 1
/ilpýðiiblaðið Gefið Út af AlpýdufloliknMin 1926. Kvenn averkf alllð á Akureyri. Lygaskeyti mótmælt. (Eftir símtali við Akureyri í dag.) Skeyti hefir verið sent frá at- vinnurekendum á Akureyri til fréttastofunnar, þar sem sagt er, að kvennaverkfallinu sé lokið. Þetta eru tilhæfulaus ósannindi. Verkfallið heldur áfram og er ekkert lát á því. Að eins tvær eða þrjár stúlkur hjá stöku atvinnu- rekanda eru utan við samtökin. Það er alt og sumt. Erlend simskeyfi. Khöfn, FB., 9. júlí. Ráðgert að stefna brask-ráð- herrum. Frá Osló er símað, að útlit sé fyrir, að óðalsþingið samþykki að stefna Berge fyrr verandi forsæt- isráðherra fyrir ríkisrétt ásamt sex starfsfélögum hans vegna fjárveit- inga til „Handelsbankens“ í fyrra vor án þingleyfis. Khöfn, FB., 10. júlí. Frá Osló er símað, að meiri hluti eftirlítsnefndar stórþingsins mæli með þvi, að ráðuneyti Berges verði stefnt fyrir ríkisrétt. Snertir þetta tvo ráðherra, er sátu í Berges-stjórninni. Fjárveit- ingin, sem um er að ræða, var 25 milljóna heimildarlausa lánið til „Handelsbankens11 1923, þegar hann var í kröggunum. Fjárhagsmálið franska. Frankinn hefir fallið enn þá, og hefir það haft mikil áhrif á þing- ið. Caillaux hafnaði í gær kröfu Blunis um skatt á auðsafni í stað óbeinna skatta. Krefst Caillatix fljótra framkvæmda - í fjárhags- málunum vegna alvarlegs ástands. Viðreisn fjárhagsins sé ómöguleg, nema allir kraftar vinni sameigin- lega að henni. Laugardaginn 10. júlí. 158. tölublað. Háskalegur fólksflutningur. Gufubáturinn „Nonni“, eign Ás- geirs Péturssonar á Akureyri, fór héðan í gærkveldi með um 300 farþega, mest sjómenn, er verða á norðlenzkum síldveiðiskipum. Skipið fór til Hafnarfjarðar og átti að taka þar töiuvert á annað hundrað manna, og í Ölafsvík átti enn að bæta við. Skipið er að stærð 352 smálestir allsendis með 280 hestafla vél (þ. e. á stærð við íogara, en vélin helmingi afl- minni). Með allan þennan fólksfjölda er þetta skip sent frá Suðurlandi til Norðurlands. Mestur hluti far- þegjanna getur hvergi lagt sig á leiðinni, því að skipsrúmið er svo takmarkað. Hér er líkast því, sem skepnur séu fluttar, en ekki menn. Skepnum er þó ætlaður staður undir þiljum. Engin þörf er á þessari flutningaaðferð. „lsland“ fer norður eftir helgina, og tvö varðskip eru til, sem gætu flutt sumt af fólkinu. Það er óþolandi hirðuleysi, að stofna þannig lífi fjölda fólks í hættu, því að skipið hefir í mesta lagi björgunarbáta fyrir 60 manns. Hve nær ætla stjórnarvöldin að banna slíka fólksflutninga, þar sem líf fjölda fólks er sett í hættu, hve lítið sem út af kann að bera? Innlend tiðindi. Akureyri, FB., 9. júlí. Elding eyðir símaáhöldum. Eldingu laust niður á Gríms- stöðum á Fjöllum í fyrra dag og eyðilagði talsímaáhöldin og 10 símastaura. FB., 9. júlí. Stúdentastyrkur. Umsóknir um styrk handa ís- lenzkum stúdentum við erlenda háskóla skulu vera komnar til dóms- og kirkju-málaráðuneytis- ins fyrir 1. ágúst þ. á. Stúdenta- skírteini, vottorð um siðferði og ástundun, svo og efnahagsvottorð, verða að fylgja umsóknunum. Styrkur þessi er nánara auglýstur í „Lögbirtingablaðinu". Landskjllpið. I Suður-Múlasýslu voru alls greidd 764 atkvæði. 1 11 hreppum í Eyjafjarðarsýslu kusu við landskjörið 519 kjósend- ur af 1547 á kjörskrá. Á Akur- eyri kusu 704 af 1113, á Siglufirði 224 af 470 á kjörskrá. (FB.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.