Alþýðublaðið - 10.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.07.1926, Blaðsíða 3
10. júlí 1926. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 reikulir í því að þekkja sannleik- ann og réttsýnina, þ'essa höfuðljós- bera sannra dyggða. Þessum mann- dyggðaskorti fylgir það leiða böl, að nú þykist hver sá mestur, er hæst getur hreykt sér á herðum fjöldans og skeytir lítt um það, þó mörg hundruð og jafnvel þúsundir sligist undir byrðinni og bíði and- legt og likamlegt tjón. Snikjudýrin hirða aldrei um það, úr hverjum þau sjúga blöðið, en hin stærstu þeirra leggjast alt af á þann, sem þau vita að hefir ininst mótstöðu- aflið. Það, sem knýr mig til þess að hripa þessar Iínúr, er að sönnu.ekk- ert einsdæmi, heldur misrétti, sem víða kemur fram við lítilmagnann af hálfu þeirra manna, sem fjöld- inn neyðist oft og einatt til að hafa í þjónustú sinni þrátt fyrir marg- endurteknar vantraustsyfirlýsingar og óhrekjandi sannanir fyrir því, að þeir séu á engan hátt starfshæfir. 1 þessu sambandi verð ég að leiða huga, lesarans að ofurlitlu dæmi héðan af Eskifirði og minnast á „prúðmenskubragð", er S. H. Kvaran læknir og - skólanefndarfor- maður sýndi konum verkakvenna- félagsins hér við lán á barnaskóla- húsinu. Öll framkoma hans í því máli bregður svo skæru ljósi yfir lyndiséinkunnir þessa „dánumanns", áð alþjóð þarf ekki að dyljast, hverjar vera muni, enda eru flestir kunnugir farnir að skynja þær gegn- um spegil starfsins. Fyrst lánar hann verkakonunum skólasalinn til fyrirhugaðrar skemtunar án þess að leggja þar við nokkur ákvæði önnur en venjuleg. Nú fóru kon- urnar þess einnig á leit við skóia- nefndarformanninn, að þeim yrðu lánaðar kenslustofurnar með saln- um, og kvað hann þá, að um það skyldu þær eiga við skölastjórann. Þegar til skólastjórans kasta kom, sagði hann að vísu, að sér væri alt af illa við að lána stofurnar, en hann treysti sér þó ekki til að neita að þessu sinni vegna þess, að við- komandi félag hefði aldrei fengið stofurnar, en annað félag i bænum hefði þó nokkrum sinnum fengið þær. Að öðru leyti gáf skólastjórinn greið svör 'og leyfði stofurnar með því skilyrði, að þær yrðu hreins- aðar snemma á sunnudagsmorgun- inn næstan eftir skemtunina, sem átti að vera á laugardagskvöldi. Til þess að geta gert skemtun sína sem bezt úr garði þurftu konurnar nokkurn undirbúning. Fóru þær því þess á leit 'við skólastjór- ann, að hann slepti úr einni leik- fimistund, en þvi tök hann fjarri. Hins vegar kvaðst hann ckki myndu leggjast á móti þvi, að þær fengju eitthvað að byrja á undirbúningi i salnum, eí leikfimikennarinn áliti, að það kæmi ekkert í bága við kensluna, og gæfi hann honum í þetta sinn fult úrskurðarvalri þar um fyrir sitt leyti. Og er þangað kom, var engin fyrirstaða. Nú þótt- ust konurnar vera búnar að fá fult leyfi fyrir skólanum, og var tekið til starfa að búa salinn undir skemt- unina, og þar á meðal átti að búa þannig um, að leika mætti stuttan sjónleik, sem þó nokkrum sinnum hefir verið gert þar áður, enda gáfu kennararnir það til leyfis fyrir sitt leyti. En þegar S. H. Kvaran heyrir þetta, hraðar hann ferðum niður í. skóla, slekkur ljósin og skipar því fólki út, sem þar var að verki, og lætur sér þau orð um munn fara, að það sé hér í algeru heimildarleysi. En þegar þær kon- ur, er stóðu fyrir skemtuninni, fréttu, hvar komið var, fóru þær heim til Kvarans til að fá þetta leiðrétt. En við komu þeirra varð hann hinn versti. Kvaðst hann einn hafa yald til þess að leyfa og banna skólann; skólastjóri hefði þar engin umráð né aðrir, — ásamt ýmsu fleiru, er hann sagði. Konurnar fóru því þaðan án hinnar minstu réttar- bótar, en buðu lækni sínum góðar nætur, og tók „göfugmennið“ þeirri kurteisu kveðju með hinni götu- strákslegu kveðju: „Farið i rass!“ Það hefir verið gamall og góður siður hjá löndum vorum fyrr og síðar að bjóða gestum sínum það bezta, sem til hefir verið i kotinu, og það, sem þeim sjálfum hefir þótt ljúffengast. Vafalaust hefir sama legið til grundva-llar hjá lækn- inum. Fjarstæða virðist að hugsa, að mentamaðurinn geri sjg sekan í því að brjóta niður íslenzku gest- risnina, sem fylgt hefir þjóðinni sem arfgengt verðmæti frá þvi, að hún varð til, — og páð á körium! Sem skólanefndarformanni væri S. H. Kvaran ekki láandi, þótt hann vildi ekki lána barnaskólahúsið und- ir danz, a. m. k. þann hluta árs, sem kensla stendur yfir. En aldrei hefi ég þó heyrt þess getið, ia,ð hann væri tregur til slíkra lána, og fyrst það viðgengst, að húsið sé lánað til opinberra skemtana, þá hljóta öll félög innan hreppsins að hafa jalnt tilkall til hans, og þar sem eitt fél'ag hér hefir fengið að sýna sjónleik i honum og nota kensiustofurr.ar til veitinga, þá er það hinn argasti óréttur, sem ekki er hœgt ciö pola, að önnur félög hljóti ekki sömu réttindi til hússins, senr er almenningseign, fyrst það á annað borð er nokkuð notað nema til kenslu. Hljóta því allir réttsýnir að sjá, að hér er um hlutdrægni eða ójöfnuð að ræða og hann af verstu tegund, því að hér er verið að spyrna broddinum þar á, sem minst er vörnin fyrir. Og sú lyndisein- kunn er i fornspgum vorum kölluð ódrengskapiir. —/ En vald það, sem S. H. Kvaran telur sig hafa til að lána barnaskólahúsið fyrir danz og skemtanir þann tíma árs, sem skólinn starfar, ber ég mjog rniklar brigður á að sé nokkurt í raun og sannleika. Hygg ég, að enginn hafi vald til að leigja baínaskólahús, sem styrkur hefir verið veittur til af rikisfé, nema með svo feldu móti, að fræðslumálastjórn tandsins heim- ili það með sérstöku leyfi. á meðan yfirkennari skólans lætur það hlut- laust, því að alt af hlýtur hann að vera fyrsta persóna í þvi máli, og mestan atkvæðisrétt hlýtur hann æ- tíð áð hafa yfir skóianum, svo lengi sem kenslutimi hvers árs stendur yfir. Hann einn ber ábyrgð á kensl- unni; hann ber ábyrgð á líðan nem- endanna, og hann ber ábyrgð á því, að heilsu barnanna sé í engu stofn- áð í hættu i skólanum fyrir ófor- sjálar ráðstafanir hinna og þessará manna, sem þá og þá eru settir í ráðanefnd skólans, enda tekur það oft út yfir alla mannlega hugsun, bve ábyrgðartiifinningin sefur fast, þegar þarfirnar fyrir hyggilegar heilbrigðisráðstafanir berja að dyr- um. Veldur því oft efnaskortur, en oftast óíyrirgefaniegt sinnuleysi. — Hvað „prúðmensku“ S. H. Kvarans snertir í þessu máli, þá verður fá- fróðum að halda, að hann, læknir- inn, hafi í þetta sinn gert helzt tij mikið úr valdi sínu, og jafnvel dettur manni í hug, að læknirinn hafi í heimildarleysi rekið fólkið út úr salnum og sýnt konunum alla þá ókurteisi, er hann gerði, af einr skærri hlutdrægni. En það er nú þvi miður ekki í fyrsta sinn hjá Kvaran. Það er annars mesta furða, hvað S. H. Kvaran endist til að „plástra“ þennan „skril“, sem hann kallar svo, því að þótt fólk hér á Eski- firði sé ekki í neinu, samboðið hans hátign, þá er það nú samt það fólk, sem hæst hefir hossað honuni um dagana, og þeir, sein læknirinn kall- ar skríl, eru hinir sömu, sem mest- ar og beztar tekjur hafa ska|iað honum. Alt er það fólk, sem sök- um fátæktar hefir orðið nauðugt viljugt að leita hans læknisvizku, því að flestir, sem betur hafa mátt efnalega, munu hafa farið af staðn- um, hafi eitthvað alvarlegt borið að höndum. En hart er það við- komu, þegar brauðbítar manns ráð- ast að manni og stinga mann með ókurteisi og óknyttisorðum. En „það hefir löngum þótt vand- séður rekabúturinn", og svo mun vera hér. Það virðist alt benda til þess, að það sé ekki mannkær- leiksverkið eða innri hvöt til þess að lina þjáningar manna, sem held- ur Kvaran við starfið, lieldur eitt- iivað annað. En að eins, að sú hvöt vært ekki höfuðlöstur mannsandans, skilgetinn brjóstmylkingur örgustu skrilmenningar, sem kominn er í béinan karllegg frá lægstu villi- mensku, því að ef svo er, þá fer að falla heldur hroðaiega á glans- liúð hinnar fölsku siðmenningar, sem Sigurðar-„nótarnir“ eru að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.